Dagurinn í myndum: „Þetta eru mjög spennandi tímar“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. mars 2021 22:11 Björgunarsveitafólk stendur vaktina við Keili í dag. Vísir/Vilhelm Þetta eru spennandi tímar fyrir jarðvísindin og á hverjum degi sem líður í þeim jarðhræringum sem nú standa yfir á Reykjanesi læra vísindamenn eitthvað nýtt. Þetta segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Síðast varð eldgos á svæðinu á þrettándu öld og nú er útlit fyrir að fljótlega kunni aftur að gjósa, þótt margt sé óljóst ennþá. Vísindamenn, viðbragðsaðilar, fjölmiðlar og ekki síst almenningur hafa fylgst grannt með framvindunni líkt og meðfylgjandi myndir frá deginum í dag sýna glögglega. Björgunarsveitir og lögregla stýrðu aðgengi að svæðinu.Vísir/Egill Rögnvaldur Ólafsson og Kristín Jónsdóttir hafa staðið vaktina hjá almannavörnum og hjá Veðurstofu Íslands vegna jarðhræringanna á Reykjanesi.Vísir/Sigurjón Fjölmiðlar mættir. Hér má sjá þá Eggert Jóhannesson, ljósmyndara Morgunblaðsins, Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins, Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, og Jóhann K. Jóhannsson, fréttamaður Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.Vísir/Egill „Líkurnar á því að það beri að túlka þetta sem byrjun á goshrinu þær hafa aukist, það lítur mjög sennilega út fyrir að við séum að upplifa það núna. Þessi merku tímamót, það hefur ekki gosið á Reykjanesi í átta hundruð ár, og það kann að vera að næstu tvö til þrjú hundruð árin verði gos nokkuð tíð, kannski tíu tuttugu sinnum muni gjósa á því tímabili,“ sagði Páll í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Björgunarsveitarfólk skráði niður ferðir allra þeirra sem fóru um svæðið, en aðeins fjölmiðlum og vísindamönnum var heimilt að fara um svæðið og aðeins í fylgd með björgunarsveit.Vísir/Vilhelm Björgunarsveitarmenn sem leiðbeindu fréttamönnum og vísindamönnum um svæðið voru vopnaðir gasmælum á borð við þennan hér svo unnt væri að mæla mögulega gasmengun í lofti.Vísir/Egill Páll segir erfitt að segja til um hvað gerist næst. „Reynslan sýnir okkur að þetta gengur þokkalega vel, þó höfum við nú þurft að upplifa það nokkrum sinnum að náttúran hefur gert eitthvað sem að við hreinlega höfðum ekki ímyndunarafl til þess að láta okkur detta í hug. Það kann að vera núna líka, við erum að læra nýja hluti á hverjum einasta degi núna,“ segir Páll og vísar til allra þeirra nýju gagna sem safnað er á hverjum degi og greiningu þeirra. „Þetta eru mjög spennandi tímar í náttúruvísindunum að upplifa þetta og nú skiptir gríðarlega miklu máli núna að mæla sem allra best hvað er í gangi til þess að reyna að skilja það, því að framtíðin hún ræðst af því. Vísindamenn Verðurstofunnar að störfum skammt frá Keili.Vísir/Vilhelm Blaðamannafundur með sérfræðingum klukkan fjögur í dag.almannavarnir Kristján Már Unnarsson fréttamaður fór yfir svæðið á þyrlu ásamt Arnari Halldórssyni tökumanni.Vísir/Arnar Keilir var tignarlegur í dag þrátt fyrir leiðinda veður og lélegt skyggni á köflum í dag.Vísir/Vilhelm Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Fleiri fréttir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Sjá meira
Vísindamenn, viðbragðsaðilar, fjölmiðlar og ekki síst almenningur hafa fylgst grannt með framvindunni líkt og meðfylgjandi myndir frá deginum í dag sýna glögglega. Björgunarsveitir og lögregla stýrðu aðgengi að svæðinu.Vísir/Egill Rögnvaldur Ólafsson og Kristín Jónsdóttir hafa staðið vaktina hjá almannavörnum og hjá Veðurstofu Íslands vegna jarðhræringanna á Reykjanesi.Vísir/Sigurjón Fjölmiðlar mættir. Hér má sjá þá Eggert Jóhannesson, ljósmyndara Morgunblaðsins, Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins, Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, og Jóhann K. Jóhannsson, fréttamaður Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.Vísir/Egill „Líkurnar á því að það beri að túlka þetta sem byrjun á goshrinu þær hafa aukist, það lítur mjög sennilega út fyrir að við séum að upplifa það núna. Þessi merku tímamót, það hefur ekki gosið á Reykjanesi í átta hundruð ár, og það kann að vera að næstu tvö til þrjú hundruð árin verði gos nokkuð tíð, kannski tíu tuttugu sinnum muni gjósa á því tímabili,“ sagði Páll í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Björgunarsveitarfólk skráði niður ferðir allra þeirra sem fóru um svæðið, en aðeins fjölmiðlum og vísindamönnum var heimilt að fara um svæðið og aðeins í fylgd með björgunarsveit.Vísir/Vilhelm Björgunarsveitarmenn sem leiðbeindu fréttamönnum og vísindamönnum um svæðið voru vopnaðir gasmælum á borð við þennan hér svo unnt væri að mæla mögulega gasmengun í lofti.Vísir/Egill Páll segir erfitt að segja til um hvað gerist næst. „Reynslan sýnir okkur að þetta gengur þokkalega vel, þó höfum við nú þurft að upplifa það nokkrum sinnum að náttúran hefur gert eitthvað sem að við hreinlega höfðum ekki ímyndunarafl til þess að láta okkur detta í hug. Það kann að vera núna líka, við erum að læra nýja hluti á hverjum einasta degi núna,“ segir Páll og vísar til allra þeirra nýju gagna sem safnað er á hverjum degi og greiningu þeirra. „Þetta eru mjög spennandi tímar í náttúruvísindunum að upplifa þetta og nú skiptir gríðarlega miklu máli núna að mæla sem allra best hvað er í gangi til þess að reyna að skilja það, því að framtíðin hún ræðst af því. Vísindamenn Verðurstofunnar að störfum skammt frá Keili.Vísir/Vilhelm Blaðamannafundur með sérfræðingum klukkan fjögur í dag.almannavarnir Kristján Már Unnarsson fréttamaður fór yfir svæðið á þyrlu ásamt Arnari Halldórssyni tökumanni.Vísir/Arnar Keilir var tignarlegur í dag þrátt fyrir leiðinda veður og lélegt skyggni á köflum í dag.Vísir/Vilhelm
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Fleiri fréttir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda