Áfram mikil skjálftavirkni: Sex skjálftar um og yfir þremur að stærð í nótt Eiður Þór Árnason skrifar 6. mars 2021 07:16 Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga er nú aftur að mestu bundin við Fagradalsfjall eftir að hún færði sig meira í átt til Grindavíkur og Bláa lónsins á fimmtudagskvöld. Vísir/vilhelm Rúmlega 800 jarðskjálftar hafa mælst frá því á miðnætti, sá stærsti að stærð 3,7 við Fagradalsfjall klukkan 4:11. Fimm aðrir skjálftar hafa mælst um eða yfir þremur að stærð frá miðnætti og hefur mesta virknin verið bundin við Fagradalsfjall. Skömmu fyrir miðnætti, klukkan 23:29, varð svo skjálfti að stærð 3,5 sem mældist sömuleiðis við Fagradalsfjall. Enginn órói hefur mælst á svæðinu en skjálftavirkni er áfram mikill. Alls mældust um 2.800 jarðskjálftar í gær og í heildina hafa rúmlega 22 þúsund skjálftar mælst síðan kröftug hrina hófst á Reykjanesskaga þann 24. febrúar. „Mesta virknin hefur haldið sig á svipuðu svæði og hún hefur verið og er bundin við Fagradalsfjall,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Virknin sé áfram nokkuð stöðug og hafi hvorki aukist né minnkað í nótt. Rúmlega hundrað skjálftar hafa bæst við frá því klukkan sex í morgun. Stærstu skjálftar frá miðnætti: Klukkan 02:32 að stærð 3,0 Klukkan 02:33 að stærð 3,1 Klukkan 02:33 að stærð 3,3 Klukkan 02:59 að stærð 3,0 Klukkan 03:12 að stærð 3,3 Klukkan 04:11 að stærð 3,7 Vísindaráð almannavarna gat út síðdegis í gær að engar vísbendingar væru um að kvika færist hratt nær yfirborði á Reykjanesskaga og telur vísindaráðið ekki miklar líkur á eldgosi á meðan það ástand varir. Jarðskjálfti upp á allt að 6,5 að stærð er talinn á meðal líklegustu sviðsmynda í jarðskjálftavirkninni á svæðinu. Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, sagði í samtali við fréttastofu í gær að nýjustu líkanreikningar bendi til að nánast lóðréttur kvikugangur liggi á svæðinu milli Fagradalsfjalls og Keilis. Líklegt sé að kvikan hafi náð upp á allt að tveggja kílómetra dýpi í jarðskorpunni. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Ný gögn staðfesta grunsemdir um að kvikan sé komin ansi nálægt yfirborði „Það sem þessir nýju líkanreikningar sýna okkur er að kvikan hefur náð ansi nálægt yfirborði í þessum kvikugangi og þetta er nánast lóðréttur kvikugangur sem liggur þarna á svæðinu milli Fagradalsfjalls og Keilis,“ segir Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Líklegt er að kvikan hafi náð upp á allt að tveggja kílómetra dýpi í jarðskorpunni. 5. mars 2021 16:59 „Skjálftavirknin sýnir að þetta er ekkert búið” Skjálftavirknin á Reykjanesskaga sýnir að þetta er ekki búið, segir jarðeðlisfræðingur. Ekki eru merki um að gos séu að hefjast í dag en ómögulegt að spá fyrir um næstu daga. Um þúsund skjálftar hafa mælst frá miðnætti. 5. mars 2021 11:36 Skjálftavirknin færst aftur að Fagradalsfjalli Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga er nú aftur að mestu bundin við Fagradalsfjall eftir að hún færði sig meira í átt til Grindavíkur og Bláa lónsins í gærkvöldi. 5. mars 2021 06:39 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Sjá meira
Enginn órói hefur mælst á svæðinu en skjálftavirkni er áfram mikill. Alls mældust um 2.800 jarðskjálftar í gær og í heildina hafa rúmlega 22 þúsund skjálftar mælst síðan kröftug hrina hófst á Reykjanesskaga þann 24. febrúar. „Mesta virknin hefur haldið sig á svipuðu svæði og hún hefur verið og er bundin við Fagradalsfjall,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Virknin sé áfram nokkuð stöðug og hafi hvorki aukist né minnkað í nótt. Rúmlega hundrað skjálftar hafa bæst við frá því klukkan sex í morgun. Stærstu skjálftar frá miðnætti: Klukkan 02:32 að stærð 3,0 Klukkan 02:33 að stærð 3,1 Klukkan 02:33 að stærð 3,3 Klukkan 02:59 að stærð 3,0 Klukkan 03:12 að stærð 3,3 Klukkan 04:11 að stærð 3,7 Vísindaráð almannavarna gat út síðdegis í gær að engar vísbendingar væru um að kvika færist hratt nær yfirborði á Reykjanesskaga og telur vísindaráðið ekki miklar líkur á eldgosi á meðan það ástand varir. Jarðskjálfti upp á allt að 6,5 að stærð er talinn á meðal líklegustu sviðsmynda í jarðskjálftavirkninni á svæðinu. Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, sagði í samtali við fréttastofu í gær að nýjustu líkanreikningar bendi til að nánast lóðréttur kvikugangur liggi á svæðinu milli Fagradalsfjalls og Keilis. Líklegt sé að kvikan hafi náð upp á allt að tveggja kílómetra dýpi í jarðskorpunni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Ný gögn staðfesta grunsemdir um að kvikan sé komin ansi nálægt yfirborði „Það sem þessir nýju líkanreikningar sýna okkur er að kvikan hefur náð ansi nálægt yfirborði í þessum kvikugangi og þetta er nánast lóðréttur kvikugangur sem liggur þarna á svæðinu milli Fagradalsfjalls og Keilis,“ segir Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Líklegt er að kvikan hafi náð upp á allt að tveggja kílómetra dýpi í jarðskorpunni. 5. mars 2021 16:59 „Skjálftavirknin sýnir að þetta er ekkert búið” Skjálftavirknin á Reykjanesskaga sýnir að þetta er ekki búið, segir jarðeðlisfræðingur. Ekki eru merki um að gos séu að hefjast í dag en ómögulegt að spá fyrir um næstu daga. Um þúsund skjálftar hafa mælst frá miðnætti. 5. mars 2021 11:36 Skjálftavirknin færst aftur að Fagradalsfjalli Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga er nú aftur að mestu bundin við Fagradalsfjall eftir að hún færði sig meira í átt til Grindavíkur og Bláa lónsins í gærkvöldi. 5. mars 2021 06:39 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Sjá meira
Ný gögn staðfesta grunsemdir um að kvikan sé komin ansi nálægt yfirborði „Það sem þessir nýju líkanreikningar sýna okkur er að kvikan hefur náð ansi nálægt yfirborði í þessum kvikugangi og þetta er nánast lóðréttur kvikugangur sem liggur þarna á svæðinu milli Fagradalsfjalls og Keilis,“ segir Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Líklegt er að kvikan hafi náð upp á allt að tveggja kílómetra dýpi í jarðskorpunni. 5. mars 2021 16:59
„Skjálftavirknin sýnir að þetta er ekkert búið” Skjálftavirknin á Reykjanesskaga sýnir að þetta er ekki búið, segir jarðeðlisfræðingur. Ekki eru merki um að gos séu að hefjast í dag en ómögulegt að spá fyrir um næstu daga. Um þúsund skjálftar hafa mælst frá miðnætti. 5. mars 2021 11:36
Skjálftavirknin færst aftur að Fagradalsfjalli Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga er nú aftur að mestu bundin við Fagradalsfjall eftir að hún færði sig meira í átt til Grindavíkur og Bláa lónsins í gærkvöldi. 5. mars 2021 06:39