Listaverk Margeirs Dire heitins komið heim í portið á Prikinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. mars 2021 15:35 Skýlið á leið í portið. Prikið Strætóskýli sem verið hefur við Njarðargötu í Reykjavík hefur fengið nýtt heimili í Bankastræti. Nánar tiltekið á kaffihúsinu Prikinu þar sem því hefur verið komið fyrir í porti staðarins sem snýr út að Ingólfsstræti. Á skýlið er málað listaverk eftir fastagest á Prikinu sem féll frá langt fyrir aldur fram. Greint er frá tíðindunum á Facebook-síðu Priksins þar sem segir að forsvarsmenn Priksins hafi tekið eftir þessu gamalgróna strætóskýli við Njarðargötu. Skýlið sé merkilegt fyrir þær sakir að það hýsi andlitsmynd málaða af listamanninum Margeiri Dire. Strætóskýlið gamalgróna með listaverki Margeirs Dire.Prikið Margeir Dire Sigurðsson var myndlistarmaður sem féll frá rétt tæplega 34 ára í apríl 2019. Hann var þekktur fyrir myndsköpun í mismunandi miðla svo sem vegglistaverk, strigamálverk, teikningar, video, tónlist, hönnun og listræna stjórnun. Margeir hélt fjölda einkasýninga og tók þátt í allskyns samsýningum og samstarfsverkefnum. Forsvarsmenn Priksins segja Prikið hafa verið heimavöll Margeirs og sé enn. „Vöktum við athygli á málefninu og kom upp sú hugmynd að við gætum fengið skýlið til varðveislu í portinu okkar, sem hefur verið óformlegur sýningarsalur veggjalistar í miðborginni undanfarin áratug. Það gekk gríðarlega vel fyrir sig og kunnum við Reykjavíkurborg bestu þakkir fyrir liðleikann og samstarfið,“ segir í færslunni. Strætóskýlið komið í miðbæinn.Prikið „Skýlið er komið á sinn heimastað í bili, heimavöllur Margeirs var og er ennþá Prikið Bankastræti. Munum við gæta þess og halda við. Einnig verður sett verður plexiglers-plata yfir álverkið til að halda verkinu öruggu. Komið og fáið ykkur kaffibolla með honum í portinu. Við sjáumst hér og Margeir að eilífu.“ Skýlið hýft upp af flutningabílnum.Prikið Geoffrey Huntington-Williams (til hægri) ásamt Helga Gestssyni fastakúnna á Prikinu til 45 ára.Prikið Strætó Veitingastaðir Myndlist Styttur og útilistaverk Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
Greint er frá tíðindunum á Facebook-síðu Priksins þar sem segir að forsvarsmenn Priksins hafi tekið eftir þessu gamalgróna strætóskýli við Njarðargötu. Skýlið sé merkilegt fyrir þær sakir að það hýsi andlitsmynd málaða af listamanninum Margeiri Dire. Strætóskýlið gamalgróna með listaverki Margeirs Dire.Prikið Margeir Dire Sigurðsson var myndlistarmaður sem féll frá rétt tæplega 34 ára í apríl 2019. Hann var þekktur fyrir myndsköpun í mismunandi miðla svo sem vegglistaverk, strigamálverk, teikningar, video, tónlist, hönnun og listræna stjórnun. Margeir hélt fjölda einkasýninga og tók þátt í allskyns samsýningum og samstarfsverkefnum. Forsvarsmenn Priksins segja Prikið hafa verið heimavöll Margeirs og sé enn. „Vöktum við athygli á málefninu og kom upp sú hugmynd að við gætum fengið skýlið til varðveislu í portinu okkar, sem hefur verið óformlegur sýningarsalur veggjalistar í miðborginni undanfarin áratug. Það gekk gríðarlega vel fyrir sig og kunnum við Reykjavíkurborg bestu þakkir fyrir liðleikann og samstarfið,“ segir í færslunni. Strætóskýlið komið í miðbæinn.Prikið „Skýlið er komið á sinn heimastað í bili, heimavöllur Margeirs var og er ennþá Prikið Bankastræti. Munum við gæta þess og halda við. Einnig verður sett verður plexiglers-plata yfir álverkið til að halda verkinu öruggu. Komið og fáið ykkur kaffibolla með honum í portinu. Við sjáumst hér og Margeir að eilífu.“ Skýlið hýft upp af flutningabílnum.Prikið Geoffrey Huntington-Williams (til hægri) ásamt Helga Gestssyni fastakúnna á Prikinu til 45 ára.Prikið
Strætó Veitingastaðir Myndlist Styttur og útilistaverk Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira