Ekki verið vart við neinn öryggisbrest hjá ráðuneytum Eiður Þór Árnason skrifar 11. mars 2021 16:29 Stjórnarráðið hefur lagt aukna áherslu á netöryggismál á síðustu árum. Vísir/hanna Enginn grunur er um að tölvuþrjótar hafi notfært sér alvarlegan öryggisgalla í Microsoft Exchange tölvupóstkerfinu til að brjótast inn í tölvukerfi íslenskra ráðuneyta. Þetta segir framkvæmdastjóri Umbru – þjónustumiðstöðvar Stjórnarráðsins sem sér um rekstur miðlægra tölvukerfa fyrir ráðuneytin. Mikið hefur verið fjallað um öryggisbrestinn frá því að upplýst var um það í byrjun mars að óprúttnir aðilar, meðal annars með meint tengsl við kínversk yfirvöld, hafi nýtt fjóra óþekkta veikleika í Exchange hugbúnaði Microsoft til að brjótast inn í tölvukerfi minnst 30 þúsund bandarískra fyrirtækja og stofnana frá því í janúar. Þá hafa fregnir borist af því að tölvuþrjótar keppist nú við nýta sér seinfærni þeirra sem hafi ekki enn uppfært hugbúnað sinn og með því lokað öryggisholunum. Þá var greint frá því í gær að tölvuþrjótar hafi nýtt sér áðurnefnda veikleika til að brjótast inn í tölvukerfi norska þingsins og stela þaðan gögnum. Ekki haft áhrif á Stjórnarráðið Viktor Jens Vigfússon, framkvæmdastjóri Umbru – þjónustumiðstöðvar Stjórnarráðsins, segir að Microsoft hafi tilkynnt öryggisbrestinn þann 3. mars síðastliðinn og Umbra hafi samdægurs uppfært í nýjustu útgáfu hugbúnaðarins líkt og mælt hafi verið með. „Í rauninni hafði þetta engin áhrif á okkur eða þau kerfi sem eru í umsjón hjá okkur, það var ekki vart við neinn öryggisbrest eða neitt atvik sem kom upp,“ segir Viktor. Hann bætir við að þegar fregnir berist af slíkum öryggisgalla fari í gang visst ferli þar sem upplýsingaöryggisstjóri Umbru vinni eftir vottuðu gæðakerfi. „Það er farið yfir allar skráningar í okkar kerfum og það er raunar óháð slíkum atvikum alltaf eftirlit með því hvort það sé einhver óeðlileg umferð eða annað slíkt. En auðvitað þegar svona kemur upp þá er sérstaklega skoðað hvort einhver öryggisbrestur hafi átt sér stað og það var farið yfir það í þessu tilviki.“ Þeirri athugun sé nú lokið og enginn grunur um að eitthvað athugavert hafi átt sér stað. Sett meiri kraft í netöryggismál Vignir segir að aukin áhersla hafi verið lögð á netöryggismál hjá Umbru á síðastliðnum árum samhliða því að netárásir hafa færst í aukanna á heimsvísu. „Við erum alltaf með þessi mál efst á baugi hjá okkur og leggjum mikla áherslu á varnir. Við fylgjumst með þessari þróun og erum bæði stöðugt að yfirfara þau varnarkerfi sem við erum með og bæta í eftir þörfum. Þetta er alltaf mjög ofarlega á dagskrá hjá okkur og auðvitað eru mjög viðkvæm og mikilvæg gögn í okkar kerfum sem við þurfum að verja.“ Þá hafi Umbra sömuleiðis aukið samstarf sitt við Netöryggissveitina CERT-ÍS en hún var nýlega efld til að bregðast við auknum fjölda netárása á einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir. Að sögn Vignis hafa ekki komið upp nein alvarleg netöryggisatvik hjá Stjórnarráðinu á síðustu árum og ekki vitað til þess að aðilum hafi tekist að brjótast inn í tölvukerfi í umsjón Umbru. Netöryggi Stjórnsýsla Microsoft Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um öryggisbrestinn frá því að upplýst var um það í byrjun mars að óprúttnir aðilar, meðal annars með meint tengsl við kínversk yfirvöld, hafi nýtt fjóra óþekkta veikleika í Exchange hugbúnaði Microsoft til að brjótast inn í tölvukerfi minnst 30 þúsund bandarískra fyrirtækja og stofnana frá því í janúar. Þá hafa fregnir borist af því að tölvuþrjótar keppist nú við nýta sér seinfærni þeirra sem hafi ekki enn uppfært hugbúnað sinn og með því lokað öryggisholunum. Þá var greint frá því í gær að tölvuþrjótar hafi nýtt sér áðurnefnda veikleika til að brjótast inn í tölvukerfi norska þingsins og stela þaðan gögnum. Ekki haft áhrif á Stjórnarráðið Viktor Jens Vigfússon, framkvæmdastjóri Umbru – þjónustumiðstöðvar Stjórnarráðsins, segir að Microsoft hafi tilkynnt öryggisbrestinn þann 3. mars síðastliðinn og Umbra hafi samdægurs uppfært í nýjustu útgáfu hugbúnaðarins líkt og mælt hafi verið með. „Í rauninni hafði þetta engin áhrif á okkur eða þau kerfi sem eru í umsjón hjá okkur, það var ekki vart við neinn öryggisbrest eða neitt atvik sem kom upp,“ segir Viktor. Hann bætir við að þegar fregnir berist af slíkum öryggisgalla fari í gang visst ferli þar sem upplýsingaöryggisstjóri Umbru vinni eftir vottuðu gæðakerfi. „Það er farið yfir allar skráningar í okkar kerfum og það er raunar óháð slíkum atvikum alltaf eftirlit með því hvort það sé einhver óeðlileg umferð eða annað slíkt. En auðvitað þegar svona kemur upp þá er sérstaklega skoðað hvort einhver öryggisbrestur hafi átt sér stað og það var farið yfir það í þessu tilviki.“ Þeirri athugun sé nú lokið og enginn grunur um að eitthvað athugavert hafi átt sér stað. Sett meiri kraft í netöryggismál Vignir segir að aukin áhersla hafi verið lögð á netöryggismál hjá Umbru á síðastliðnum árum samhliða því að netárásir hafa færst í aukanna á heimsvísu. „Við erum alltaf með þessi mál efst á baugi hjá okkur og leggjum mikla áherslu á varnir. Við fylgjumst með þessari þróun og erum bæði stöðugt að yfirfara þau varnarkerfi sem við erum með og bæta í eftir þörfum. Þetta er alltaf mjög ofarlega á dagskrá hjá okkur og auðvitað eru mjög viðkvæm og mikilvæg gögn í okkar kerfum sem við þurfum að verja.“ Þá hafi Umbra sömuleiðis aukið samstarf sitt við Netöryggissveitina CERT-ÍS en hún var nýlega efld til að bregðast við auknum fjölda netárása á einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir. Að sögn Vignis hafa ekki komið upp nein alvarleg netöryggisatvik hjá Stjórnarráðinu á síðustu árum og ekki vitað til þess að aðilum hafi tekist að brjótast inn í tölvukerfi í umsjón Umbru.
Netöryggi Stjórnsýsla Microsoft Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira