„Við erum á viðkvæmum tíma þótt það gangi vel“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 8. mars 2021 12:26 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hvetur fólk til að gæta áfram að sér og passa vel upp á persónulegar sóttvarnir. Vísir/Arnar Ekki er vitað nákvæmlega hvernig þeir tveir sem greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar innanlands um helgina smituðust. Báðir tengjast þeir einstaklingi sem kom til landsins 26. febrúar síðastliðinn. Hann var með neikvætt PCR-próf áður en hann kom og var neikvæður í fyrri skimun, fór í sóttkví en greindist svo jákvæður í seinni skimun. Annar þeirra sem greindist utan sóttkvíar greindist á föstudag. Hann er nákominn þeim sem var í sóttkví eftir að hafa komið að utan og færði honum mat í sóttkvínni. Báðir eru þeir með breska afbrigði veirunnar. Sá þriðji býr í sama stigagangi og sá sem var í sóttkví. Enn er beðið raðgreiningar hjá honum. Hann greindist með veiruna á laugardag. Hann er starfsmaður Landspítalans og sótti tónleika í Hörpu á föstudagskvöld. Allir á deildinni þar sem hann starfar voru sendir í sýnatöku í gær og voru öll sýnin neikvæð. Þá verða allir á stigaganginum einnig boðaðir í sýnatöku auk þeirra sem sóttu tónleikana á föstudag. Óljóst hvort þetta er snertismit eða úðasmit Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir rakningarteymið enn að störfum og enn sé ekki hægt að staðfesta sameiginlegan snertiflöt þessara þriggja einstaklinga. „Við vitum að þetta er fólk sem var í sama stigagangi og þannig í nánd en nákvæmlega hvernig þetta hefur gerst, hvort þetta er snertismit eða úðasmit, það er óljóst,“ sagði Þórólfur í samtali við fréttastofu nú skömmu fyrir hádegi. Hann sagði þann sem færði viðkomandi mat hafa stoppað mjög stutt við. Nágranninn á síðan ekkert að hafa hitt viðkomandi. „Þetta er í sama stigagangi, nándin er þar, og raðgreiningin sýnir allavega á þessum tveimur, við erum að bíða eftir þeim þriðja, sýnir að þetta er sama veiran þannig að smitið hefur átt sér stað þarna á einhvern máta,“ sagði Þórólfur. Skoða hvort setja þurfi strangari leiðbeiningar um sóttkví í fjölbýlishúsi Draga þurfi lærdóm af þessu og skoða hvort það þurfi til að mynda að setja strangari leiðbeiningar varðandi sóttkví þeirra sem koma frá útlöndum og búa í fjölbýlishúsum. „Vissulega þarf að gæta vel að hreinlæti og hreinsun. Það er líka spurning hvort við þurfum að koma með strangari leiðbeiningar um það að fólk sem er í sóttkví dvelji ekki í fjölbýlishúsi þar sem eru margir. Við erum að skoða allt þetta, hvort það sé framkvæmanlegt.“ Alls hafa 12.710 verið fullbólusettir hér á landi og bólusetning er hafin hjá 16.607 manns til viðbótar. Þórólfur segir að á meðan ekki sé búi að bólusetja fleiri þá geti enn komið ný bylgja smita. „Þetta sýnir að við erum á viðkvæmum tíma þótt það gangi vel. Fólk má ekki halda að þetta sé búið og það er mjög mikilvægt að fólk gæti að sér áfram. Því miður sýnist mér á mörgum stöðum að fólk sé kannski aðeins farið að sleppa fram af sér beislinu og þá getur við óheppilegar aðstæður, það þarf ekki nema einn einstakling smitaðan til að hleypa þessu af stað aftur. Það þarf að passa sig,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
Hann var með neikvætt PCR-próf áður en hann kom og var neikvæður í fyrri skimun, fór í sóttkví en greindist svo jákvæður í seinni skimun. Annar þeirra sem greindist utan sóttkvíar greindist á föstudag. Hann er nákominn þeim sem var í sóttkví eftir að hafa komið að utan og færði honum mat í sóttkvínni. Báðir eru þeir með breska afbrigði veirunnar. Sá þriðji býr í sama stigagangi og sá sem var í sóttkví. Enn er beðið raðgreiningar hjá honum. Hann greindist með veiruna á laugardag. Hann er starfsmaður Landspítalans og sótti tónleika í Hörpu á föstudagskvöld. Allir á deildinni þar sem hann starfar voru sendir í sýnatöku í gær og voru öll sýnin neikvæð. Þá verða allir á stigaganginum einnig boðaðir í sýnatöku auk þeirra sem sóttu tónleikana á föstudag. Óljóst hvort þetta er snertismit eða úðasmit Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir rakningarteymið enn að störfum og enn sé ekki hægt að staðfesta sameiginlegan snertiflöt þessara þriggja einstaklinga. „Við vitum að þetta er fólk sem var í sama stigagangi og þannig í nánd en nákvæmlega hvernig þetta hefur gerst, hvort þetta er snertismit eða úðasmit, það er óljóst,“ sagði Þórólfur í samtali við fréttastofu nú skömmu fyrir hádegi. Hann sagði þann sem færði viðkomandi mat hafa stoppað mjög stutt við. Nágranninn á síðan ekkert að hafa hitt viðkomandi. „Þetta er í sama stigagangi, nándin er þar, og raðgreiningin sýnir allavega á þessum tveimur, við erum að bíða eftir þeim þriðja, sýnir að þetta er sama veiran þannig að smitið hefur átt sér stað þarna á einhvern máta,“ sagði Þórólfur. Skoða hvort setja þurfi strangari leiðbeiningar um sóttkví í fjölbýlishúsi Draga þurfi lærdóm af þessu og skoða hvort það þurfi til að mynda að setja strangari leiðbeiningar varðandi sóttkví þeirra sem koma frá útlöndum og búa í fjölbýlishúsum. „Vissulega þarf að gæta vel að hreinlæti og hreinsun. Það er líka spurning hvort við þurfum að koma með strangari leiðbeiningar um það að fólk sem er í sóttkví dvelji ekki í fjölbýlishúsi þar sem eru margir. Við erum að skoða allt þetta, hvort það sé framkvæmanlegt.“ Alls hafa 12.710 verið fullbólusettir hér á landi og bólusetning er hafin hjá 16.607 manns til viðbótar. Þórólfur segir að á meðan ekki sé búi að bólusetja fleiri þá geti enn komið ný bylgja smita. „Þetta sýnir að við erum á viðkvæmum tíma þótt það gangi vel. Fólk má ekki halda að þetta sé búið og það er mjög mikilvægt að fólk gæti að sér áfram. Því miður sýnist mér á mörgum stöðum að fólk sé kannski aðeins farið að sleppa fram af sér beislinu og þá getur við óheppilegar aðstæður, það þarf ekki nema einn einstakling smitaðan til að hleypa þessu af stað aftur. Það þarf að passa sig,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira