Jarðhræringar á Reykjanesi: Kvikan á um eins kílómetra dýpi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. mars 2021 18:30 Aðeins hefur dregið úr jarðskjálftavirkni á Reykjanesi frá því á miðnætti en sérfræðingar telja þó jarðskjálftavirknina ekki í rénun. Kvikan sem ferðast á milli í kvikuganginum sem hefur myndast við Fagradalsfjall er að mati sérfræðinga á um eins kílómetra dýpi. Spenna sem hefur verið að losna á þessu svæði með snörpum jarðskjálftum eins og um helgina hefur aukið skjálftavirkni sitthvoru megin við kvikuganginn vegna spennubreytinga. Svokallaði gikkskjálftar. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands segir stöðuna í raun óbreytta frá síðustu dögum. „Þannig að það er þessi kvikugangur að myndast þarna í Fagradalsfjalli og hann er smám saman að stækka en það hefur helst dregið úr þessum hraða á stækkuninni. Svo sjáum við líka að hann er að grynnast,“ Segir Kristín. Vísindaráð almannavarna fundað í dag þar sem staða atburðarins var metin og rýnt í gögn sem hafa borist síðasta sólarhringinn. Áfram er talið að ef til goss kemur yrði það á sprungu einhverstaðar á því svæði sem afmarkast af Fagradalsfjalli og Keili. Engin merki eru um kvikuhreyfingar annarsstaðar. Hversu djúpt er kvikan í þessum kvikugangi sem þarna ferðast á milli? „Hún virðist vera á svona eins kílómetra dýpi,“ segir Kristín. Getið þið sagt til um hversu hratt eldgos gæti brotist út? „Nei, það er erfitt að segja til um það en við verðum bara að vera við öllum búin,“ segir Kristín. Nýtt kort frá Veðurstofu Íslands sem sýnir jarðskjálftavirkni við kvikuganginn undir Fagradalsfjalli.Veðurstofa Íslands Mælakerfi Veðurstofu Íslands hefur verið þétt verulega síðustu daga til þess að hægt sé að greina betur hreyfingar á svæðinu. Það að kvikugangurinn sé að stækka hefur það einhver áhrif á það hversu mikið hraun kemur upp komi til eldgos? „Nei en það eru einhver líkindi á hversu mikið kemur upp bara miðað við það sem við þekkjum um gos á þessu svæði. Á næsta Vísindaráðsfundi þá ætlum við einmitt að fara betur yfir þessi hraunflæðilíkön og þessar hraunsviðsmyndir,“ segir Kristín. Vísindaráð metur það sem svo að búast megi við því að virknin á Reykjanesskaga verði kaflaskipt næstu daga. Gera þurfi ráð fyrir því að ef kvikugangurinn heldur áfram að myndast næstu daga og vikur sé von á sambærilegum jarðskjálftahviðum og urðu um liðna helgi og olli skemmdum meðal annars í Svarstengi. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Sjá meira
Spenna sem hefur verið að losna á þessu svæði með snörpum jarðskjálftum eins og um helgina hefur aukið skjálftavirkni sitthvoru megin við kvikuganginn vegna spennubreytinga. Svokallaði gikkskjálftar. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands segir stöðuna í raun óbreytta frá síðustu dögum. „Þannig að það er þessi kvikugangur að myndast þarna í Fagradalsfjalli og hann er smám saman að stækka en það hefur helst dregið úr þessum hraða á stækkuninni. Svo sjáum við líka að hann er að grynnast,“ Segir Kristín. Vísindaráð almannavarna fundað í dag þar sem staða atburðarins var metin og rýnt í gögn sem hafa borist síðasta sólarhringinn. Áfram er talið að ef til goss kemur yrði það á sprungu einhverstaðar á því svæði sem afmarkast af Fagradalsfjalli og Keili. Engin merki eru um kvikuhreyfingar annarsstaðar. Hversu djúpt er kvikan í þessum kvikugangi sem þarna ferðast á milli? „Hún virðist vera á svona eins kílómetra dýpi,“ segir Kristín. Getið þið sagt til um hversu hratt eldgos gæti brotist út? „Nei, það er erfitt að segja til um það en við verðum bara að vera við öllum búin,“ segir Kristín. Nýtt kort frá Veðurstofu Íslands sem sýnir jarðskjálftavirkni við kvikuganginn undir Fagradalsfjalli.Veðurstofa Íslands Mælakerfi Veðurstofu Íslands hefur verið þétt verulega síðustu daga til þess að hægt sé að greina betur hreyfingar á svæðinu. Það að kvikugangurinn sé að stækka hefur það einhver áhrif á það hversu mikið hraun kemur upp komi til eldgos? „Nei en það eru einhver líkindi á hversu mikið kemur upp bara miðað við það sem við þekkjum um gos á þessu svæði. Á næsta Vísindaráðsfundi þá ætlum við einmitt að fara betur yfir þessi hraunflæðilíkön og þessar hraunsviðsmyndir,“ segir Kristín. Vísindaráð metur það sem svo að búast megi við því að virknin á Reykjanesskaga verði kaflaskipt næstu daga. Gera þurfi ráð fyrir því að ef kvikugangurinn heldur áfram að myndast næstu daga og vikur sé von á sambærilegum jarðskjálftahviðum og urðu um liðna helgi og olli skemmdum meðal annars í Svarstengi.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Sjá meira