Lovísa: Bara jess, áfram Anna! Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. mars 2021 18:28 Lovísa Thompson skoraði tíu mörk úr tólf skotum gegn Stjörnunni. vísir/hulda margrét Hljóðið var gott í Lovísu Thompson eftir sigur Vals á Stjörnunni í dag, 23-30. Lovísa skoraði tíu mörk í leiknum. „Þetta var mjög góður dagur og ég er rosalega stolt af stelpunum. Þetta var ótrúlega gaman,“ sagði Lovísa í samtali við Vísi eftir leikinn í Garðabænum. Fyrri hálfleikurinn var jafn en Valskonur voru sterkari í þeim seinni sem þær unnu, 15-10. „Við höfum byrjað marga leiki á hælunum þannig að við vorum staðráðnar í að koma inn í leikinn af fullum krafti og planið gekk upp,“ sagði Lovísa. Valur náði fimm marka forskoti um miðjan seinni hálfleik en Stjarnan kom sér aftur inn í leikinn eftir að hafa skipt yfir í framliggjandi vörn. Lovísu fannst Valskonur leysa hana vel. „Mér fannst það allt í lagi. Mér leið ekkert illa þótt þær hafi náð smá áhlaupi á okkur. Við vorum skynsamar og erum með snögga leikmenn sem eru góðir maður gegn manni og við náðum að leysa þetta vel,“ sagði Lovísa sem skoraði grimmt í byrjun leiks áður en fleiri leikmenn Vals létu að sér kveða. „Handbolti er ekki eins manns leikur þannig að það er mjög gott að vera með gott lið. Við höfum staðið okkur rosalega vel á æfingum og það er gott að sýna það loksins fyrir áhorfendunum okkar og sanna fyrir okkur sjálfum að við erum ekki gerðar úr engu.“ Anna Úrsúla Guðmundsdóttir lék sinn annan leik á tímabilinu í dag eftir að hafa tekið skóna af hillunni. Lovísa er að vonum ánægð með innkomu Önnu Úrsúlu í Valsliðið. „Anna er bara best eins og allir handboltaunnendur vita. Við erum rosalega heppnar að njóta krafta hennar og bara jess, áfram Anna!“ sagði Lovísa að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild kvenna Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - Valur 23-30 | Langþráður Valssigur Eftir fimm leiki í röð án sigurs vann Valur Stjörnuna, 23-30, í Mýrinni í Olís-deild kvenna í dag. Eftir jafnan fyrri hálfleik voru Valskonur sterkari í þeim seinni. 6. mars 2021 18:00 Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Sjá meira
„Þetta var mjög góður dagur og ég er rosalega stolt af stelpunum. Þetta var ótrúlega gaman,“ sagði Lovísa í samtali við Vísi eftir leikinn í Garðabænum. Fyrri hálfleikurinn var jafn en Valskonur voru sterkari í þeim seinni sem þær unnu, 15-10. „Við höfum byrjað marga leiki á hælunum þannig að við vorum staðráðnar í að koma inn í leikinn af fullum krafti og planið gekk upp,“ sagði Lovísa. Valur náði fimm marka forskoti um miðjan seinni hálfleik en Stjarnan kom sér aftur inn í leikinn eftir að hafa skipt yfir í framliggjandi vörn. Lovísu fannst Valskonur leysa hana vel. „Mér fannst það allt í lagi. Mér leið ekkert illa þótt þær hafi náð smá áhlaupi á okkur. Við vorum skynsamar og erum með snögga leikmenn sem eru góðir maður gegn manni og við náðum að leysa þetta vel,“ sagði Lovísa sem skoraði grimmt í byrjun leiks áður en fleiri leikmenn Vals létu að sér kveða. „Handbolti er ekki eins manns leikur þannig að það er mjög gott að vera með gott lið. Við höfum staðið okkur rosalega vel á æfingum og það er gott að sýna það loksins fyrir áhorfendunum okkar og sanna fyrir okkur sjálfum að við erum ekki gerðar úr engu.“ Anna Úrsúla Guðmundsdóttir lék sinn annan leik á tímabilinu í dag eftir að hafa tekið skóna af hillunni. Lovísa er að vonum ánægð með innkomu Önnu Úrsúlu í Valsliðið. „Anna er bara best eins og allir handboltaunnendur vita. Við erum rosalega heppnar að njóta krafta hennar og bara jess, áfram Anna!“ sagði Lovísa að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild kvenna Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - Valur 23-30 | Langþráður Valssigur Eftir fimm leiki í röð án sigurs vann Valur Stjörnuna, 23-30, í Mýrinni í Olís-deild kvenna í dag. Eftir jafnan fyrri hálfleik voru Valskonur sterkari í þeim seinni. 6. mars 2021 18:00 Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Sjá meira
Umfjöllun: Stjarnan - Valur 23-30 | Langþráður Valssigur Eftir fimm leiki í röð án sigurs vann Valur Stjörnuna, 23-30, í Mýrinni í Olís-deild kvenna í dag. Eftir jafnan fyrri hálfleik voru Valskonur sterkari í þeim seinni. 6. mars 2021 18:00