Handbolti

Stoppuðu í Staðarskála og snéru við

Sindri Sverrisson skrifar
Stelpurnar í KA/Þór lýstu því á Instagram hvernig þær hefðu komist í Staðarskála til þess eins að þurfa að snúa þar við og halda aftur heim.
Stelpurnar í KA/Þór lýstu því á Instagram hvernig þær hefðu komist í Staðarskála til þess eins að þurfa að snúa þar við og halda aftur heim. Vísir/Bára og @kathor.handbolti

Leik HK og KA/Þórs í þriðju síðustu umferð Olís-deildar kvenna hefur verið frestað um sólarhring.

Akureyringar ætluðu að ferðast suður í dag og höfðu ekið í Staðarskála þegar í ljós kom a þeir færu ekki lengra þar sem Holtavörðuheiði var lokuð. Því var ekki anna í stöðunni en að snúa við.

Leikurinn fer fram á morgun og hefst kl. 18 í Kórnum. Um er að ræða síðustu umferð fyrir hlé vegna landsleikja í forkeppni HM.

KA/Þór getur því misst toppsætið í hendur Fram í kvöld takist Frömurum að vinna Stjörnuna. HK er í 7. sæti og þarf á stigum að halda á morgun í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni.

Tveimur leikjum var einnig frestað í Dominos-deild kvenna, vegna færðar á vegum. Fjölnir og Skallagrímur, og Breiðablik og Snæfell, mætast á morgun í stað þess að mætast í kvöld.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×