Lovísa: Bara jess, áfram Anna! Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. mars 2021 18:28 Lovísa Thompson skoraði tíu mörk úr tólf skotum gegn Stjörnunni. vísir/hulda margrét Hljóðið var gott í Lovísu Thompson eftir sigur Vals á Stjörnunni í dag, 23-30. Lovísa skoraði tíu mörk í leiknum. „Þetta var mjög góður dagur og ég er rosalega stolt af stelpunum. Þetta var ótrúlega gaman,“ sagði Lovísa í samtali við Vísi eftir leikinn í Garðabænum. Fyrri hálfleikurinn var jafn en Valskonur voru sterkari í þeim seinni sem þær unnu, 15-10. „Við höfum byrjað marga leiki á hælunum þannig að við vorum staðráðnar í að koma inn í leikinn af fullum krafti og planið gekk upp,“ sagði Lovísa. Valur náði fimm marka forskoti um miðjan seinni hálfleik en Stjarnan kom sér aftur inn í leikinn eftir að hafa skipt yfir í framliggjandi vörn. Lovísu fannst Valskonur leysa hana vel. „Mér fannst það allt í lagi. Mér leið ekkert illa þótt þær hafi náð smá áhlaupi á okkur. Við vorum skynsamar og erum með snögga leikmenn sem eru góðir maður gegn manni og við náðum að leysa þetta vel,“ sagði Lovísa sem skoraði grimmt í byrjun leiks áður en fleiri leikmenn Vals létu að sér kveða. „Handbolti er ekki eins manns leikur þannig að það er mjög gott að vera með gott lið. Við höfum staðið okkur rosalega vel á æfingum og það er gott að sýna það loksins fyrir áhorfendunum okkar og sanna fyrir okkur sjálfum að við erum ekki gerðar úr engu.“ Anna Úrsúla Guðmundsdóttir lék sinn annan leik á tímabilinu í dag eftir að hafa tekið skóna af hillunni. Lovísa er að vonum ánægð með innkomu Önnu Úrsúlu í Valsliðið. „Anna er bara best eins og allir handboltaunnendur vita. Við erum rosalega heppnar að njóta krafta hennar og bara jess, áfram Anna!“ sagði Lovísa að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild kvenna Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - Valur 23-30 | Langþráður Valssigur Eftir fimm leiki í röð án sigurs vann Valur Stjörnuna, 23-30, í Mýrinni í Olís-deild kvenna í dag. Eftir jafnan fyrri hálfleik voru Valskonur sterkari í þeim seinni. 6. mars 2021 18:00 Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Fleiri fréttir Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Sjá meira
„Þetta var mjög góður dagur og ég er rosalega stolt af stelpunum. Þetta var ótrúlega gaman,“ sagði Lovísa í samtali við Vísi eftir leikinn í Garðabænum. Fyrri hálfleikurinn var jafn en Valskonur voru sterkari í þeim seinni sem þær unnu, 15-10. „Við höfum byrjað marga leiki á hælunum þannig að við vorum staðráðnar í að koma inn í leikinn af fullum krafti og planið gekk upp,“ sagði Lovísa. Valur náði fimm marka forskoti um miðjan seinni hálfleik en Stjarnan kom sér aftur inn í leikinn eftir að hafa skipt yfir í framliggjandi vörn. Lovísu fannst Valskonur leysa hana vel. „Mér fannst það allt í lagi. Mér leið ekkert illa þótt þær hafi náð smá áhlaupi á okkur. Við vorum skynsamar og erum með snögga leikmenn sem eru góðir maður gegn manni og við náðum að leysa þetta vel,“ sagði Lovísa sem skoraði grimmt í byrjun leiks áður en fleiri leikmenn Vals létu að sér kveða. „Handbolti er ekki eins manns leikur þannig að það er mjög gott að vera með gott lið. Við höfum staðið okkur rosalega vel á æfingum og það er gott að sýna það loksins fyrir áhorfendunum okkar og sanna fyrir okkur sjálfum að við erum ekki gerðar úr engu.“ Anna Úrsúla Guðmundsdóttir lék sinn annan leik á tímabilinu í dag eftir að hafa tekið skóna af hillunni. Lovísa er að vonum ánægð með innkomu Önnu Úrsúlu í Valsliðið. „Anna er bara best eins og allir handboltaunnendur vita. Við erum rosalega heppnar að njóta krafta hennar og bara jess, áfram Anna!“ sagði Lovísa að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild kvenna Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - Valur 23-30 | Langþráður Valssigur Eftir fimm leiki í röð án sigurs vann Valur Stjörnuna, 23-30, í Mýrinni í Olís-deild kvenna í dag. Eftir jafnan fyrri hálfleik voru Valskonur sterkari í þeim seinni. 6. mars 2021 18:00 Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Fleiri fréttir Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Sjá meira
Umfjöllun: Stjarnan - Valur 23-30 | Langþráður Valssigur Eftir fimm leiki í röð án sigurs vann Valur Stjörnuna, 23-30, í Mýrinni í Olís-deild kvenna í dag. Eftir jafnan fyrri hálfleik voru Valskonur sterkari í þeim seinni. 6. mars 2021 18:00