Telur símtöl Áslaugar Örnu ekki afskipti af rannsókn máls Kjartan Kjartansson skrifar 4. mars 2021 19:53 Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, ræddi í tvígang við dómsmálaráðherra í síma eftir að lögreglan greindi frá viðveru ráðherra úr flokki hans á samkomu sem lögreglan hafði afskipti af á Þorláksmessu. Vísir/Vilhelm Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segist ekki telja að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, hafi haft afskipti af rannsókn sakamáls hjá embættinu með tveimur símtölum á aðfangadag þegar lögreglan greindi frá því að ráðherra hefði verið á meðal gesta á samkomu þar sem sóttvarnareglur voru brotnar. Áslaug Arna og Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, ræddu í tvígang saman í síma í desember í kjölfar þess að í dagbók lögreglu sem var send fjölmiðlum á aðfangadagsmorgun hafi komið fram að ráðherra hafi verið á samkomu í Ásmundarsal þar sem gestir voru fleiri en samkomutakmarkanir heimiluðu og fáir voru með grímur. Síðar kom í ljós að þar var á ferð Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og samflokksmaður dómsmálaráðherra. Bjarni baðst afsökunar í kjölfarið. Spurningar hafa vaknað um hvort að Áslaug Arna hafi með símtölum sínum haft óeðlileg afskipti af störfum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Embættið lét kanna vinnubrögð í kjölfar gagnrýni á að greint hefði verið frá viðveru ráðherra í dagbókarfærslunni. Niðurstaða þess var að dagbókarfærslan hefði ekki verið „tilkynningarskyldur öryggisbrestur“. Engu að síður voru reglur um dagbókarfærslur áréttaðar við starfsmenn sem sjá um að skrifa þær. Áslaug Arna hefur sagt að með símtölunum til lögreglustjóra hafi hún aðeins reynt að afla sér upplýsinga vegna fyrirspurna fjölmiðla. Hún hafi spurt út í verklagsreglur um dagbókarfærslu lögreglu og persónuverndarsjónarmið. Hún segist hafa ákveðið að svara svo ekki fyrirspurnum fjölmiðla um málið. Símtölin hafi verið að hennar eigin frumkvæði en ekki að beiðni Bjarna. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis kallaði Áslaugu Örnu á sinn fund vegna málsins á mánudag og Höllu Bergþóru í gær. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir Halla Bergþóra að hennar mat sé að ósk ráðherra um upplýsingar hafi fallið undir yfirstjórnunar- og eftirlitsheimildir hennar. Samkvæmt stjórnarskrá geti ráðherra krafið stjórnvald undir yfirstjórn hans um hverjar þær upplýsingar og skýringar sem honum er þörf á til að sinna yfirstjórnarhlutverki sínu. „Ég tel ekki að ráðherra hafi með þessu haft afskipti af rannsókn sakamáls hjá embættinu,“ segir í svari Höllu Bergþóru. Hún svaraði ekki spurningu Vísis um hvort að Áslaug Arna hefði lagt til við sig eða velt því upp hvort að tilefni væri fyrir lögregluna að gera breytingar á dagbókarfærslu lögreglunnar sem var send út á aðfangadagsmorgun. Lögreglan Ráðherra í Ásmundarsal Tengdar fréttir Áslaug segir símtöl við lögreglustjóra ekki skráningarskyld Dómsmálaráðherra segir verklagsreglur ekki gera ráð fyrir að símtöl eins og þau sem hún átti við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu um jólin séu skráð sérstaklega. Fjármálaráðherra hafi ekki beðið hana að hlutast til í málinu. 2. mars 2021 19:33 Áslaug segir aðfangadagssímtölin ekki hafa verið að beiðni Bjarna Dómsmálaráðherra segir tvö símtöl við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu um hið svo kallaða Ásmundarsalarmál á aðfangadag hafa verið algjörlega að eigin frumkvæði. Fjármálaráðherra, sem var í salnum á Þorláksmessukvöld, hafi ekki beðið hana um að grennslast fyrir um málið. 2. mars 2021 12:44 Hefði verið heppilegra að sleppa símtölunum Dómsmálaráðherra var kölluð fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun vegna samskipta sinna við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu eftir Ásmundarsalarmálið. Þingmaður Pírata telur að samskiptin hefðu verið heppilegri í formlegri búning. 1. mars 2021 12:04 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Áslaug Arna og Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, ræddu í tvígang saman í síma í desember í kjölfar þess að í dagbók lögreglu sem var send fjölmiðlum á aðfangadagsmorgun hafi komið fram að ráðherra hafi verið á samkomu í Ásmundarsal þar sem gestir voru fleiri en samkomutakmarkanir heimiluðu og fáir voru með grímur. Síðar kom í ljós að þar var á ferð Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og samflokksmaður dómsmálaráðherra. Bjarni baðst afsökunar í kjölfarið. Spurningar hafa vaknað um hvort að Áslaug Arna hafi með símtölum sínum haft óeðlileg afskipti af störfum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Embættið lét kanna vinnubrögð í kjölfar gagnrýni á að greint hefði verið frá viðveru ráðherra í dagbókarfærslunni. Niðurstaða þess var að dagbókarfærslan hefði ekki verið „tilkynningarskyldur öryggisbrestur“. Engu að síður voru reglur um dagbókarfærslur áréttaðar við starfsmenn sem sjá um að skrifa þær. Áslaug Arna hefur sagt að með símtölunum til lögreglustjóra hafi hún aðeins reynt að afla sér upplýsinga vegna fyrirspurna fjölmiðla. Hún hafi spurt út í verklagsreglur um dagbókarfærslu lögreglu og persónuverndarsjónarmið. Hún segist hafa ákveðið að svara svo ekki fyrirspurnum fjölmiðla um málið. Símtölin hafi verið að hennar eigin frumkvæði en ekki að beiðni Bjarna. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis kallaði Áslaugu Örnu á sinn fund vegna málsins á mánudag og Höllu Bergþóru í gær. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir Halla Bergþóra að hennar mat sé að ósk ráðherra um upplýsingar hafi fallið undir yfirstjórnunar- og eftirlitsheimildir hennar. Samkvæmt stjórnarskrá geti ráðherra krafið stjórnvald undir yfirstjórn hans um hverjar þær upplýsingar og skýringar sem honum er þörf á til að sinna yfirstjórnarhlutverki sínu. „Ég tel ekki að ráðherra hafi með þessu haft afskipti af rannsókn sakamáls hjá embættinu,“ segir í svari Höllu Bergþóru. Hún svaraði ekki spurningu Vísis um hvort að Áslaug Arna hefði lagt til við sig eða velt því upp hvort að tilefni væri fyrir lögregluna að gera breytingar á dagbókarfærslu lögreglunnar sem var send út á aðfangadagsmorgun.
Lögreglan Ráðherra í Ásmundarsal Tengdar fréttir Áslaug segir símtöl við lögreglustjóra ekki skráningarskyld Dómsmálaráðherra segir verklagsreglur ekki gera ráð fyrir að símtöl eins og þau sem hún átti við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu um jólin séu skráð sérstaklega. Fjármálaráðherra hafi ekki beðið hana að hlutast til í málinu. 2. mars 2021 19:33 Áslaug segir aðfangadagssímtölin ekki hafa verið að beiðni Bjarna Dómsmálaráðherra segir tvö símtöl við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu um hið svo kallaða Ásmundarsalarmál á aðfangadag hafa verið algjörlega að eigin frumkvæði. Fjármálaráðherra, sem var í salnum á Þorláksmessukvöld, hafi ekki beðið hana um að grennslast fyrir um málið. 2. mars 2021 12:44 Hefði verið heppilegra að sleppa símtölunum Dómsmálaráðherra var kölluð fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun vegna samskipta sinna við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu eftir Ásmundarsalarmálið. Þingmaður Pírata telur að samskiptin hefðu verið heppilegri í formlegri búning. 1. mars 2021 12:04 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Áslaug segir símtöl við lögreglustjóra ekki skráningarskyld Dómsmálaráðherra segir verklagsreglur ekki gera ráð fyrir að símtöl eins og þau sem hún átti við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu um jólin séu skráð sérstaklega. Fjármálaráðherra hafi ekki beðið hana að hlutast til í málinu. 2. mars 2021 19:33
Áslaug segir aðfangadagssímtölin ekki hafa verið að beiðni Bjarna Dómsmálaráðherra segir tvö símtöl við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu um hið svo kallaða Ásmundarsalarmál á aðfangadag hafa verið algjörlega að eigin frumkvæði. Fjármálaráðherra, sem var í salnum á Þorláksmessukvöld, hafi ekki beðið hana um að grennslast fyrir um málið. 2. mars 2021 12:44
Hefði verið heppilegra að sleppa símtölunum Dómsmálaráðherra var kölluð fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun vegna samskipta sinna við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu eftir Ásmundarsalarmálið. Þingmaður Pírata telur að samskiptin hefðu verið heppilegri í formlegri búning. 1. mars 2021 12:04