Um 1300 manns skráðir í skimun Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 8. mars 2021 10:58 Búast má við svipuðu álagi á heilsugæslunni í dag vegna skimana fyrir kórónuveirunni og var í þeim bylgjum faraldursins sem gengið hafa yfir síðasta árið. Vísir/Vilhelm Von er á að minnsta kosti um 1300 manns í skimun fyrir kórónuveirunni í dag hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þar á meðal eru að öllum líkindum flestir ef ekki allir þeirra 800 gesta sem sóttu tónleika Víkings Heiðars Ólafssonar, píanóleikara, í Hörpu á föstudagskvöld. Á laugardag greindist starfsmaður Landspítalans með veiruna en hann hafði sótt umrædda tónleika kvöldið áður. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á heilsugæslunni, segir þann fjölda sem von er á í dag í sýnatöku heldur meiri en undanfarna daga. Álagið sé hins vegar viðráðanlegt og svolítið svipað og í þeim bylgjum smita sem gengið hafa yfir í faraldrinum hingað til. „Þannig að við ráðum vel við þetta,“ segir Ragnheiður í samtali við fréttastofu. Öll sýni sem tekin voru í gær vegna tveggja innanlandssmita sem greindust utan sóttkvíar um helgina reyndust neikvæð. Um er að ræða sýni sem tekin voru hjá starfsfólki Landspítalans og í kringum þá tvo sem smituðust innanlands. Sá smitaði sem starfar á Landspítalanum vinnur á göngudeild lyflækninga A3. Á deildinni er veitt göngudeildarþjónusta vegna gigtar-, innkirtla-, lungna-, ofnæmis, og smitsjúkdóma í kjölfar sjúkrahúslegu. Starfsmaðurinn hafði ekki fengið bólusetningu. Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans, sagði í samtali við Vísi í gær að tiltölulega fáir starfsmenn á þessari deild hefðu fengið bólusetningu. Þá hefðu ekki allir starfsmenn deildarinnar verið skilgreindir sem framlínustarfsmenn. Sagðist hann vonast til að hægt yrði að bólusetja starfsmenn deildarinnar hraðar til að draga úr líkum á því að starfsfólk getið borið smit í sjúklinga. Aðspurð hvort borist hefði beiðni til heilsugæslunnar um að bólusetja fleiri starfsmenn spítalans í ljósi smitsins sem kom upp um helgina segir Ragnheiður: „Við höfum ekki fengið þá beiðni, nei, en munum alveg skoða það ef það kæmi til.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Harpa Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Þar á meðal eru að öllum líkindum flestir ef ekki allir þeirra 800 gesta sem sóttu tónleika Víkings Heiðars Ólafssonar, píanóleikara, í Hörpu á föstudagskvöld. Á laugardag greindist starfsmaður Landspítalans með veiruna en hann hafði sótt umrædda tónleika kvöldið áður. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á heilsugæslunni, segir þann fjölda sem von er á í dag í sýnatöku heldur meiri en undanfarna daga. Álagið sé hins vegar viðráðanlegt og svolítið svipað og í þeim bylgjum smita sem gengið hafa yfir í faraldrinum hingað til. „Þannig að við ráðum vel við þetta,“ segir Ragnheiður í samtali við fréttastofu. Öll sýni sem tekin voru í gær vegna tveggja innanlandssmita sem greindust utan sóttkvíar um helgina reyndust neikvæð. Um er að ræða sýni sem tekin voru hjá starfsfólki Landspítalans og í kringum þá tvo sem smituðust innanlands. Sá smitaði sem starfar á Landspítalanum vinnur á göngudeild lyflækninga A3. Á deildinni er veitt göngudeildarþjónusta vegna gigtar-, innkirtla-, lungna-, ofnæmis, og smitsjúkdóma í kjölfar sjúkrahúslegu. Starfsmaðurinn hafði ekki fengið bólusetningu. Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans, sagði í samtali við Vísi í gær að tiltölulega fáir starfsmenn á þessari deild hefðu fengið bólusetningu. Þá hefðu ekki allir starfsmenn deildarinnar verið skilgreindir sem framlínustarfsmenn. Sagðist hann vonast til að hægt yrði að bólusetja starfsmenn deildarinnar hraðar til að draga úr líkum á því að starfsfólk getið borið smit í sjúklinga. Aðspurð hvort borist hefði beiðni til heilsugæslunnar um að bólusetja fleiri starfsmenn spítalans í ljósi smitsins sem kom upp um helgina segir Ragnheiður: „Við höfum ekki fengið þá beiðni, nei, en munum alveg skoða það ef það kæmi til.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Harpa Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira