Margir leita til heilsugæslunnar vegna riðutilfinningar Birgir Olgeirsson skrifar 10. mars 2021 19:17 Margir hafa leitað til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vegna riðutilfinningar sem fylgir skjálftahrinunni á Reykjanesskaga. Forstjóri heilsugæslunnar segir þetta algengt í náttúruhamförum þar sem vöðvaspenna og svefntruflanir geti valdið ójafnvægi í líkamanum. Læknar, hjúkrunarfræðingar og sálfræðingar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hafa átt mörg samtöl við sjúklinga sem finna fyrir kvíða og óþægindatilfnningu vegna jarðhræringanna á Reykjanesskaganum. „Við sjáum það að sjúklingarnir okkar eru að hringja og hafa áhyggjur af þessu. Þeir eru kvíðnir. Sumir fá óstöðugleika tilfinningu sem fylgir kvíða og vöðvaspenna. Síðan eru eitthvað af þessum hreyfingum. Síðan er fólk að kvarta undan svefntruflunum,“ segir Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hvernig lýsir þessi óstöðugleikatilfinning sér? „Það er svona einskona riðutilfinning eins og fólki finnst það óstöðugt. Það getur fylgt spennuástandi eins og ógleði og vanlíðan. Það getur verið eðlilegt að fólk finni svona tilfinningu við þessar aðstæður því þær vekja eðlilega áhyggjur hjá fólki,“ segir Óskar. Hann segir bestu leiðina til að takast á við kvíðann að kynna sér upplýsingar frá yfirvöldum hvernig eigi að bregðast við náttúruhamförum. Slíkum upplýsingum fylgi öryggistilfinning sem slái á kvíðann. Til að vinna á riðunni þurfi að komast í slökun. „Þetta er spennuástand sem hefur áhrif á blóðflæði og vöðvaspennu. En það er auðvitað slökun og vinna með það með þeim hætti sem er mikilvægast.“ Óskar vann lengi vel á Suðurlandi og hefur séð þetta í sjúklingum í tengslum við aðrar náttúruhamfarir. „Það eru eðlilega miklar áhyggjur, eins og tengslum við Eyjafjallajökulsgosið og Suðurlandsskjálftana. Þetta getur valdið mikilli vanlíðan og mun meira heldur líkamlegt tjón því það er lítið um það í rauninni.“ Jarðhræringar á Reykjanesi Heilsa Heilsugæsla Eldgos og jarðhræringar Heilbrigðismál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Læknar, hjúkrunarfræðingar og sálfræðingar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hafa átt mörg samtöl við sjúklinga sem finna fyrir kvíða og óþægindatilfnningu vegna jarðhræringanna á Reykjanesskaganum. „Við sjáum það að sjúklingarnir okkar eru að hringja og hafa áhyggjur af þessu. Þeir eru kvíðnir. Sumir fá óstöðugleika tilfinningu sem fylgir kvíða og vöðvaspenna. Síðan eru eitthvað af þessum hreyfingum. Síðan er fólk að kvarta undan svefntruflunum,“ segir Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hvernig lýsir þessi óstöðugleikatilfinning sér? „Það er svona einskona riðutilfinning eins og fólki finnst það óstöðugt. Það getur fylgt spennuástandi eins og ógleði og vanlíðan. Það getur verið eðlilegt að fólk finni svona tilfinningu við þessar aðstæður því þær vekja eðlilega áhyggjur hjá fólki,“ segir Óskar. Hann segir bestu leiðina til að takast á við kvíðann að kynna sér upplýsingar frá yfirvöldum hvernig eigi að bregðast við náttúruhamförum. Slíkum upplýsingum fylgi öryggistilfinning sem slái á kvíðann. Til að vinna á riðunni þurfi að komast í slökun. „Þetta er spennuástand sem hefur áhrif á blóðflæði og vöðvaspennu. En það er auðvitað slökun og vinna með það með þeim hætti sem er mikilvægast.“ Óskar vann lengi vel á Suðurlandi og hefur séð þetta í sjúklingum í tengslum við aðrar náttúruhamfarir. „Það eru eðlilega miklar áhyggjur, eins og tengslum við Eyjafjallajökulsgosið og Suðurlandsskjálftana. Þetta getur valdið mikilli vanlíðan og mun meira heldur líkamlegt tjón því það er lítið um það í rauninni.“
Jarðhræringar á Reykjanesi Heilsa Heilsugæsla Eldgos og jarðhræringar Heilbrigðismál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira