Innlent

Með riffil í ólæstum skáp og grunaður um brot gegn barni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Maðurinn er grunaður um kynferðisbrot gegn barni í Mosfellsbæ haustið 2019. 
Maðurinn er grunaður um kynferðisbrot gegn barni í Mosfellsbæ haustið 2019.  Vísir/Vilhelm

Karlmaður með lögheimili í Reykjavík hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir kynferðisbrot og brot gegn vopnalögum framin á þáverandi dvalarstað hans í Mosfellsbæ aðfaranótt laugardagsins 12. október 2019.

Lögregla var kölluð út að dvalarstað hans í Mosfellsbæ vegna gruns um kynferðisbrot gegn barni. Karlmaðurinn er sakaður um að hafa tvívegis farið með hönd undir teppi sem þrettán ára stúlka, sem var gestur á heimilinu, hafði yfir sér.

Á maðurinn að hafa strokið stúlkunni um læri og rass utanklæða en stúlkan svaf í sófa í stofu.

Þá er hann ákærður fyrir vopnalagabrot þar sem lögregla kom að Savage Mark II riffli og skotfærum í opnum skáp í ólæstu svefnherbergi. Lögum samkvæmt þarf að geyma vopn og skotfæri aðskilin og í læstum hirslum.

Krafist er 600 þúsund króna í miskabætur fyrir stúlkuna. Málið var þingfest við Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×