Jarðhræringar á Reykjanesi: Kvikan á um eins kílómetra dýpi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. mars 2021 18:30 Aðeins hefur dregið úr jarðskjálftavirkni á Reykjanesi frá því á miðnætti en sérfræðingar telja þó jarðskjálftavirknina ekki í rénun. Kvikan sem ferðast á milli í kvikuganginum sem hefur myndast við Fagradalsfjall er að mati sérfræðinga á um eins kílómetra dýpi. Spenna sem hefur verið að losna á þessu svæði með snörpum jarðskjálftum eins og um helgina hefur aukið skjálftavirkni sitthvoru megin við kvikuganginn vegna spennubreytinga. Svokallaði gikkskjálftar. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands segir stöðuna í raun óbreytta frá síðustu dögum. „Þannig að það er þessi kvikugangur að myndast þarna í Fagradalsfjalli og hann er smám saman að stækka en það hefur helst dregið úr þessum hraða á stækkuninni. Svo sjáum við líka að hann er að grynnast,“ Segir Kristín. Vísindaráð almannavarna fundað í dag þar sem staða atburðarins var metin og rýnt í gögn sem hafa borist síðasta sólarhringinn. Áfram er talið að ef til goss kemur yrði það á sprungu einhverstaðar á því svæði sem afmarkast af Fagradalsfjalli og Keili. Engin merki eru um kvikuhreyfingar annarsstaðar. Hversu djúpt er kvikan í þessum kvikugangi sem þarna ferðast á milli? „Hún virðist vera á svona eins kílómetra dýpi,“ segir Kristín. Getið þið sagt til um hversu hratt eldgos gæti brotist út? „Nei, það er erfitt að segja til um það en við verðum bara að vera við öllum búin,“ segir Kristín. Nýtt kort frá Veðurstofu Íslands sem sýnir jarðskjálftavirkni við kvikuganginn undir Fagradalsfjalli.Veðurstofa Íslands Mælakerfi Veðurstofu Íslands hefur verið þétt verulega síðustu daga til þess að hægt sé að greina betur hreyfingar á svæðinu. Það að kvikugangurinn sé að stækka hefur það einhver áhrif á það hversu mikið hraun kemur upp komi til eldgos? „Nei en það eru einhver líkindi á hversu mikið kemur upp bara miðað við það sem við þekkjum um gos á þessu svæði. Á næsta Vísindaráðsfundi þá ætlum við einmitt að fara betur yfir þessi hraunflæðilíkön og þessar hraunsviðsmyndir,“ segir Kristín. Vísindaráð metur það sem svo að búast megi við því að virknin á Reykjanesskaga verði kaflaskipt næstu daga. Gera þurfi ráð fyrir því að ef kvikugangurinn heldur áfram að myndast næstu daga og vikur sé von á sambærilegum jarðskjálftahviðum og urðu um liðna helgi og olli skemmdum meðal annars í Svarstengi. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Spenna sem hefur verið að losna á þessu svæði með snörpum jarðskjálftum eins og um helgina hefur aukið skjálftavirkni sitthvoru megin við kvikuganginn vegna spennubreytinga. Svokallaði gikkskjálftar. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands segir stöðuna í raun óbreytta frá síðustu dögum. „Þannig að það er þessi kvikugangur að myndast þarna í Fagradalsfjalli og hann er smám saman að stækka en það hefur helst dregið úr þessum hraða á stækkuninni. Svo sjáum við líka að hann er að grynnast,“ Segir Kristín. Vísindaráð almannavarna fundað í dag þar sem staða atburðarins var metin og rýnt í gögn sem hafa borist síðasta sólarhringinn. Áfram er talið að ef til goss kemur yrði það á sprungu einhverstaðar á því svæði sem afmarkast af Fagradalsfjalli og Keili. Engin merki eru um kvikuhreyfingar annarsstaðar. Hversu djúpt er kvikan í þessum kvikugangi sem þarna ferðast á milli? „Hún virðist vera á svona eins kílómetra dýpi,“ segir Kristín. Getið þið sagt til um hversu hratt eldgos gæti brotist út? „Nei, það er erfitt að segja til um það en við verðum bara að vera við öllum búin,“ segir Kristín. Nýtt kort frá Veðurstofu Íslands sem sýnir jarðskjálftavirkni við kvikuganginn undir Fagradalsfjalli.Veðurstofa Íslands Mælakerfi Veðurstofu Íslands hefur verið þétt verulega síðustu daga til þess að hægt sé að greina betur hreyfingar á svæðinu. Það að kvikugangurinn sé að stækka hefur það einhver áhrif á það hversu mikið hraun kemur upp komi til eldgos? „Nei en það eru einhver líkindi á hversu mikið kemur upp bara miðað við það sem við þekkjum um gos á þessu svæði. Á næsta Vísindaráðsfundi þá ætlum við einmitt að fara betur yfir þessi hraunflæðilíkön og þessar hraunsviðsmyndir,“ segir Kristín. Vísindaráð metur það sem svo að búast megi við því að virknin á Reykjanesskaga verði kaflaskipt næstu daga. Gera þurfi ráð fyrir því að ef kvikugangurinn heldur áfram að myndast næstu daga og vikur sé von á sambærilegum jarðskjálftahviðum og urðu um liðna helgi og olli skemmdum meðal annars í Svarstengi.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira