Hver lifir á strípuðum bótum? Harpa Sævarsdóttir skrifar 11. mars 2021 07:04 Nú standa yfir kosningar til stjórnar verkalýðsfélagsins VR. Félagsmenn geta kosið í gegnum vef VR á vefslóðinni www.vr.is. Mikilvægt er að allir félagsmenn nýti sinn kosningarétt því hvert einasta atkvæði skiptir máli. Þær kosningar sem nú standa yfir eru haldnar á ófyrirsjáanlegum og fordæmalausum tímum og við okkur blasir eitt mesta atvinnuleysi sem sést hefur hér á landi frá upphafi. Þúsundir karla og kvenna hafa misst atvinnu sína og lífsviðurværi í kjölfar þeirra þrenginga sem COVID-19 heimsfaraldurinn hefur skapað heimsbyggðinni. Sú atvinnugrein sem verst hefur orðið úti af völdum veirunnar skæðu er ferðaþjónustan. Einmitt sú atvinnugrein sem telja má að hafi bjargað okkur Íslendingum út úr kreppunni eftir hrunið 2008. Í því samhengi má nefna að ein af fjölmörgum undirgreinum ferðaþjónustunnar, bílaleigur einar og sér, voru að velta álíka fjármunum inn í þjóðarbúið og allur samanlagður landbúnaður sem stundaður er á Íslandi (samkvæmt grein sem birtist árið 2018 á vefmiðlinum Kjarnanum). Svo mikilvæg hefur ferðaþjónustan verið þjóðarbúi Íslendinga og má þar þakka starfsfólki Icelandair sérstaklega fyrir þá öflugu markaðssetningu og kynningu á Íslandi sem ferðamannaparadís. Þrátt fyrir fögur fyrirheit ríkisstjórnar Íslands um stuðning við þann fjölda fólks sem misst hefur atvinnu sína og lífsviðurværi undanfarna 12 mánuði frá upphafi þessa heimsfaraldurs, þá bólar lítið sem ekkert á stuðningi við þá starfsmenn. Fyrirtækin í landinu hafa sum hver fengið styrki og lán, en hvað með styrki og lán til hins almenna launamanns sem stendur eftir atvinnulaus? Jú, það eru vissulega atvinnuleysisbætur í boði í takmarkaðan tíma, en hver lifir á strípuðum bótum þegar reka þarf heimili, bíl, fjölskyldu og greiða reikninga um hver mánaðarmót? Eitt af því sem stjórn VR hefur beitt sér fyrir, er að stuðningslán til heimilanna verði að veruleika. Stjórn VR kynnti þessar hugmyndir fyrir Alþýðusambandi Íslands og í kjölfarið hefur sú hugmynd verið tekin upp sem hluti af stefnu ASÍ. Á tímum sem þessum er bráðnauðsynlegt að hafa öflugt verkalýðsfélag, sem VR er, til þess að gæta hagsmuna launafólks í landinu sem og þeirra sem hafa þurft að taka á sig skert starfshlutfall, hlutabótaleið eða uppsögn. Rétt skal að öllu staðið í þeim efnum. Til þess þarf sterka og samheldna stjórn sem vinnur sem ein heild fyrir hagsmunum félagsmanna. Nái ég kjöri til áframhaldandi setu í stjórn VR, mun þetta mál verða mitt helsta baráttumál á kjörtímabilinu, enda má segja að um sé að ræða stærsta hagsmunamál launafólks á Íslandi um þessar mundir. Höfundur er varaformaður VR og í framboði til stjórnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Nú standa yfir kosningar til stjórnar verkalýðsfélagsins VR. Félagsmenn geta kosið í gegnum vef VR á vefslóðinni www.vr.is. Mikilvægt er að allir félagsmenn nýti sinn kosningarétt því hvert einasta atkvæði skiptir máli. Þær kosningar sem nú standa yfir eru haldnar á ófyrirsjáanlegum og fordæmalausum tímum og við okkur blasir eitt mesta atvinnuleysi sem sést hefur hér á landi frá upphafi. Þúsundir karla og kvenna hafa misst atvinnu sína og lífsviðurværi í kjölfar þeirra þrenginga sem COVID-19 heimsfaraldurinn hefur skapað heimsbyggðinni. Sú atvinnugrein sem verst hefur orðið úti af völdum veirunnar skæðu er ferðaþjónustan. Einmitt sú atvinnugrein sem telja má að hafi bjargað okkur Íslendingum út úr kreppunni eftir hrunið 2008. Í því samhengi má nefna að ein af fjölmörgum undirgreinum ferðaþjónustunnar, bílaleigur einar og sér, voru að velta álíka fjármunum inn í þjóðarbúið og allur samanlagður landbúnaður sem stundaður er á Íslandi (samkvæmt grein sem birtist árið 2018 á vefmiðlinum Kjarnanum). Svo mikilvæg hefur ferðaþjónustan verið þjóðarbúi Íslendinga og má þar þakka starfsfólki Icelandair sérstaklega fyrir þá öflugu markaðssetningu og kynningu á Íslandi sem ferðamannaparadís. Þrátt fyrir fögur fyrirheit ríkisstjórnar Íslands um stuðning við þann fjölda fólks sem misst hefur atvinnu sína og lífsviðurværi undanfarna 12 mánuði frá upphafi þessa heimsfaraldurs, þá bólar lítið sem ekkert á stuðningi við þá starfsmenn. Fyrirtækin í landinu hafa sum hver fengið styrki og lán, en hvað með styrki og lán til hins almenna launamanns sem stendur eftir atvinnulaus? Jú, það eru vissulega atvinnuleysisbætur í boði í takmarkaðan tíma, en hver lifir á strípuðum bótum þegar reka þarf heimili, bíl, fjölskyldu og greiða reikninga um hver mánaðarmót? Eitt af því sem stjórn VR hefur beitt sér fyrir, er að stuðningslán til heimilanna verði að veruleika. Stjórn VR kynnti þessar hugmyndir fyrir Alþýðusambandi Íslands og í kjölfarið hefur sú hugmynd verið tekin upp sem hluti af stefnu ASÍ. Á tímum sem þessum er bráðnauðsynlegt að hafa öflugt verkalýðsfélag, sem VR er, til þess að gæta hagsmuna launafólks í landinu sem og þeirra sem hafa þurft að taka á sig skert starfshlutfall, hlutabótaleið eða uppsögn. Rétt skal að öllu staðið í þeim efnum. Til þess þarf sterka og samheldna stjórn sem vinnur sem ein heild fyrir hagsmunum félagsmanna. Nái ég kjöri til áframhaldandi setu í stjórn VR, mun þetta mál verða mitt helsta baráttumál á kjörtímabilinu, enda má segja að um sé að ræða stærsta hagsmunamál launafólks á Íslandi um þessar mundir. Höfundur er varaformaður VR og í framboði til stjórnar.
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun