Réttarhöld yfir lögreglumanninum sem drap George Floyd að hefjast Kjartan Kjartansson skrifar 8. mars 2021 12:30 Stjórnsýslubyggingar í miðborg Minneapolis hafa verið girtar af áður en réttarhöld yfir lögreglumanninum sem drap George Floyd hefjast. AP/David Joles/Star Tribune Taugar eru þandar í Minneapolis í Bandaríkjunum vegna réttarhalda yfir lögreglumanni sem varð George Floyd að bana sem hefjast í þessari viku. Byrjað verður að velja kviðdómendur í málinu í dag en upphaf réttarhaldanna gæti enn frestast. Dauði Floyd, óvopnaðs blökkumanns, varð kveikjan að mikilli mótmælaöldu gegn kerfislægri kynþáttahyggju og lögregluofbeldi sem gekk yfir Bandaríkin og barst víða um lönd í fyrra. Floyd lést þegar lögreglumaður hélt hné sínu á hálsi hans í um níu mínútur þrátt fyrir að Floyd reyndi ítrekað að segja að hann „næði ekki andanum“. Myndband af dauða Floyd fór sem eldur um sinu um heimsbyggðina. Derek Chauvin, hvítur fyrrverandi lögreglumaður, er ákærður fyrir manndráp af gáleysi í málinu. Hann og þrír aðrir lögreglumenn voru reknir vegna dauða Floyd. Hinir þrír eiga að svara til saka fyrir aðild að manndrápi í ágúst, að sögn AP-fréttastofunnar. Washington Post segir að upphaf málflutnings gæti frestsast þar sem dómari á enn eftir að taka afstöðu til beiðni saksóknara um breyta ákærunni. Þeir vilja ákæra Chauvin fyrir manndráp án ásetnings. Hver sem ákvörðun dómarans verður gæti hún leitt til áfrýjunar. Chauvin er sagður ætla að halda fram sakleysi sínu. Floyd hafi ekki látist vegna þess að hann þrýsti á háls hans jafnvel eftir að annar lögreglumaður benti honum á að hann fyndi ekki lengur púls heldur hafi annar heilsubrestur og ofskammtur lyfja orðið Floyd að bana. Hundruð vitna hafa verið lögð til og gætu réttarhöldin staðið yfir langt fram á vor. New York Times segir að það gæti tekið allt að þrjár vikur að velja kviðdómendurna tólf. Derek Chauvin ætlar að halda fram sakleysi sínu af því að hafa valdið dauða George Floyd.AP/lögreglustjórinn í Ramsey-sýslu Mikil öryggisgæsla Borgar- og héraðsyfirvöld í Minneapolis hafa eytt um milljón dollara, jafnvirði um 129 milljóna íslenskra króna, í að herða á öryggisgæslu í kringum réttarhöldin. Þannig hefur gæsla verið aukin við opinberar byggingar og girðingum og gaddavír komið fyrir við götur. Þjóðvarðliðar og fleiri lögreglumenn eru í viðbragðsstöðu. Mótmælin eftir dauða Floyd urðu á köflum hörð. Eldur var til dæmis lagður að lögreglustöð í borginni. Einnig gengu lögreglumenn hart fram gegn friðsömum mótmælendum með ofbeldi og táragasi. Sumir óttast að hertar öryggisaðgerðir nú helli aðeins olíu á eldinn. Borgarbúar upplifi það að yfirvöld líti á þá sem aðalógnina. „Það sem gerðist síðasta sumar skóp lögreglan að stórum hluta. Núna erum við að segja að lögreglan sé það eina sem getur varið okkur fyrir því. Það veldur mér miklum vonbrigðum,“ segir Jeremiah Ellison, borgarráðsmaður í Norður-Minneapolis. Hann telur að hermenn og lögreglumenn í óeirðarbúningum gætu komið af stað atburðum sem menn vilji forðast. Óttast fordæmi óeirðanna í Los Angeles Sjaldgæft er að lögreglumenn í Bandaríkjunum séu sóttir til saka þegar þeir drepa fólk. Reglulega hafa hörð mótmæli blossað upp þegar saksóknarar kjósa að ákæra ekki lögreglumenn, jafnvel þegar þeir hafa skotið óvopnaða blökkumenn til bana vegna lítilla eða engra saka. Chauvin óskaði eftir því að réttarhöldin yrðu færð úr Hennepin-sýslu á þeim forsendum að ekki væri hægt að finna hlutlausa kviðdómendur þar. Dómari hefur ekki fallist á það enn sem komið er. Talið er að það yrði vatn á myllu sakborningsins ef réttarhöldin yrðu færð í annað umdæmi þar sem hlutfall hvítra íbúa er hærra utan sýslunnar. New York Times segir þekkt að kviðdómendur sýni fólki af öðrum kynþætti en þeirra eigin minni samúð og þá sé hvítt fólk líklegra til að taka afstöðu með lögregluþjónum en fólk af öðrum kynþáttum. Ellison, borgarráðsmaður, segir að ráðið hafi meðal annars orðið tíðrætt undanfarið um óeirðirnar sem brutust út í Los Angeles eftir að lögreglumenn voru sýknaðir af ákæru um að hafa gengið í skrokk á Rodney King. Líkt í tilfelli Floyd náðist myndbandupptaka af því þegar fjórir hvítir lögreglumenn börðu King til óbóta. Réttarhöldin yfir þeim voru færð í hverfi þar sem meirihluti íbúa og mögulegra kviðdómenda var hvítur. Dauði George Floyd Bandaríkin Tengdar fréttir Lögreglumaður sem átti þátt í dauða George Floyd laus gegn tryggingu Fyrrverandi lögreglumaður sem er ákærður fyrir drápið á George Floyd í Minneapolis fyrr á þessu ári var sleppt úr fangelsi gegn tryggingu í gær. Ríkisstjóri Minnesota kallaði út þjóðvarðliðið til þess að halda friðinn ef til mótmæla kæmi. 8. október 2020 13:40 Kenna hver öðrum um dauða Floyd Lögregluþjónarnir fyrrverandi, sem hafa verið ákærðir í vegna morðs George Floyd, virðast hafa snúist gegn hver öðrum. Þeim ber ekki saman um hvað gerðist þann dag og kenna hvor öðrum um dauða Floyd. 10. september 2020 23:59 Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Sjá meira
Dauði Floyd, óvopnaðs blökkumanns, varð kveikjan að mikilli mótmælaöldu gegn kerfislægri kynþáttahyggju og lögregluofbeldi sem gekk yfir Bandaríkin og barst víða um lönd í fyrra. Floyd lést þegar lögreglumaður hélt hné sínu á hálsi hans í um níu mínútur þrátt fyrir að Floyd reyndi ítrekað að segja að hann „næði ekki andanum“. Myndband af dauða Floyd fór sem eldur um sinu um heimsbyggðina. Derek Chauvin, hvítur fyrrverandi lögreglumaður, er ákærður fyrir manndráp af gáleysi í málinu. Hann og þrír aðrir lögreglumenn voru reknir vegna dauða Floyd. Hinir þrír eiga að svara til saka fyrir aðild að manndrápi í ágúst, að sögn AP-fréttastofunnar. Washington Post segir að upphaf málflutnings gæti frestsast þar sem dómari á enn eftir að taka afstöðu til beiðni saksóknara um breyta ákærunni. Þeir vilja ákæra Chauvin fyrir manndráp án ásetnings. Hver sem ákvörðun dómarans verður gæti hún leitt til áfrýjunar. Chauvin er sagður ætla að halda fram sakleysi sínu. Floyd hafi ekki látist vegna þess að hann þrýsti á háls hans jafnvel eftir að annar lögreglumaður benti honum á að hann fyndi ekki lengur púls heldur hafi annar heilsubrestur og ofskammtur lyfja orðið Floyd að bana. Hundruð vitna hafa verið lögð til og gætu réttarhöldin staðið yfir langt fram á vor. New York Times segir að það gæti tekið allt að þrjár vikur að velja kviðdómendurna tólf. Derek Chauvin ætlar að halda fram sakleysi sínu af því að hafa valdið dauða George Floyd.AP/lögreglustjórinn í Ramsey-sýslu Mikil öryggisgæsla Borgar- og héraðsyfirvöld í Minneapolis hafa eytt um milljón dollara, jafnvirði um 129 milljóna íslenskra króna, í að herða á öryggisgæslu í kringum réttarhöldin. Þannig hefur gæsla verið aukin við opinberar byggingar og girðingum og gaddavír komið fyrir við götur. Þjóðvarðliðar og fleiri lögreglumenn eru í viðbragðsstöðu. Mótmælin eftir dauða Floyd urðu á köflum hörð. Eldur var til dæmis lagður að lögreglustöð í borginni. Einnig gengu lögreglumenn hart fram gegn friðsömum mótmælendum með ofbeldi og táragasi. Sumir óttast að hertar öryggisaðgerðir nú helli aðeins olíu á eldinn. Borgarbúar upplifi það að yfirvöld líti á þá sem aðalógnina. „Það sem gerðist síðasta sumar skóp lögreglan að stórum hluta. Núna erum við að segja að lögreglan sé það eina sem getur varið okkur fyrir því. Það veldur mér miklum vonbrigðum,“ segir Jeremiah Ellison, borgarráðsmaður í Norður-Minneapolis. Hann telur að hermenn og lögreglumenn í óeirðarbúningum gætu komið af stað atburðum sem menn vilji forðast. Óttast fordæmi óeirðanna í Los Angeles Sjaldgæft er að lögreglumenn í Bandaríkjunum séu sóttir til saka þegar þeir drepa fólk. Reglulega hafa hörð mótmæli blossað upp þegar saksóknarar kjósa að ákæra ekki lögreglumenn, jafnvel þegar þeir hafa skotið óvopnaða blökkumenn til bana vegna lítilla eða engra saka. Chauvin óskaði eftir því að réttarhöldin yrðu færð úr Hennepin-sýslu á þeim forsendum að ekki væri hægt að finna hlutlausa kviðdómendur þar. Dómari hefur ekki fallist á það enn sem komið er. Talið er að það yrði vatn á myllu sakborningsins ef réttarhöldin yrðu færð í annað umdæmi þar sem hlutfall hvítra íbúa er hærra utan sýslunnar. New York Times segir þekkt að kviðdómendur sýni fólki af öðrum kynþætti en þeirra eigin minni samúð og þá sé hvítt fólk líklegra til að taka afstöðu með lögregluþjónum en fólk af öðrum kynþáttum. Ellison, borgarráðsmaður, segir að ráðið hafi meðal annars orðið tíðrætt undanfarið um óeirðirnar sem brutust út í Los Angeles eftir að lögreglumenn voru sýknaðir af ákæru um að hafa gengið í skrokk á Rodney King. Líkt í tilfelli Floyd náðist myndbandupptaka af því þegar fjórir hvítir lögreglumenn börðu King til óbóta. Réttarhöldin yfir þeim voru færð í hverfi þar sem meirihluti íbúa og mögulegra kviðdómenda var hvítur.
Dauði George Floyd Bandaríkin Tengdar fréttir Lögreglumaður sem átti þátt í dauða George Floyd laus gegn tryggingu Fyrrverandi lögreglumaður sem er ákærður fyrir drápið á George Floyd í Minneapolis fyrr á þessu ári var sleppt úr fangelsi gegn tryggingu í gær. Ríkisstjóri Minnesota kallaði út þjóðvarðliðið til þess að halda friðinn ef til mótmæla kæmi. 8. október 2020 13:40 Kenna hver öðrum um dauða Floyd Lögregluþjónarnir fyrrverandi, sem hafa verið ákærðir í vegna morðs George Floyd, virðast hafa snúist gegn hver öðrum. Þeim ber ekki saman um hvað gerðist þann dag og kenna hvor öðrum um dauða Floyd. 10. september 2020 23:59 Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Sjá meira
Lögreglumaður sem átti þátt í dauða George Floyd laus gegn tryggingu Fyrrverandi lögreglumaður sem er ákærður fyrir drápið á George Floyd í Minneapolis fyrr á þessu ári var sleppt úr fangelsi gegn tryggingu í gær. Ríkisstjóri Minnesota kallaði út þjóðvarðliðið til þess að halda friðinn ef til mótmæla kæmi. 8. október 2020 13:40
Kenna hver öðrum um dauða Floyd Lögregluþjónarnir fyrrverandi, sem hafa verið ákærðir í vegna morðs George Floyd, virðast hafa snúist gegn hver öðrum. Þeim ber ekki saman um hvað gerðist þann dag og kenna hvor öðrum um dauða Floyd. 10. september 2020 23:59