Innlent

Ákveðin vonbrigði og áminning

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. vísir/Vilhelm

„Þetta eru ákveðin vonbrigði en minnir okkur á að það þarf mjög lítið til þess að hlutirnir fari af stað,“ segir Svandís Svavarsdóttir, um innanlandssmitin sem greindust um helgina.

„En við eigum eftir að sjá hvernig við náum utan um þetta; hvort þetta er afmarkað viðfangsefni eða hvort þetta er hópsmit eða upphafið af nýrri bylgju,“ segir hún og ítrekar að landsmenn þurfi að fara varlega um þessar mundir.

„Það skiptir mjög miklu máli núna fyrir okkur öll að gæta vel að persónulegum sóttvörnum sem við kunnum svo vel. Passa upp á fjarlægð, þvo hendur og spritta og gæta að okkur.“

Svandís vonar að þetta marki ekki upphaf nýrrar bylgju. „Það væri mjög slæmt ef það gerðist. Við sjáum niðurstöðurnar á allra næstu dögum. Á morgun skilst mér úr þessum stóru skimunum og enn hefur ekki verið að koma neitt til viðbótar úr þessu þannig við verðum bara að bíða og vona. Vona það allra besta því við viljum svo sannarlega að vorið komi í faraldrinum eins og í veðrinu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×