Fram kemur í tilkynningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg að lögregla og björgunarsveitafólk sé komið í hlíðar fjallsins og að vinna sig upp að konunni.
„Hún er óslösuð en hrasaði af gönguleiðinni og virðist vera á erfiðum stað og treystir sér ekki niður af sjálfsdáðum.“
Veður er gott á vettvangi og líklegt er að nota þurfi fjallabjörgunarbúnað til að tryggja öryggi fólks á leiðinni niður, að sögn Landsbjargar.