„Þetta er það versta sem ég hef séð til okkar sóknarlega“ Atli Arason skrifar 4. mars 2021 22:56 Darri Freyr þjálfari KR-inga VÍSIR/VILHELM Darri Freyr Atlason, þjálfari KR, var afskaplega feginn að hafa náð sigri í Ljónagryfjunni í kvöld eftir það sem var að hans mati einn versti leikur KR liðsins á tímabilinu. „Maður er ánægður að sleppa með sigurinn, mér fannst bæði liðin léleg í kvöld en við kannski bara aðeins minna lélegir. Sérstaklega í byrjun þriðja leikhluta og það dugði í dag. Við byrjum leikinn á 1 af 12 fyrir utan, sem þýðir að skot gæðin okkar er ekki fullnægjandi og endum leikinn í 3 af 16. Sem er bæði of lítið af teknum þristum og of lítið af þristum ofan í. Við þurfum að líta lengi á þennan leik og athuga hvað var að, sérstaklega sóknarlega. Við náðum að harka þetta út af því að við stoppuðum og breyttum þessu í svipað dæmi hinu megin. Þetta er það versta sem ég hef séð til okkar sóknarlega og það með Þórsleiknum meðtöldum,“ sagði Darri Freyr í viðtali eftir leik. KR-ingum virðast líða mun betur þegar þeir eru fjarri Vesturbænum. KR hefur ásamt Þór AK, Val og Njarðvík tapað flestum heimaleikjum þegar tímabilið er rétt rúmlega hálfnað, alls 4 tapleikir á heimavelli. Liðið hefur aftur á móti unnið alla 6 útileiki sína á tímabilinu, með lang besta árangur allra liða á útivelli. Darri vildi ekki gera of mikið úr þessum góða árangri á útivelli. „Þetta er bara eitthvað tilfallandi mál. Ég get alveg sagt að þetta séu áhorfendurnir eða eitthvað svoleiðis en tölfræðingurinn í mér er ekki hrifinn af því. Við verðum að byrja að vinna á heimavelli og þá getum við jafnað þetta út,“ svaraði Darri. Næsti leikur KR er einmitt útileikur, á Sauðárkróki gegn Tindastóll. Darri er ákveðinn að viðhalda 100% útivalla árangri liðsins. „Auðvitað höldum við það og ætlum að sjá til þess að svo verði. Þetta er heimaleikur fyrir mig þar sem ég er loksins að fara aftur heim á Krókinn. Ég er spenntur að hitta frændur mína á efri hæðinni og sjá hvort þeir hafi ekki eitthvað gáfulegt að segja,“ sagði Darri Freyr Atlason að lokum. Íslenski handboltinn KR Dominos-deild karla Tengdar fréttir Í beinni: Njarðvík - KR | Stórleikur í Ljónagryfjunni KR vann Njarðvík með fjórum stigum í Ljónagryfjunni. 4. mars 2021 23:45 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
„Maður er ánægður að sleppa með sigurinn, mér fannst bæði liðin léleg í kvöld en við kannski bara aðeins minna lélegir. Sérstaklega í byrjun þriðja leikhluta og það dugði í dag. Við byrjum leikinn á 1 af 12 fyrir utan, sem þýðir að skot gæðin okkar er ekki fullnægjandi og endum leikinn í 3 af 16. Sem er bæði of lítið af teknum þristum og of lítið af þristum ofan í. Við þurfum að líta lengi á þennan leik og athuga hvað var að, sérstaklega sóknarlega. Við náðum að harka þetta út af því að við stoppuðum og breyttum þessu í svipað dæmi hinu megin. Þetta er það versta sem ég hef séð til okkar sóknarlega og það með Þórsleiknum meðtöldum,“ sagði Darri Freyr í viðtali eftir leik. KR-ingum virðast líða mun betur þegar þeir eru fjarri Vesturbænum. KR hefur ásamt Þór AK, Val og Njarðvík tapað flestum heimaleikjum þegar tímabilið er rétt rúmlega hálfnað, alls 4 tapleikir á heimavelli. Liðið hefur aftur á móti unnið alla 6 útileiki sína á tímabilinu, með lang besta árangur allra liða á útivelli. Darri vildi ekki gera of mikið úr þessum góða árangri á útivelli. „Þetta er bara eitthvað tilfallandi mál. Ég get alveg sagt að þetta séu áhorfendurnir eða eitthvað svoleiðis en tölfræðingurinn í mér er ekki hrifinn af því. Við verðum að byrja að vinna á heimavelli og þá getum við jafnað þetta út,“ svaraði Darri. Næsti leikur KR er einmitt útileikur, á Sauðárkróki gegn Tindastóll. Darri er ákveðinn að viðhalda 100% útivalla árangri liðsins. „Auðvitað höldum við það og ætlum að sjá til þess að svo verði. Þetta er heimaleikur fyrir mig þar sem ég er loksins að fara aftur heim á Krókinn. Ég er spenntur að hitta frændur mína á efri hæðinni og sjá hvort þeir hafi ekki eitthvað gáfulegt að segja,“ sagði Darri Freyr Atlason að lokum.
Íslenski handboltinn KR Dominos-deild karla Tengdar fréttir Í beinni: Njarðvík - KR | Stórleikur í Ljónagryfjunni KR vann Njarðvík með fjórum stigum í Ljónagryfjunni. 4. mars 2021 23:45 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Í beinni: Njarðvík - KR | Stórleikur í Ljónagryfjunni KR vann Njarðvík með fjórum stigum í Ljónagryfjunni. 4. mars 2021 23:45
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum