Lokaskotið: Hnífjöfn barátta um úrslitakeppni og FH gæti endað án stiga Sindri Sverrisson skrifar 9. mars 2021 23:01 Sunneva Einarsdóttir og Þorgerður Anna Atladóttir fóru yfir stöðuna í Olís-deildinni. Stöð 2 Sport Nú eru aðeins þrjár umferðir eftir af Olís-deild kvenna í handbolta áður en sex liða úrslitakeppni tekur við. Sérfræðingar Seinni bylgjunnar rýndu í mögulegar útkomur úr lokaumferðunum. Baráttan um deildarmeistaratitilinn er á milli KA/Þórs og Fram. Akureyringar eru einu stigi ofar en liðin mætast í Safamýri í lokaumferðinni, 5. apríl. HK er sem stendur í 7. sæti og utan úrslitakeppninnar, aðeins einu stigi á eftir Haukum og Stjörnunni. „Ég held að þetta verði bara svona. Það er mín spá,“ sagði Sunneva Einarsdóttir. „Þetta er spurning með Hauka eða HK,“ sagði Þorgerður Anna Atladóttir og bætti við: „Það getur allt gerst. Það er fáránlega erfitt að spá fyrir um þetta.“ Innslagið úr Seinni bylgjunni má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Lokaskotið Auk toppslagsins á milli Fram og KA/Þórs þá eiga Haukar og HK líka eftir að mætast í næstsíðustu umferð, og Haukar og Stjarnan í lokaumferðinni. „Þetta verður virkilega spennandi í síðustu leikjunum. Það er alltaf erfitt að spá, fyrir hverja einustu umferð,“ sagði Sunneva. Ósammála um hvort slæmt sé að sitja hjá Í úrslitakeppninni mætast fyrst liðin í 3. og 6. sæti, og liðin í 4. og 5. sæti. Efstu tvö liðin sitja sem sagt hjá. Sérfræðingarnir voru ekki alveg sammála um hvort það væri því gott eða slæmt að lenda í 2. sæti og þurfa að halda sér alfarið við með æfingum á meðan að önnur lið spila. Sunneva var ekki á því að það væri verra að sitja hjá: „En ég skil alveg um hvað þið eruð að tala. Það er skrýtið að fara aftur í 40 daga pásu.“ Á botni deildarinnar situr FH sem hefur ekki enn fengi stig á tímabilinu. „FH á Val, Fram og ÍBV eftir. Þarna er mögulega lið að fara í gegnum deildina án þess að fá eitt einasta stig,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir þáttastjórnandi. „Það er sorglegt, því það hefði átt að gerast í síðustu umferð,“ sagði Þorgerður, og vísaði til grátlegs taps FH gegn HK. Seinni bylgjan Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Sjáðu draumamark Kristínar sem tryggði HK eins marks sigur á FH Fyrsta leik dagsins í Olís deild kvenna er lokið. HK marði þá stigalaust botnlið FH með eins marks mun, lokatölur 23-24 í Kaplakrika í Hafnafirði í dag. Sigurmarkið var stórglæsilegt og kom í síðustu sókn leiksins. 6. mars 2021 15:25 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Baráttan um deildarmeistaratitilinn er á milli KA/Þórs og Fram. Akureyringar eru einu stigi ofar en liðin mætast í Safamýri í lokaumferðinni, 5. apríl. HK er sem stendur í 7. sæti og utan úrslitakeppninnar, aðeins einu stigi á eftir Haukum og Stjörnunni. „Ég held að þetta verði bara svona. Það er mín spá,“ sagði Sunneva Einarsdóttir. „Þetta er spurning með Hauka eða HK,“ sagði Þorgerður Anna Atladóttir og bætti við: „Það getur allt gerst. Það er fáránlega erfitt að spá fyrir um þetta.“ Innslagið úr Seinni bylgjunni má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Lokaskotið Auk toppslagsins á milli Fram og KA/Þórs þá eiga Haukar og HK líka eftir að mætast í næstsíðustu umferð, og Haukar og Stjarnan í lokaumferðinni. „Þetta verður virkilega spennandi í síðustu leikjunum. Það er alltaf erfitt að spá, fyrir hverja einustu umferð,“ sagði Sunneva. Ósammála um hvort slæmt sé að sitja hjá Í úrslitakeppninni mætast fyrst liðin í 3. og 6. sæti, og liðin í 4. og 5. sæti. Efstu tvö liðin sitja sem sagt hjá. Sérfræðingarnir voru ekki alveg sammála um hvort það væri því gott eða slæmt að lenda í 2. sæti og þurfa að halda sér alfarið við með æfingum á meðan að önnur lið spila. Sunneva var ekki á því að það væri verra að sitja hjá: „En ég skil alveg um hvað þið eruð að tala. Það er skrýtið að fara aftur í 40 daga pásu.“ Á botni deildarinnar situr FH sem hefur ekki enn fengi stig á tímabilinu. „FH á Val, Fram og ÍBV eftir. Þarna er mögulega lið að fara í gegnum deildina án þess að fá eitt einasta stig,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir þáttastjórnandi. „Það er sorglegt, því það hefði átt að gerast í síðustu umferð,“ sagði Þorgerður, og vísaði til grátlegs taps FH gegn HK.
Seinni bylgjan Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Sjáðu draumamark Kristínar sem tryggði HK eins marks sigur á FH Fyrsta leik dagsins í Olís deild kvenna er lokið. HK marði þá stigalaust botnlið FH með eins marks mun, lokatölur 23-24 í Kaplakrika í Hafnafirði í dag. Sigurmarkið var stórglæsilegt og kom í síðustu sókn leiksins. 6. mars 2021 15:25 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Sjáðu draumamark Kristínar sem tryggði HK eins marks sigur á FH Fyrsta leik dagsins í Olís deild kvenna er lokið. HK marði þá stigalaust botnlið FH með eins marks mun, lokatölur 23-24 í Kaplakrika í Hafnafirði í dag. Sigurmarkið var stórglæsilegt og kom í síðustu sókn leiksins. 6. mars 2021 15:25