Telur aðstæður nú ekki sambærilegar og síðasta haust þegar rakningu og sóttkví var beitt Birgir Olgeirsson skrifar 10. mars 2021 12:02 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir að ekki sé búið að ná utan um hópsmitið þó enginn hafi greinst með veiruna innanlands í gær. Hann vinnur nú að tillögum til ráðherra um næstu aðgerðir og en segir ekki mikið svigrúm fyrir tilslakanir með þetta hópsmit hangandi yfir. 800 sýni voru tekin innanlands í gær og var ekkert þeirra með veiruna. Þórólfur Guðnason segir að Íslendingar séu ekki komnir í var enn sem komið er fyrir þessari hópsýkingu. „Það getur tekið nokkra daga fyrir smit að verða greinanlegt á sýnatöku og svo líka aðeins lengri tíma að fá einkenni. Það er kannski þessi vika sem þarf að líða varðandi einkennin. Sýni sem verða tekin seinni part vikunnar eiga að segja okkur hvort við séum komin út úr þessu eða ekki,“ segir Þórólfur. Þeir sem voru útsettir á tónleikum í Hörpu á föstudag verða kallaðir aftur í sýnatöku á morgun. „Við köllum ekki alla aftur, það fer eftir aðstæðum. Fólk sem var í Hörpu á föstudag verður kallað aftur í sýnatöku á morgun. Við erum að leita af okkur allan grun.“Hann segir smitrakningu ekki hafa leitt neitt nýtt í ljós varðandi þessa hópsýkingu. Enn sé gengið út frá því að hópsýkingin hafi komist af stað með snertismiti á stigagangi í fjölbýlishúsi. „Það er líklegast að þetta hafi verið einhverskonar snertismit eins og staðan er.“ Kallað hefur verið eftir því að gripið verði til harðra aðgerða strax til að ná utan um hópsmitið. Þórólfur telur ekki tilefni til þess að svo stöddu, heldur vilji hann frekar ná utan um það með rakningu og sóttkví. Hið sama var uppi á teningnum þegar hópsýking kom upp síðastliðið haust sem leiddi af sér bylgju. Þá var beitt rakningu og sóttkví. Þórólfur segir aðstæðurnar síðastliðið haust og nú ekki þær sömu. „Það voru allt öðruvísi aðstæður þá. Þá voru við stórar hópsýkingar sem byrjuðu á krám og hnefaleikastöð og svo framvegis. Þetta var mjög dreift og úti um allt. Við reyndum að beita aðgerðum á marga staði. Nú erum við með þetta mjög afmarkað í byrjun og ég vona að þær aðgerðir sem við höfum gripið til muni ná utan um það. Þannig að þetta er ekki sambærilegt.“ En nú er breska afbrigðið sagt meira smitandi og valda meiri veikindum. Er þá ekki tilefni til að beita harðari aðgerðum? „Eins og ég er búinn að segja þá erum við að grípa til viðameiri smitrakningar og setja og fleiri í sóttkví og taka sýni en við höfum gert áður og ég ætla að vona að það dugi.“ Hann vinnur nú að tillögu um næstu aðgerðir sem taka gildi átjánda mars. „Eins og áður er ég ekki að segja frá því fyrr en þær koma fram og nær dregur hvað verður í mínum tillögum. En þær munu miðast við stöðuna eins og hún verður en ég held að maður geti sagt að í mínum huga er ekki mikið svigrúm til að slaka mikið á með þetta hangandi yfir sér.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
800 sýni voru tekin innanlands í gær og var ekkert þeirra með veiruna. Þórólfur Guðnason segir að Íslendingar séu ekki komnir í var enn sem komið er fyrir þessari hópsýkingu. „Það getur tekið nokkra daga fyrir smit að verða greinanlegt á sýnatöku og svo líka aðeins lengri tíma að fá einkenni. Það er kannski þessi vika sem þarf að líða varðandi einkennin. Sýni sem verða tekin seinni part vikunnar eiga að segja okkur hvort við séum komin út úr þessu eða ekki,“ segir Þórólfur. Þeir sem voru útsettir á tónleikum í Hörpu á föstudag verða kallaðir aftur í sýnatöku á morgun. „Við köllum ekki alla aftur, það fer eftir aðstæðum. Fólk sem var í Hörpu á föstudag verður kallað aftur í sýnatöku á morgun. Við erum að leita af okkur allan grun.“Hann segir smitrakningu ekki hafa leitt neitt nýtt í ljós varðandi þessa hópsýkingu. Enn sé gengið út frá því að hópsýkingin hafi komist af stað með snertismiti á stigagangi í fjölbýlishúsi. „Það er líklegast að þetta hafi verið einhverskonar snertismit eins og staðan er.“ Kallað hefur verið eftir því að gripið verði til harðra aðgerða strax til að ná utan um hópsmitið. Þórólfur telur ekki tilefni til þess að svo stöddu, heldur vilji hann frekar ná utan um það með rakningu og sóttkví. Hið sama var uppi á teningnum þegar hópsýking kom upp síðastliðið haust sem leiddi af sér bylgju. Þá var beitt rakningu og sóttkví. Þórólfur segir aðstæðurnar síðastliðið haust og nú ekki þær sömu. „Það voru allt öðruvísi aðstæður þá. Þá voru við stórar hópsýkingar sem byrjuðu á krám og hnefaleikastöð og svo framvegis. Þetta var mjög dreift og úti um allt. Við reyndum að beita aðgerðum á marga staði. Nú erum við með þetta mjög afmarkað í byrjun og ég vona að þær aðgerðir sem við höfum gripið til muni ná utan um það. Þannig að þetta er ekki sambærilegt.“ En nú er breska afbrigðið sagt meira smitandi og valda meiri veikindum. Er þá ekki tilefni til að beita harðari aðgerðum? „Eins og ég er búinn að segja þá erum við að grípa til viðameiri smitrakningar og setja og fleiri í sóttkví og taka sýni en við höfum gert áður og ég ætla að vona að það dugi.“ Hann vinnur nú að tillögu um næstu aðgerðir sem taka gildi átjánda mars. „Eins og áður er ég ekki að segja frá því fyrr en þær koma fram og nær dregur hvað verður í mínum tillögum. En þær munu miðast við stöðuna eins og hún verður en ég held að maður geti sagt að í mínum huga er ekki mikið svigrúm til að slaka mikið á með þetta hangandi yfir sér.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira