Miklar jarðhræringar hafa verið á Reykjanesi síðustu vikuna og hefur það sett svip sinn á líf íbúa á Suðurnesjunum.
Í kjölfarið var stofnaður playlisti á Spotify sem hefur fengið nafnið Reykjanes á tjá og tundri og þegar þessi grein er skrifuð eru þar 105 lög.
Í lýsingu listans á tónlistarveitunni stendur: „Reykjanesið skelfur en íbúar halda ró sinni eins og hægt er, skelltum í þennan playlista af tilefninu.“
Lögin hafa mörg hver tengingar við jarðskjálfta á einn eða annan hátt en eiga það öll sameiginlegt að vera nokkuð góð.
Hér að neðan má hlusta á listann í heild sinni.