Enn á ný vandræði með samræmdu prófin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. mars 2021 10:27 Fjölmargir nemendur í 8. bekk hafa undirbúið sig um helgina fyrir samræmt könnunarpróf í íslensku. Aðeins sumum þeirra hefur tekist að opna prófið á netinu. Vísir/Vilhelm Nemendur í 9. bekk víða um land eiga í erfiðleikum með að þreyta samræmd könnunarpróf í íslensku. Forstjóri Menntamálastofnunar sem sér um framkvæmd prófsins segir málið í skoðun. Það tengist þjónustuaðila erlendis. Svo virðist sem vandamálið sé í sumum skólum en öðrum ekki. Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, segir prófakerfið algjörlega ófullnægjandi en engin plön um að kaupa nýtt kerfi. Á Facebook-síðu stofnunarinnar kemur fram að próftaka hafi gengið vel hjá sumum en aðrir misst tengingu við prófakerfið. Hver skólastjóri fyrir sig geti ákveðið að fella niður prófið og setja það á annan dag. „Menntamálastofnun hefur virkjað viðbragðsáætlun og sent skólastjórum grunnskóla þau skilaboð að þeir geti ákveðið að fella niður próftöku nemenda og fært hana yfir á varaprófdaga. Mikilvægt er að hlúa vel að nemendum við þessar aðstæður. Menntamálastofnun harmar þau vandamál sem hafa komið upp við fyrirlögn prófanna,“ segir á Facebook-síðunni. Erfiðleikar komu upp við fyrirlögn samræmdra könnunarprófa í íslensku í 9. bekk í morgun. Próftaka gekk vel hjá sumum en...Posted by Menntamálastofnun on Monday, March 8, 2021 Ekki nýtt vandamál Fréttastofa fékk ábendingu frá foreldri í Hagaskóla um að aðeins tveimur bekkjum af sjö hefði tekist að komast inn í prófið. Hvorki skólastjóri né aðstoðarskólastjóri Hagaskóla gat tekið símann og starfsmaður á skrifstofu skólans sem svaraði í símann var ekki meðvitaður um að vandamál væri með prófin. Kennari við annan grunnskóla í Reykjavík lýsir vandamálin þannig að sumir nemendur hafi þurft að reyna allt að tíu sinnum að skrá sig inn í prófið. Kerfið hrynji endurtekið þegar nemendur reyni að komast inn. Vandamál varðandi samræmd próf hér á landi eru ekki ný af nálinni. Þrjú ár eru liðin síðan svipuð vandamál komu upp við töku prófanna. Vandamálið var sagt tæknilegir örðugleikar með netþjón prófsins sem staðsettur var í Evrópu. Þá var skólastjóri Hagaskóla harðorð í bréfi til foreldra nemenda í 9. bekk. „Það er vægt til orða tekið hjá mér þegar ég segi að nemendum hafi verið boðið upp á óásættanlegar aðstæður í morgun. Sumir nemendur komust strax inn, aðrir síðar eða jafnvel ekki, flestir nemendur duttu út úr prófinu einu sinni eða oftar,“ sagði S. Ingibjörg Jósefsdóttir skólastjóri Hagaskóla. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra harmaði þau óþægindi sem nemendur hefðu orðið fyrir á sínum tíma. Fréttin hefur verið uppfærð. Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, segir prófakerfið algjörlega ófullnægjandi en engin plön um að kaupa nýtt kerfi. Á Facebook-síðu stofnunarinnar kemur fram að próftaka hafi gengið vel hjá sumum en aðrir misst tengingu við prófakerfið. Hver skólastjóri fyrir sig geti ákveðið að fella niður prófið og setja það á annan dag. „Menntamálastofnun hefur virkjað viðbragðsáætlun og sent skólastjórum grunnskóla þau skilaboð að þeir geti ákveðið að fella niður próftöku nemenda og fært hana yfir á varaprófdaga. Mikilvægt er að hlúa vel að nemendum við þessar aðstæður. Menntamálastofnun harmar þau vandamál sem hafa komið upp við fyrirlögn prófanna,“ segir á Facebook-síðunni. Erfiðleikar komu upp við fyrirlögn samræmdra könnunarprófa í íslensku í 9. bekk í morgun. Próftaka gekk vel hjá sumum en...Posted by Menntamálastofnun on Monday, March 8, 2021 Ekki nýtt vandamál Fréttastofa fékk ábendingu frá foreldri í Hagaskóla um að aðeins tveimur bekkjum af sjö hefði tekist að komast inn í prófið. Hvorki skólastjóri né aðstoðarskólastjóri Hagaskóla gat tekið símann og starfsmaður á skrifstofu skólans sem svaraði í símann var ekki meðvitaður um að vandamál væri með prófin. Kennari við annan grunnskóla í Reykjavík lýsir vandamálin þannig að sumir nemendur hafi þurft að reyna allt að tíu sinnum að skrá sig inn í prófið. Kerfið hrynji endurtekið þegar nemendur reyni að komast inn. Vandamál varðandi samræmd próf hér á landi eru ekki ný af nálinni. Þrjú ár eru liðin síðan svipuð vandamál komu upp við töku prófanna. Vandamálið var sagt tæknilegir örðugleikar með netþjón prófsins sem staðsettur var í Evrópu. Þá var skólastjóri Hagaskóla harðorð í bréfi til foreldra nemenda í 9. bekk. „Það er vægt til orða tekið hjá mér þegar ég segi að nemendum hafi verið boðið upp á óásættanlegar aðstæður í morgun. Sumir nemendur komust strax inn, aðrir síðar eða jafnvel ekki, flestir nemendur duttu út úr prófinu einu sinni eða oftar,“ sagði S. Ingibjörg Jósefsdóttir skólastjóri Hagaskóla. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra harmaði þau óþægindi sem nemendur hefðu orðið fyrir á sínum tíma. Fréttin hefur verið uppfærð.
Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira