Kynferðisbrota- og heimilisofbeldismál verða ekki undir í vinnu Jóns Steinars Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. mars 2021 18:24 Dómsmálaráðherra segir ótrúlegt að fólk skuli tjá sig um mál án þess að vera kunnugt um staðreyndir. Vísir/Vilhelm Vinna Jóns Steinars Gunnlaugssonar fyrir dómsmálaráðuneytið mun ekki snúa að málaflokkum er varða kynferðisbrot eða heimilisofbeldi. Þetta staðfestir Áslaug Arna Sigurbjörsdóttir dómsmálaráðherra í samtali við Vísi. Dómsmálaráðherra hefur verið harðlega gagnrýndur í dag eftir að Fréttablaðið greindi frá því í morgun að hún hefði falið Jóni Steinari að skoða úrbætur í meðferð sakamála. Í fréttinni kom fram að verkefnið væri í mótun en snéri að tillögum um leiðir til að stytta málsmeðferðartíma í refsivörslukerfinu. Gagnrýnin hefur aðallega snúist um ýmis ummæli sem lögmaðurinn hefur látið falla um mál er snúa að kynferðisbrotum en hann hefur meðal annars talað gegn þeirri þróun að slakað sé á sönnunarkröfum og aukin áhersla lögð á vitnisburð brotaþola. „Ég get alveg sett mig í þeirra spor,“ segir Áslaug Arna, spurð að því hvort hún skilji afstöðu þeirra kvenna sem kunna að setja spurningamerki við valið á Jóni Steinari. „Verkin mín í þessum málum dæma sig sjálf og öll þau frumvörp og lagabreytingar, og breytingar á kerfinu, sem ég hef fylgt eftir og náð í gegn,“ bætir hún við. Staðreynd málsins sé hins vegar sú að Jóni Steinari sé falið að skoða hvernig stytta megi málsmeðferðartímann í efnahagsbrotamálum til hagsbóta fyrir alla. Spurð að því hvort hann muni þá ekki fjalla um ofangreinda málið svarar hún hreinlega: „Nei.“ Jón Steinar hefur verið umdeildur vegna annarra skoðana sinna, svo sem á hæstarétti og niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu í svokölluðu Landsréttarmáli. Ráðherra segir hins vegar reynslu hans á sviði efnahagsbrota hafa ráðið því að hann varð fyrir valinu. Mikilvægt er að huga að leiðum til að bæta réttarkerfið, gera það skilvirkara en gæta um leið fyllstu sanngirni gagnvart...Posted by Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir on Tuesday, March 9, 2021 Dómstólar Jafnréttismál Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Segja dómsmálaráðherra senda konum kaldar kveðjur Kvenréttindafélag Íslands og Stígamót segja Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra senda konum kaldar kveðjur með því að fela Jóni Steinari Gunnlaugssyni að vinna að nauðsynlegum umbótum í réttarkerfinu. 9. mars 2021 17:38 „Köld tuska sem dómsmálaráðherra hendir framan í almenning“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er hneyksluð á Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra sem samið hefur verið við Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmann og fyrrverandi dómara við Hæstarétt um aðstoð við vinnu ráðuneytisins að styttingu málsmeðferðartíma í refsivörslukerfinu. 9. mars 2021 14:41 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Dómsmálaráðherra hefur verið harðlega gagnrýndur í dag eftir að Fréttablaðið greindi frá því í morgun að hún hefði falið Jóni Steinari að skoða úrbætur í meðferð sakamála. Í fréttinni kom fram að verkefnið væri í mótun en snéri að tillögum um leiðir til að stytta málsmeðferðartíma í refsivörslukerfinu. Gagnrýnin hefur aðallega snúist um ýmis ummæli sem lögmaðurinn hefur látið falla um mál er snúa að kynferðisbrotum en hann hefur meðal annars talað gegn þeirri þróun að slakað sé á sönnunarkröfum og aukin áhersla lögð á vitnisburð brotaþola. „Ég get alveg sett mig í þeirra spor,“ segir Áslaug Arna, spurð að því hvort hún skilji afstöðu þeirra kvenna sem kunna að setja spurningamerki við valið á Jóni Steinari. „Verkin mín í þessum málum dæma sig sjálf og öll þau frumvörp og lagabreytingar, og breytingar á kerfinu, sem ég hef fylgt eftir og náð í gegn,“ bætir hún við. Staðreynd málsins sé hins vegar sú að Jóni Steinari sé falið að skoða hvernig stytta megi málsmeðferðartímann í efnahagsbrotamálum til hagsbóta fyrir alla. Spurð að því hvort hann muni þá ekki fjalla um ofangreinda málið svarar hún hreinlega: „Nei.“ Jón Steinar hefur verið umdeildur vegna annarra skoðana sinna, svo sem á hæstarétti og niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu í svokölluðu Landsréttarmáli. Ráðherra segir hins vegar reynslu hans á sviði efnahagsbrota hafa ráðið því að hann varð fyrir valinu. Mikilvægt er að huga að leiðum til að bæta réttarkerfið, gera það skilvirkara en gæta um leið fyllstu sanngirni gagnvart...Posted by Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir on Tuesday, March 9, 2021
Dómstólar Jafnréttismál Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Segja dómsmálaráðherra senda konum kaldar kveðjur Kvenréttindafélag Íslands og Stígamót segja Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra senda konum kaldar kveðjur með því að fela Jóni Steinari Gunnlaugssyni að vinna að nauðsynlegum umbótum í réttarkerfinu. 9. mars 2021 17:38 „Köld tuska sem dómsmálaráðherra hendir framan í almenning“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er hneyksluð á Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra sem samið hefur verið við Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmann og fyrrverandi dómara við Hæstarétt um aðstoð við vinnu ráðuneytisins að styttingu málsmeðferðartíma í refsivörslukerfinu. 9. mars 2021 14:41 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Segja dómsmálaráðherra senda konum kaldar kveðjur Kvenréttindafélag Íslands og Stígamót segja Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra senda konum kaldar kveðjur með því að fela Jóni Steinari Gunnlaugssyni að vinna að nauðsynlegum umbótum í réttarkerfinu. 9. mars 2021 17:38
„Köld tuska sem dómsmálaráðherra hendir framan í almenning“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er hneyksluð á Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra sem samið hefur verið við Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmann og fyrrverandi dómara við Hæstarétt um aðstoð við vinnu ráðuneytisins að styttingu málsmeðferðartíma í refsivörslukerfinu. 9. mars 2021 14:41