Sér fram á að á annað hundrað verði í sóttkví í lok dags Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. mars 2021 15:25 Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna. Vísir/Egill Smitrakningarteymi almannavarna er nú önnum kafið við að ná utan um alla þá sem gætu hafa orðið útsettir fyrir smiti vegna þeirra tveggja sem greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar í gær. Þegar Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður teymisins, var spurður hversu margir væru útsettir fyrir smiti svaraði hann því til að erfitt væri að segja til um nákvæma tölu því hún gæti tekið breytingum í ljósi þess að rakningarvinnan væri enn í fullum gangi. Hann sagðist þó sjá fram á að undir lok dags væru á annað hundrað manns komnir í sóttkví. Þegar hafa þrjátíu starfsmenn Hagkaups í Garðabæ þurft að fara í sóttkví eftir smit starfsmanns. Öllu færri þurftu þó að fara í sóttkví vegna starfsmanns Pizzunnar í Núpalind í Kópavogi eða tíu talsins. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að sóttvarnayfirvöld taki málið sérstaklega föstum tökum og að fleiri myndu fara í sóttkví og sýnatöku vegna málsins en undir öðrum kringumstæðum í ljósi þess að breska afbrigði veirunnar er meira smitandi en önnur. Sjá nánar: Tengjast öðrum þeirra sem greindist um helgina Jóhann Björn tók undir þetta en bætti líka við að sérstaklega sé tekið hart á málinu vegna þess að rakningarteymið sjái mögulega fram á að ná að girða fyrir hópsýkinguna og ná aftur þeim góða árangri sem landsmenn nutu fyrir kórónuveirutilfelli helgarinnar. „Við reynum allt sem við getum til þess.“ Jóhann Björn kvaðst aðspurður hafa verið vongóður í byrjun dags en að svartsýnin láti alltaf á sér kræla með hverju nýju smiti sem sé utan sóttkvíar. Það sé aftur á móti jákvætt að rakningarteyminu hafi tekist að rekja þau fjögur smit sem greinst hafa utan sóttkvíar frá því á föstudag. Þeir tveir sem greindust með veiruna í gær utan sóttkvíar sóttust sjálfir eftir sýnatöku og rakningarteymið fann í kjölfarið tengingu á milli þeirra og annars þeirra tveggja sem greindust utan sóttkvíar um helgina. Jóhann Björn segir lykilatriði að fólk fari tafarlaust í sýnatöku um leið og það finni fyrir einkennum. Þá sé mun auðveldara að bregðast við. „…í stað þess að láta hjá líða að fara í sýnatöku. Velgengnin byggist á þessu samstarfi.“ Jóhann bendir á að afkastagetan á Suðurlandsbrautinni sé afar góð. Litlar sem engar raðir hafi myndast. Samvinna fólksins í landinu sé afar þýðingarmikil. Það sama gildi um forsvarsmenn viðburða. „Það er afar mikilvægt á svona viðburðum að halda skráningu til haga og að allir séu meðvitaðir um tilgang hennar. Það skiptir máli þegar svona kemur upp.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Tengdar fréttir Tengjast öðrum þeirra sem greindist um helgina og líklega með breska afbrigðið Þeir tveir sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, og voru ekki í sóttkví, tengjast öðrum þeirra sem greindist með veiruna um helgina. Gengið er út frá því að hinir tveir nýgreindu séu með breska afbrigði veirunnar, líkt og þeir sem greindust dagana á undan. 9. mars 2021 12:29 Um þrjátíu starfsmenn Hagkaups í sóttkví Um þrjátíu starfsmenn Hagkaups í Garðabæ eru nú í sóttkví eftir að starfsmaður þar greindist smitaður af kórónuveirunni í gærkvöldi. 9. mars 2021 13:34 Starfsmaður Pizzunnar í Núpalind smitaður og tíu í sóttkví Allir starfsmenn Pizzunnar í Núpalind í Kópavogi, um tíu talsins, eru komnir í sóttkví eftir að starfsmaður greindist með kórónuveiruna um helgina. Starfsmaðurinn er pítsusendill og fór með nokkrar pítsur til viðskiptavina. 9. mars 2021 14:59 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi Sjá meira
Þegar Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður teymisins, var spurður hversu margir væru útsettir fyrir smiti svaraði hann því til að erfitt væri að segja til um nákvæma tölu því hún gæti tekið breytingum í ljósi þess að rakningarvinnan væri enn í fullum gangi. Hann sagðist þó sjá fram á að undir lok dags væru á annað hundrað manns komnir í sóttkví. Þegar hafa þrjátíu starfsmenn Hagkaups í Garðabæ þurft að fara í sóttkví eftir smit starfsmanns. Öllu færri þurftu þó að fara í sóttkví vegna starfsmanns Pizzunnar í Núpalind í Kópavogi eða tíu talsins. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að sóttvarnayfirvöld taki málið sérstaklega föstum tökum og að fleiri myndu fara í sóttkví og sýnatöku vegna málsins en undir öðrum kringumstæðum í ljósi þess að breska afbrigði veirunnar er meira smitandi en önnur. Sjá nánar: Tengjast öðrum þeirra sem greindist um helgina Jóhann Björn tók undir þetta en bætti líka við að sérstaklega sé tekið hart á málinu vegna þess að rakningarteymið sjái mögulega fram á að ná að girða fyrir hópsýkinguna og ná aftur þeim góða árangri sem landsmenn nutu fyrir kórónuveirutilfelli helgarinnar. „Við reynum allt sem við getum til þess.“ Jóhann Björn kvaðst aðspurður hafa verið vongóður í byrjun dags en að svartsýnin láti alltaf á sér kræla með hverju nýju smiti sem sé utan sóttkvíar. Það sé aftur á móti jákvætt að rakningarteyminu hafi tekist að rekja þau fjögur smit sem greinst hafa utan sóttkvíar frá því á föstudag. Þeir tveir sem greindust með veiruna í gær utan sóttkvíar sóttust sjálfir eftir sýnatöku og rakningarteymið fann í kjölfarið tengingu á milli þeirra og annars þeirra tveggja sem greindust utan sóttkvíar um helgina. Jóhann Björn segir lykilatriði að fólk fari tafarlaust í sýnatöku um leið og það finni fyrir einkennum. Þá sé mun auðveldara að bregðast við. „…í stað þess að láta hjá líða að fara í sýnatöku. Velgengnin byggist á þessu samstarfi.“ Jóhann bendir á að afkastagetan á Suðurlandsbrautinni sé afar góð. Litlar sem engar raðir hafi myndast. Samvinna fólksins í landinu sé afar þýðingarmikil. Það sama gildi um forsvarsmenn viðburða. „Það er afar mikilvægt á svona viðburðum að halda skráningu til haga og að allir séu meðvitaðir um tilgang hennar. Það skiptir máli þegar svona kemur upp.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Tengdar fréttir Tengjast öðrum þeirra sem greindist um helgina og líklega með breska afbrigðið Þeir tveir sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, og voru ekki í sóttkví, tengjast öðrum þeirra sem greindist með veiruna um helgina. Gengið er út frá því að hinir tveir nýgreindu séu með breska afbrigði veirunnar, líkt og þeir sem greindust dagana á undan. 9. mars 2021 12:29 Um þrjátíu starfsmenn Hagkaups í sóttkví Um þrjátíu starfsmenn Hagkaups í Garðabæ eru nú í sóttkví eftir að starfsmaður þar greindist smitaður af kórónuveirunni í gærkvöldi. 9. mars 2021 13:34 Starfsmaður Pizzunnar í Núpalind smitaður og tíu í sóttkví Allir starfsmenn Pizzunnar í Núpalind í Kópavogi, um tíu talsins, eru komnir í sóttkví eftir að starfsmaður greindist með kórónuveiruna um helgina. Starfsmaðurinn er pítsusendill og fór með nokkrar pítsur til viðskiptavina. 9. mars 2021 14:59 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi Sjá meira
Tengjast öðrum þeirra sem greindist um helgina og líklega með breska afbrigðið Þeir tveir sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, og voru ekki í sóttkví, tengjast öðrum þeirra sem greindist með veiruna um helgina. Gengið er út frá því að hinir tveir nýgreindu séu með breska afbrigði veirunnar, líkt og þeir sem greindust dagana á undan. 9. mars 2021 12:29
Um þrjátíu starfsmenn Hagkaups í sóttkví Um þrjátíu starfsmenn Hagkaups í Garðabæ eru nú í sóttkví eftir að starfsmaður þar greindist smitaður af kórónuveirunni í gærkvöldi. 9. mars 2021 13:34
Starfsmaður Pizzunnar í Núpalind smitaður og tíu í sóttkví Allir starfsmenn Pizzunnar í Núpalind í Kópavogi, um tíu talsins, eru komnir í sóttkví eftir að starfsmaður greindist með kórónuveiruna um helgina. Starfsmaðurinn er pítsusendill og fór með nokkrar pítsur til viðskiptavina. 9. mars 2021 14:59