Viðar Örn: Ég var að teikna upp kerfi og svo kemur höggið Smári Jökull Jónsson skrifar 4. mars 2021 21:52 Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar. Vísir „Ég er hrikalega stoltur af mínum mönnum að klára þetta hérna. Svekktur að hafa ekki farið með þetta í átta stigin. Ég skora bara á KKÍ að setja deildina í þrefalda umferð þannig að þetta innbyrðis dæmi hætti,“ sagði Viðar Örn Hafsteinsson þjálfari Hattar eftir sigur hans manna í Grindavík í Domino´s deildinni í kvöld. „Leikurinn er farinn þegar 5 sekúndur eru eftir og við að reyna að taka leikhlé. Þetta er gegn einhverjum óskrifuðum reglum í körfubolta en við þurfum að hugsa um rassinn á sjálfum okkur. Við vorum að reyna að koma þessu í átta stig til að eiga innbyrðisviðureignirnar á þá.“ Grindavík leiddi með fimm stigum í hálfleik og virtust ætla að sigla fram úr í upphafi þriðja leikhluta þegar þeir komust mest níu stigum yfir. En þá vöknuðu Hattarmenn heldur betur og menn af bekknum skiluðu góðu framlagi. „Juan Navarro, minn maður, er búinn að vera að ströggla á tímabilinu og fara í gegnum meiðsli. Bomban bara mætti og hann var hrikalega öflugur fyrir okkur. Hann fór að frákasta fyrir okkur, Grindavík tók alltof mikið af sóknarfráköstum í fyrri hálfleik.“ „Hann kemur inn með 10 stig, fráköst og hörku varnarleik og það smitar út frá sér. Það gaf okkur hrikalega mikið. Ég er ánægður með þann styrk sem við sýnum. Siggi (Sigurður Gunnar Þorsteinsson) var ekki góður í kvöld og hans besta ákvörðun var kannski á æfingu fyrir 4-5 vikum þegar hann fór að nefna að Matej Karlovic ætti bara að spila seinni hálfleik,“ en umræddur Karlovic kom afar sterkur inn af bekknum eftir hlé. „Hann er búinn að vera að eiga við meiðsli. Það virkaði í dag og það var kannski besta framlagið frá Sigga. Við sýndum breiddina sem við höfum, mann sem spilar bara seinni hálfleikinn og svo varamiðherjann okkar sem kemur með risa framlag til að landa þessum sigri.“ Rétt áður en flautað til leiks reið yfir stór jarðskjálfti sem átti upptök sín afar nálægt Grindavík. HS Orku-höllinn hristist vel og duglega og mönnum brá heldur betur í brún. „Þetta var bara eins og Bubbu Morthens, BOBA. Ég hef aldrei verið í jarðskjálfta en þetta var geggjað. Ég var að reyna að teikna upp einhver kerfi og svo kemur höggið og það var enginn með einbeitingu. Menn eru að lenda í þessu í fyrsta skipti og urðu aðeins litlir í sér.“ „Ég vorkenni fólkinu sem býr hérna sem þarf að eiga við alls konar vandamál með sín heimili og vonandi fer þetta að líða hjá. Ég verð að segja að þetta var lífsreynsla fyrir mig, pínu win-win. Ég hafði gaman af því að vinna leikinn og gaman af því að lenda í þessum jarðskjálfta,“ sagði Viðar Örn að lokum. Körfubolti UMF Grindavík Höttur Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Höttur 89-96 | Baráttusigur Hattarmanna í Grindavík Höttur vann fremur óvæntan sigur á Grindavík í HS Orku-höllinni í kvöld. Frábær vörn í síðari hálfleiknum lagði grunninn að sigrinum og Höttur er kominn með í baráttuna um sæti í úrslitakeppninni.Umfjöllun og viðtöl birtast á Vísi síðar í kvöld. 4. mars 2021 20:53 Höllin í Grindavík skalf fyrir körfuboltaleik Jarðskjálfti upp á 4,1 sem skók Grindavík í kvöld fannst vel í HS-Orku-höllina rétt áður leikur Grindavíkur og Hattar í körfubolta hófst á áttunda tímanum í kvöld. Titringurinn náðist greinilega á mynd í útsendingu Stöðvar 2 frá höllinni. Upptökuna má sjá neðst í fréttinni. 4. mars 2021 20:11 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Sjá meira
„Leikurinn er farinn þegar 5 sekúndur eru eftir og við að reyna að taka leikhlé. Þetta er gegn einhverjum óskrifuðum reglum í körfubolta en við þurfum að hugsa um rassinn á sjálfum okkur. Við vorum að reyna að koma þessu í átta stig til að eiga innbyrðisviðureignirnar á þá.“ Grindavík leiddi með fimm stigum í hálfleik og virtust ætla að sigla fram úr í upphafi þriðja leikhluta þegar þeir komust mest níu stigum yfir. En þá vöknuðu Hattarmenn heldur betur og menn af bekknum skiluðu góðu framlagi. „Juan Navarro, minn maður, er búinn að vera að ströggla á tímabilinu og fara í gegnum meiðsli. Bomban bara mætti og hann var hrikalega öflugur fyrir okkur. Hann fór að frákasta fyrir okkur, Grindavík tók alltof mikið af sóknarfráköstum í fyrri hálfleik.“ „Hann kemur inn með 10 stig, fráköst og hörku varnarleik og það smitar út frá sér. Það gaf okkur hrikalega mikið. Ég er ánægður með þann styrk sem við sýnum. Siggi (Sigurður Gunnar Þorsteinsson) var ekki góður í kvöld og hans besta ákvörðun var kannski á æfingu fyrir 4-5 vikum þegar hann fór að nefna að Matej Karlovic ætti bara að spila seinni hálfleik,“ en umræddur Karlovic kom afar sterkur inn af bekknum eftir hlé. „Hann er búinn að vera að eiga við meiðsli. Það virkaði í dag og það var kannski besta framlagið frá Sigga. Við sýndum breiddina sem við höfum, mann sem spilar bara seinni hálfleikinn og svo varamiðherjann okkar sem kemur með risa framlag til að landa þessum sigri.“ Rétt áður en flautað til leiks reið yfir stór jarðskjálfti sem átti upptök sín afar nálægt Grindavík. HS Orku-höllinn hristist vel og duglega og mönnum brá heldur betur í brún. „Þetta var bara eins og Bubbu Morthens, BOBA. Ég hef aldrei verið í jarðskjálfta en þetta var geggjað. Ég var að reyna að teikna upp einhver kerfi og svo kemur höggið og það var enginn með einbeitingu. Menn eru að lenda í þessu í fyrsta skipti og urðu aðeins litlir í sér.“ „Ég vorkenni fólkinu sem býr hérna sem þarf að eiga við alls konar vandamál með sín heimili og vonandi fer þetta að líða hjá. Ég verð að segja að þetta var lífsreynsla fyrir mig, pínu win-win. Ég hafði gaman af því að vinna leikinn og gaman af því að lenda í þessum jarðskjálfta,“ sagði Viðar Örn að lokum.
Körfubolti UMF Grindavík Höttur Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Höttur 89-96 | Baráttusigur Hattarmanna í Grindavík Höttur vann fremur óvæntan sigur á Grindavík í HS Orku-höllinni í kvöld. Frábær vörn í síðari hálfleiknum lagði grunninn að sigrinum og Höttur er kominn með í baráttuna um sæti í úrslitakeppninni.Umfjöllun og viðtöl birtast á Vísi síðar í kvöld. 4. mars 2021 20:53 Höllin í Grindavík skalf fyrir körfuboltaleik Jarðskjálfti upp á 4,1 sem skók Grindavík í kvöld fannst vel í HS-Orku-höllina rétt áður leikur Grindavíkur og Hattar í körfubolta hófst á áttunda tímanum í kvöld. Titringurinn náðist greinilega á mynd í útsendingu Stöðvar 2 frá höllinni. Upptökuna má sjá neðst í fréttinni. 4. mars 2021 20:11 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Höttur 89-96 | Baráttusigur Hattarmanna í Grindavík Höttur vann fremur óvæntan sigur á Grindavík í HS Orku-höllinni í kvöld. Frábær vörn í síðari hálfleiknum lagði grunninn að sigrinum og Höttur er kominn með í baráttuna um sæti í úrslitakeppninni.Umfjöllun og viðtöl birtast á Vísi síðar í kvöld. 4. mars 2021 20:53
Höllin í Grindavík skalf fyrir körfuboltaleik Jarðskjálfti upp á 4,1 sem skók Grindavík í kvöld fannst vel í HS-Orku-höllina rétt áður leikur Grindavíkur og Hattar í körfubolta hófst á áttunda tímanum í kvöld. Titringurinn náðist greinilega á mynd í útsendingu Stöðvar 2 frá höllinni. Upptökuna má sjá neðst í fréttinni. 4. mars 2021 20:11