Þorsteinn Már kærir Jóhannes vegna „fullyrðinga um tilraun til manndráps“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. mars 2021 16:48 Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja og Jóhannes Stefánsson, uppljóstrari í Samherjamálinu. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hefur lagt fram kæru hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á hendur Jóhannesi Stefánssyni uppljóstrara fyrir „rangar sakargiftir vegna fullyrðinga um tilraun til manndráps og frelsissviptingar.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samherja nú síðdegis. Fram kemur í tilkynningu að lögmaður Samherja hafi lagt fram kæruna í morgun. Tilefni hennar eru sögð „ýmis ummæli sem Jóhannes eða fólk á hans vegum“ hefur látið falla í fjölmiðlum vegna fjársöfnunar. Blásið var til söfnunarinnar til að fjármagna læknisaðstoð sem Jóhannes kveðst þurfa vegna eitrunar. Samherji vísar til þess í tilkynningu að á vefsíðu söfnunarinnar sé Jóhannes sagður fórnarlamb manndrápstilraunar í Höfðaborg í Suður-Afríku snemma árs 2017. Einnig er vísað til fréttaflutnings af söfnuninni, þar sem Jóhannes segir fyrrverandi vinnuveitanda sinn hafa verið meðvitaðan um hina meintu eitrun auk þess sem hann hafi sagst þurft að þola „tilraunir til mannráns oftar en einu sinni“. Samherji túlkar orð Jóhannesar á þann veg að hann gefi í skyn að Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, tengist á einhvern hátt hinni meintu eitrun og meintum tilraunum til að nema hann á brott. „Þannig virðist Jóhannes vera að reyna að koma því til leiðar að forstjóri Samherja verði sakaður um þessi brot, þ.e. tilraun til manndráps og tilraun til frelsissviptingar eða einhvers konar hlutdeild eða tengsl við slík brot. Með þessu kunni Jóhannes að hafa gerst sekur um rangar sakargiftir í garð Þorsteins Más Baldvinssonar. Er þess krafist að lögreglurannsókn verði hafin, tekin verði skýrsla af Jóhannesi og gagna aflað frá suður-afrískum lögregluyfirvöldum. Þá er lögreglunni bent á það gæti talist eðlilegt að rannsaka í leiðinni hvort fjársvik hafi verið framin í tengslum við fjársöfnunina sem áður er getið,“ segir í tilkynningu Samherja. Óljóst er hvort ummæli og fullyrðingar Jóhannesar sem Samherji vísar til geti fallið undir ákvæði laga um rangar sakargiftir. Gunnar Ingi Jóhannsson lögmaður segir í samtali við Vísi að rangar sakargiftir í lagalegum skilningi vísi til þess þegar einhver reyni að fá annan mann sakfelldan eða dæmdan fyrir verknað með rangri kæru eða röngum framburði fyrir dómi eða hjá lögreglu, svo dæmi sé tekið. Samherji vísar í tilkynningu sinni eingöngu til ummæla Jóhannesar í fjölmiðlum. Samherjaskjölin Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu að lögmaður Samherja hafi lagt fram kæruna í morgun. Tilefni hennar eru sögð „ýmis ummæli sem Jóhannes eða fólk á hans vegum“ hefur látið falla í fjölmiðlum vegna fjársöfnunar. Blásið var til söfnunarinnar til að fjármagna læknisaðstoð sem Jóhannes kveðst þurfa vegna eitrunar. Samherji vísar til þess í tilkynningu að á vefsíðu söfnunarinnar sé Jóhannes sagður fórnarlamb manndrápstilraunar í Höfðaborg í Suður-Afríku snemma árs 2017. Einnig er vísað til fréttaflutnings af söfnuninni, þar sem Jóhannes segir fyrrverandi vinnuveitanda sinn hafa verið meðvitaðan um hina meintu eitrun auk þess sem hann hafi sagst þurft að þola „tilraunir til mannráns oftar en einu sinni“. Samherji túlkar orð Jóhannesar á þann veg að hann gefi í skyn að Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, tengist á einhvern hátt hinni meintu eitrun og meintum tilraunum til að nema hann á brott. „Þannig virðist Jóhannes vera að reyna að koma því til leiðar að forstjóri Samherja verði sakaður um þessi brot, þ.e. tilraun til manndráps og tilraun til frelsissviptingar eða einhvers konar hlutdeild eða tengsl við slík brot. Með þessu kunni Jóhannes að hafa gerst sekur um rangar sakargiftir í garð Þorsteins Más Baldvinssonar. Er þess krafist að lögreglurannsókn verði hafin, tekin verði skýrsla af Jóhannesi og gagna aflað frá suður-afrískum lögregluyfirvöldum. Þá er lögreglunni bent á það gæti talist eðlilegt að rannsaka í leiðinni hvort fjársvik hafi verið framin í tengslum við fjársöfnunina sem áður er getið,“ segir í tilkynningu Samherja. Óljóst er hvort ummæli og fullyrðingar Jóhannesar sem Samherji vísar til geti fallið undir ákvæði laga um rangar sakargiftir. Gunnar Ingi Jóhannsson lögmaður segir í samtali við Vísi að rangar sakargiftir í lagalegum skilningi vísi til þess þegar einhver reyni að fá annan mann sakfelldan eða dæmdan fyrir verknað með rangri kæru eða röngum framburði fyrir dómi eða hjá lögreglu, svo dæmi sé tekið. Samherji vísar í tilkynningu sinni eingöngu til ummæla Jóhannesar í fjölmiðlum.
Samherjaskjölin Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira