Ferjan Baldur vélarvana nærri Stykkishólmi Eiður Þór Árnason skrifar 11. mars 2021 15:40 Myndin var tekin um borð í Þór þegar skipið lagði af stað frá Helguvík. Landhelgisgæslan Vélarbilun hefur komið upp í Breiðafjarðarferjunni Baldri en skipið er statt um tíu sjómílur frá Stykkishólmi, mitt á milli Flateyjar og Stykkishólms. Um borð eru tuttugu farþegar auk átta manna áhafnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eimskip sem reka ferjuna undir merkjum Sæferða. Þar segir að rannsóknarskipið Árni Friðriksson sé nú á leið til Baldurs auk Þórs, varðskips Landhelgisgæslunnar. Þyrlusveit Gæslunnar var einnig kölluð út og verður í viðbragðsstöðu ef á þarf að halda. Sæferðir vinna nú að aðgerðum með Landhelgisgæslunni og er ráð fyrir að skipið verði dregið í Stykkishólm. Fram kemur í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni að auk varðskipsins og rannsóknarskipsins hafi sjóbjörgunarsveitir á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar verið kallaðar út á þriðja tímanum vegna vélarbilunarinnar. Uppfært klukkan 16:50: Unnið er að því að koma taugum á milli Baldurs og rannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar að sögn Gunnlaugs Grettissonar, framkvæmdastjóra Sæferða. Varðskipið Þór lagði af stað frá Helguvík á þriðja tímanum. Landhelgisgæslan Varðskipið Þór statt í Helguvík Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk tilkynningu um bilunina klukkan 14:27 og er gert ráð fyrir því að rannsóknarskipið Árni Friðriksson verði komið að Baldri á fimmta tímanum. Varðskipið Þór er jafnframt á leið á staðinn en skipið var statt í Helguvík þegar útkallið barst. Baldur varpaði akkerum fljótlega eftir að bilunarinnar varð vart til að hindra rek og halda akkerin vel, af því er fram kemur í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. „Vindátt er úr norðaustri og ef rek yrði á skipinu ræki það frá landi og grynningum. Ástandið um borð er tryggt en til að gæta fyllsta öryggis var þyrlusveit Landhelgisgæslunnar einnig kölluð út og verður í viðbragðsstöðu ef á þarf að halda.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Stykkishólmur Samgöngur Ferjan Baldur Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eimskip sem reka ferjuna undir merkjum Sæferða. Þar segir að rannsóknarskipið Árni Friðriksson sé nú á leið til Baldurs auk Þórs, varðskips Landhelgisgæslunnar. Þyrlusveit Gæslunnar var einnig kölluð út og verður í viðbragðsstöðu ef á þarf að halda. Sæferðir vinna nú að aðgerðum með Landhelgisgæslunni og er ráð fyrir að skipið verði dregið í Stykkishólm. Fram kemur í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni að auk varðskipsins og rannsóknarskipsins hafi sjóbjörgunarsveitir á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar verið kallaðar út á þriðja tímanum vegna vélarbilunarinnar. Uppfært klukkan 16:50: Unnið er að því að koma taugum á milli Baldurs og rannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar að sögn Gunnlaugs Grettissonar, framkvæmdastjóra Sæferða. Varðskipið Þór lagði af stað frá Helguvík á þriðja tímanum. Landhelgisgæslan Varðskipið Þór statt í Helguvík Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk tilkynningu um bilunina klukkan 14:27 og er gert ráð fyrir því að rannsóknarskipið Árni Friðriksson verði komið að Baldri á fimmta tímanum. Varðskipið Þór er jafnframt á leið á staðinn en skipið var statt í Helguvík þegar útkallið barst. Baldur varpaði akkerum fljótlega eftir að bilunarinnar varð vart til að hindra rek og halda akkerin vel, af því er fram kemur í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. „Vindátt er úr norðaustri og ef rek yrði á skipinu ræki það frá landi og grynningum. Ástandið um borð er tryggt en til að gæta fyllsta öryggis var þyrlusveit Landhelgisgæslunnar einnig kölluð út og verður í viðbragðsstöðu ef á þarf að halda.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Stykkishólmur Samgöngur Ferjan Baldur Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira