Enn á ný vandræði með samræmdu prófin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. mars 2021 10:27 Fjölmargir nemendur í 8. bekk hafa undirbúið sig um helgina fyrir samræmt könnunarpróf í íslensku. Aðeins sumum þeirra hefur tekist að opna prófið á netinu. Vísir/Vilhelm Nemendur í 9. bekk víða um land eiga í erfiðleikum með að þreyta samræmd könnunarpróf í íslensku. Forstjóri Menntamálastofnunar sem sér um framkvæmd prófsins segir málið í skoðun. Það tengist þjónustuaðila erlendis. Svo virðist sem vandamálið sé í sumum skólum en öðrum ekki. Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, segir prófakerfið algjörlega ófullnægjandi en engin plön um að kaupa nýtt kerfi. Á Facebook-síðu stofnunarinnar kemur fram að próftaka hafi gengið vel hjá sumum en aðrir misst tengingu við prófakerfið. Hver skólastjóri fyrir sig geti ákveðið að fella niður prófið og setja það á annan dag. „Menntamálastofnun hefur virkjað viðbragðsáætlun og sent skólastjórum grunnskóla þau skilaboð að þeir geti ákveðið að fella niður próftöku nemenda og fært hana yfir á varaprófdaga. Mikilvægt er að hlúa vel að nemendum við þessar aðstæður. Menntamálastofnun harmar þau vandamál sem hafa komið upp við fyrirlögn prófanna,“ segir á Facebook-síðunni. Erfiðleikar komu upp við fyrirlögn samræmdra könnunarprófa í íslensku í 9. bekk í morgun. Próftaka gekk vel hjá sumum en...Posted by Menntamálastofnun on Monday, March 8, 2021 Ekki nýtt vandamál Fréttastofa fékk ábendingu frá foreldri í Hagaskóla um að aðeins tveimur bekkjum af sjö hefði tekist að komast inn í prófið. Hvorki skólastjóri né aðstoðarskólastjóri Hagaskóla gat tekið símann og starfsmaður á skrifstofu skólans sem svaraði í símann var ekki meðvitaður um að vandamál væri með prófin. Kennari við annan grunnskóla í Reykjavík lýsir vandamálin þannig að sumir nemendur hafi þurft að reyna allt að tíu sinnum að skrá sig inn í prófið. Kerfið hrynji endurtekið þegar nemendur reyni að komast inn. Vandamál varðandi samræmd próf hér á landi eru ekki ný af nálinni. Þrjú ár eru liðin síðan svipuð vandamál komu upp við töku prófanna. Vandamálið var sagt tæknilegir örðugleikar með netþjón prófsins sem staðsettur var í Evrópu. Þá var skólastjóri Hagaskóla harðorð í bréfi til foreldra nemenda í 9. bekk. „Það er vægt til orða tekið hjá mér þegar ég segi að nemendum hafi verið boðið upp á óásættanlegar aðstæður í morgun. Sumir nemendur komust strax inn, aðrir síðar eða jafnvel ekki, flestir nemendur duttu út úr prófinu einu sinni eða oftar,“ sagði S. Ingibjörg Jósefsdóttir skólastjóri Hagaskóla. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra harmaði þau óþægindi sem nemendur hefðu orðið fyrir á sínum tíma. Fréttin hefur verið uppfærð. Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, segir prófakerfið algjörlega ófullnægjandi en engin plön um að kaupa nýtt kerfi. Á Facebook-síðu stofnunarinnar kemur fram að próftaka hafi gengið vel hjá sumum en aðrir misst tengingu við prófakerfið. Hver skólastjóri fyrir sig geti ákveðið að fella niður prófið og setja það á annan dag. „Menntamálastofnun hefur virkjað viðbragðsáætlun og sent skólastjórum grunnskóla þau skilaboð að þeir geti ákveðið að fella niður próftöku nemenda og fært hana yfir á varaprófdaga. Mikilvægt er að hlúa vel að nemendum við þessar aðstæður. Menntamálastofnun harmar þau vandamál sem hafa komið upp við fyrirlögn prófanna,“ segir á Facebook-síðunni. Erfiðleikar komu upp við fyrirlögn samræmdra könnunarprófa í íslensku í 9. bekk í morgun. Próftaka gekk vel hjá sumum en...Posted by Menntamálastofnun on Monday, March 8, 2021 Ekki nýtt vandamál Fréttastofa fékk ábendingu frá foreldri í Hagaskóla um að aðeins tveimur bekkjum af sjö hefði tekist að komast inn í prófið. Hvorki skólastjóri né aðstoðarskólastjóri Hagaskóla gat tekið símann og starfsmaður á skrifstofu skólans sem svaraði í símann var ekki meðvitaður um að vandamál væri með prófin. Kennari við annan grunnskóla í Reykjavík lýsir vandamálin þannig að sumir nemendur hafi þurft að reyna allt að tíu sinnum að skrá sig inn í prófið. Kerfið hrynji endurtekið þegar nemendur reyni að komast inn. Vandamál varðandi samræmd próf hér á landi eru ekki ný af nálinni. Þrjú ár eru liðin síðan svipuð vandamál komu upp við töku prófanna. Vandamálið var sagt tæknilegir örðugleikar með netþjón prófsins sem staðsettur var í Evrópu. Þá var skólastjóri Hagaskóla harðorð í bréfi til foreldra nemenda í 9. bekk. „Það er vægt til orða tekið hjá mér þegar ég segi að nemendum hafi verið boðið upp á óásættanlegar aðstæður í morgun. Sumir nemendur komust strax inn, aðrir síðar eða jafnvel ekki, flestir nemendur duttu út úr prófinu einu sinni eða oftar,“ sagði S. Ingibjörg Jósefsdóttir skólastjóri Hagaskóla. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra harmaði þau óþægindi sem nemendur hefðu orðið fyrir á sínum tíma. Fréttin hefur verið uppfærð.
Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira