Þjónusta á forsendum þess sem nýtir hana Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 10. mars 2021 11:30 Þjónusta við eldra fólk er ekki einfalt mál. Mest er það vegna þess að fólk er misjafnt með misjafnar þarfir. Fólk hefur líka mismunandi aðstæður og getu til að sækja sér þjónustu eða óska eftir henni. Þá hefur fólk og þeir sem standa því næst misjafnan áhuga og vilja til að fá þjónustu. Þá geta aðstæður þar sem fólk býr verið misjafnar; dreifbýli-þéttbýli; býr einn-býr ekki einn; stuðningshúsnæði- „venjulegt“ húsnæði; nálægt þjónustu-fjarri þjónustu. Þá getur stuðningur fjölskyldu, vina og umhverfis skipt miklu um þjónustuþörf og vilja. Allt eru þetta breytur sem við þekkjum, og mörg okkar hafa reynt. En sú breyta sem skiptir einna mestu máli m.t.t. þess að fá þjónustu er hver veitir hana , hver borgar og hver ber ábyrgð á henni. Í grófum dráttum má segja að þjónusta við eldra fólk sem þarf aðstoð sé þrískipt. Félagsþjónusta sem snýr að einfaldri aðstoð við heimilishald og félagsstarf og afþreyingu. Heilbrigðisþjónusta í formi heimahjúkrunar eða heilsugæslustöðva, endurhæfingar (ýmist á stöð eða í heimahúsi), eða læknis þjónusta sem er flóknari og krefst innlagnar eða eftirlits hjá sérfræðilæknum. Loks er þjónusta á hjúkrunarheimili þegar þjónustuþörfin er orðin meiri en svo að hægt sé að sinna henni í heimahúsi eða viðkomandi geti sótt hana út í bæ. Fyrri tveir þættirnir (félagsþjónusta og heilbrigðisþjónusta) eru ekki einstakar fyrir eldra fólk, við getum öll þurft á þessari þjónustu að halda óháð aldri, en flestir þeir sem búa á hjúkrunarheimilum eru aldraðir. Það sem snýr að félagsþjónustu er skipulagt og að mestu greitt af sveitarfélögum í landinu ( notendur greiða í mismiklum mæli). Það sem snýr að heilbrigðisþjónustu er greitt af ríkinu (og notendum í einhverjum mæli). Þegar kemur að hjúkrunarheimilum eru daggjöld greidd af ríkinu til stofnana sem eru reknar af sveitarfélögum, einkaaðilum, félagasamtökum, sjálfseignarstofnunum (stundum blöndu af þessu öllu) og í sumum tilfellum ríkinu sjálfu eða félögum eða stofnunum í þess eigu. Finnist einhverjum þetta flókið, kemur það ekki á óvart, því það er það! Ég hef lengi talað fyrir samþættingu þjónustu við eldra fólk. Að við byggjum ekki óþarfa veggi milli þjónustuþátta. Að við horfum á samfellu í þjónustu. Að henni sé stýrt og að ábyrgðin á veitingu hennar sé að sem mestu leiti á einni hendi. Mér finnst sveitarfélögin best til þess fallin að hafa stjórn á þjónustunni. Eins og með aðra nærþjónustu eiga þau að þekkja best hvar skóinn kreppir, hvar þörfin er og hvernig er best að tryggja góða nýtingu fjármagns, aðstöðu og mannafla. Umfram allt þarf þó þjónustan að vera á forsendum þess sem nýtir hana. Höfundur er þingmaður VG í Kraganum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Þór Gunnarsson Skoðun: Kosningar 2021 Eldri borgarar Alþingiskosningar 2021 Heilbrigðismál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Þjónusta við eldra fólk er ekki einfalt mál. Mest er það vegna þess að fólk er misjafnt með misjafnar þarfir. Fólk hefur líka mismunandi aðstæður og getu til að sækja sér þjónustu eða óska eftir henni. Þá hefur fólk og þeir sem standa því næst misjafnan áhuga og vilja til að fá þjónustu. Þá geta aðstæður þar sem fólk býr verið misjafnar; dreifbýli-þéttbýli; býr einn-býr ekki einn; stuðningshúsnæði- „venjulegt“ húsnæði; nálægt þjónustu-fjarri þjónustu. Þá getur stuðningur fjölskyldu, vina og umhverfis skipt miklu um þjónustuþörf og vilja. Allt eru þetta breytur sem við þekkjum, og mörg okkar hafa reynt. En sú breyta sem skiptir einna mestu máli m.t.t. þess að fá þjónustu er hver veitir hana , hver borgar og hver ber ábyrgð á henni. Í grófum dráttum má segja að þjónusta við eldra fólk sem þarf aðstoð sé þrískipt. Félagsþjónusta sem snýr að einfaldri aðstoð við heimilishald og félagsstarf og afþreyingu. Heilbrigðisþjónusta í formi heimahjúkrunar eða heilsugæslustöðva, endurhæfingar (ýmist á stöð eða í heimahúsi), eða læknis þjónusta sem er flóknari og krefst innlagnar eða eftirlits hjá sérfræðilæknum. Loks er þjónusta á hjúkrunarheimili þegar þjónustuþörfin er orðin meiri en svo að hægt sé að sinna henni í heimahúsi eða viðkomandi geti sótt hana út í bæ. Fyrri tveir þættirnir (félagsþjónusta og heilbrigðisþjónusta) eru ekki einstakar fyrir eldra fólk, við getum öll þurft á þessari þjónustu að halda óháð aldri, en flestir þeir sem búa á hjúkrunarheimilum eru aldraðir. Það sem snýr að félagsþjónustu er skipulagt og að mestu greitt af sveitarfélögum í landinu ( notendur greiða í mismiklum mæli). Það sem snýr að heilbrigðisþjónustu er greitt af ríkinu (og notendum í einhverjum mæli). Þegar kemur að hjúkrunarheimilum eru daggjöld greidd af ríkinu til stofnana sem eru reknar af sveitarfélögum, einkaaðilum, félagasamtökum, sjálfseignarstofnunum (stundum blöndu af þessu öllu) og í sumum tilfellum ríkinu sjálfu eða félögum eða stofnunum í þess eigu. Finnist einhverjum þetta flókið, kemur það ekki á óvart, því það er það! Ég hef lengi talað fyrir samþættingu þjónustu við eldra fólk. Að við byggjum ekki óþarfa veggi milli þjónustuþátta. Að við horfum á samfellu í þjónustu. Að henni sé stýrt og að ábyrgðin á veitingu hennar sé að sem mestu leiti á einni hendi. Mér finnst sveitarfélögin best til þess fallin að hafa stjórn á þjónustunni. Eins og með aðra nærþjónustu eiga þau að þekkja best hvar skóinn kreppir, hvar þörfin er og hvernig er best að tryggja góða nýtingu fjármagns, aðstöðu og mannafla. Umfram allt þarf þó þjónustan að vera á forsendum þess sem nýtir hana. Höfundur er þingmaður VG í Kraganum.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun