Solskjær hrósaði sínum mönnum í hástert að leik loknum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. mars 2021 19:11 Ole Gunnar Solskjær sveif um á bleiku skýi að leik loknum í dag. Getty/Rui Vieira Ole Gunar Solskjær gat vart verið stoltari af sínum mönnum er hann mætti í viðtal eftir 2-0 sigur Manchester United á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í dag. Fyrsta tap City síðan í nóvember á síðasta ári. „Frábærlega. Við byrjuðum leikinn vel fyrstu 10-15 mínútur en það sem eftir lifði fyrri hálfleik vorum við of mikið að verja fenginn hlut. Stundum þegar þú verst gegn sterkum liðum þá skapa þau sér á endanum færi. Við þurfum að komast inn í hálfleikinn til að endurskipuleggja okkur,“ sagði Solskjær beint eftir leik. „Annað markið var frábært. Luke Shaw sýndi hvað í honum býr. Það var tvísýnt í morgun hvort hann myndi ná leiknum og þurfti að standast þrekpróf til að fá að spila. Þvílík frammistaða.“ „Mér fannst við verjast virkilega vel, svo vorum við líkari okkur sjálfum fram á við. Við urðum að verjast vel. Ekkert lið í heiminum á möguleika gegn Manchester City án þess að spila sem ein liðsheild.“ „Anthony Martial var maður leiksins og það var enn tvísýnna með hvort hann myndi ná leiknum heldur en Luke. Þetta var sá Martial sem við þekkjum. Var ekki viss hvort hann gæti spilað þegar það voru aðeins tveir tímar í leik. Gæti ekki verið ánægðari fyrir hans hönd.“ Þá hrósaði þjálfarinn einnig Dean Henderson sem lék í marki Man United í dag þar sem David De Gea er á Spáni þar sem unnusta hans eignaðist nýverið þeirra fyrsta barn. „Manchester City er svo langt á undan okkur að við getum ekki hugsað um neitt annað en að vinna okkar leiki og vera betri á þessari leiktíð en þeirri síðustu. Við vorum í þriðja sæti þá svo við viljum lyfta okkur upp töfluna,“ sagði Solskjær að lokum. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir „Snýst ekki aðeins um að vinna City, snýst um að vinna alla leiki“ Sigurreifur Bruno Fernandes var eðlilega mjög sáttur er hann mætti í viðtal að loknum 2-0 sigri Manchester United á Manchester City á Etihad-vellinum í dag. 7. mars 2021 18:51 Man United stöðvaði sigurgöngu nágranna sinna | Þriðji sigurleikurinn í röð á Etihad Manchester United batt enda á ótrúlega sigurgöngu Manchester City með 2-0 sigri á Etihad-vellinum í dag. Man City hafði ekki tapað leik síðan það tapaði gegn Tottenham Hotspur þann 21. nóvember. 7. mars 2021 18:25 Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Leik lokið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Auðun tekur við Þrótti Vogum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Sjá meira
„Frábærlega. Við byrjuðum leikinn vel fyrstu 10-15 mínútur en það sem eftir lifði fyrri hálfleik vorum við of mikið að verja fenginn hlut. Stundum þegar þú verst gegn sterkum liðum þá skapa þau sér á endanum færi. Við þurfum að komast inn í hálfleikinn til að endurskipuleggja okkur,“ sagði Solskjær beint eftir leik. „Annað markið var frábært. Luke Shaw sýndi hvað í honum býr. Það var tvísýnt í morgun hvort hann myndi ná leiknum og þurfti að standast þrekpróf til að fá að spila. Þvílík frammistaða.“ „Mér fannst við verjast virkilega vel, svo vorum við líkari okkur sjálfum fram á við. Við urðum að verjast vel. Ekkert lið í heiminum á möguleika gegn Manchester City án þess að spila sem ein liðsheild.“ „Anthony Martial var maður leiksins og það var enn tvísýnna með hvort hann myndi ná leiknum heldur en Luke. Þetta var sá Martial sem við þekkjum. Var ekki viss hvort hann gæti spilað þegar það voru aðeins tveir tímar í leik. Gæti ekki verið ánægðari fyrir hans hönd.“ Þá hrósaði þjálfarinn einnig Dean Henderson sem lék í marki Man United í dag þar sem David De Gea er á Spáni þar sem unnusta hans eignaðist nýverið þeirra fyrsta barn. „Manchester City er svo langt á undan okkur að við getum ekki hugsað um neitt annað en að vinna okkar leiki og vera betri á þessari leiktíð en þeirri síðustu. Við vorum í þriðja sæti þá svo við viljum lyfta okkur upp töfluna,“ sagði Solskjær að lokum.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir „Snýst ekki aðeins um að vinna City, snýst um að vinna alla leiki“ Sigurreifur Bruno Fernandes var eðlilega mjög sáttur er hann mætti í viðtal að loknum 2-0 sigri Manchester United á Manchester City á Etihad-vellinum í dag. 7. mars 2021 18:51 Man United stöðvaði sigurgöngu nágranna sinna | Þriðji sigurleikurinn í röð á Etihad Manchester United batt enda á ótrúlega sigurgöngu Manchester City með 2-0 sigri á Etihad-vellinum í dag. Man City hafði ekki tapað leik síðan það tapaði gegn Tottenham Hotspur þann 21. nóvember. 7. mars 2021 18:25 Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Leik lokið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Auðun tekur við Þrótti Vogum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Sjá meira
„Snýst ekki aðeins um að vinna City, snýst um að vinna alla leiki“ Sigurreifur Bruno Fernandes var eðlilega mjög sáttur er hann mætti í viðtal að loknum 2-0 sigri Manchester United á Manchester City á Etihad-vellinum í dag. 7. mars 2021 18:51
Man United stöðvaði sigurgöngu nágranna sinna | Þriðji sigurleikurinn í röð á Etihad Manchester United batt enda á ótrúlega sigurgöngu Manchester City með 2-0 sigri á Etihad-vellinum í dag. Man City hafði ekki tapað leik síðan það tapaði gegn Tottenham Hotspur þann 21. nóvember. 7. mars 2021 18:25