Dagurinn í myndum: „Þetta eru mjög spennandi tímar“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. mars 2021 22:11 Björgunarsveitafólk stendur vaktina við Keili í dag. Vísir/Vilhelm Þetta eru spennandi tímar fyrir jarðvísindin og á hverjum degi sem líður í þeim jarðhræringum sem nú standa yfir á Reykjanesi læra vísindamenn eitthvað nýtt. Þetta segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Síðast varð eldgos á svæðinu á þrettándu öld og nú er útlit fyrir að fljótlega kunni aftur að gjósa, þótt margt sé óljóst ennþá. Vísindamenn, viðbragðsaðilar, fjölmiðlar og ekki síst almenningur hafa fylgst grannt með framvindunni líkt og meðfylgjandi myndir frá deginum í dag sýna glögglega. Björgunarsveitir og lögregla stýrðu aðgengi að svæðinu.Vísir/Egill Rögnvaldur Ólafsson og Kristín Jónsdóttir hafa staðið vaktina hjá almannavörnum og hjá Veðurstofu Íslands vegna jarðhræringanna á Reykjanesi.Vísir/Sigurjón Fjölmiðlar mættir. Hér má sjá þá Eggert Jóhannesson, ljósmyndara Morgunblaðsins, Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins, Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, og Jóhann K. Jóhannsson, fréttamaður Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.Vísir/Egill „Líkurnar á því að það beri að túlka þetta sem byrjun á goshrinu þær hafa aukist, það lítur mjög sennilega út fyrir að við séum að upplifa það núna. Þessi merku tímamót, það hefur ekki gosið á Reykjanesi í átta hundruð ár, og það kann að vera að næstu tvö til þrjú hundruð árin verði gos nokkuð tíð, kannski tíu tuttugu sinnum muni gjósa á því tímabili,“ sagði Páll í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Björgunarsveitarfólk skráði niður ferðir allra þeirra sem fóru um svæðið, en aðeins fjölmiðlum og vísindamönnum var heimilt að fara um svæðið og aðeins í fylgd með björgunarsveit.Vísir/Vilhelm Björgunarsveitarmenn sem leiðbeindu fréttamönnum og vísindamönnum um svæðið voru vopnaðir gasmælum á borð við þennan hér svo unnt væri að mæla mögulega gasmengun í lofti.Vísir/Egill Páll segir erfitt að segja til um hvað gerist næst. „Reynslan sýnir okkur að þetta gengur þokkalega vel, þó höfum við nú þurft að upplifa það nokkrum sinnum að náttúran hefur gert eitthvað sem að við hreinlega höfðum ekki ímyndunarafl til þess að láta okkur detta í hug. Það kann að vera núna líka, við erum að læra nýja hluti á hverjum einasta degi núna,“ segir Páll og vísar til allra þeirra nýju gagna sem safnað er á hverjum degi og greiningu þeirra. „Þetta eru mjög spennandi tímar í náttúruvísindunum að upplifa þetta og nú skiptir gríðarlega miklu máli núna að mæla sem allra best hvað er í gangi til þess að reyna að skilja það, því að framtíðin hún ræðst af því. Vísindamenn Verðurstofunnar að störfum skammt frá Keili.Vísir/Vilhelm Blaðamannafundur með sérfræðingum klukkan fjögur í dag.almannavarnir Kristján Már Unnarsson fréttamaður fór yfir svæðið á þyrlu ásamt Arnari Halldórssyni tökumanni.Vísir/Arnar Keilir var tignarlegur í dag þrátt fyrir leiðinda veður og lélegt skyggni á köflum í dag.Vísir/Vilhelm Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Vísindamenn, viðbragðsaðilar, fjölmiðlar og ekki síst almenningur hafa fylgst grannt með framvindunni líkt og meðfylgjandi myndir frá deginum í dag sýna glögglega. Björgunarsveitir og lögregla stýrðu aðgengi að svæðinu.Vísir/Egill Rögnvaldur Ólafsson og Kristín Jónsdóttir hafa staðið vaktina hjá almannavörnum og hjá Veðurstofu Íslands vegna jarðhræringanna á Reykjanesi.Vísir/Sigurjón Fjölmiðlar mættir. Hér má sjá þá Eggert Jóhannesson, ljósmyndara Morgunblaðsins, Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins, Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, og Jóhann K. Jóhannsson, fréttamaður Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.Vísir/Egill „Líkurnar á því að það beri að túlka þetta sem byrjun á goshrinu þær hafa aukist, það lítur mjög sennilega út fyrir að við séum að upplifa það núna. Þessi merku tímamót, það hefur ekki gosið á Reykjanesi í átta hundruð ár, og það kann að vera að næstu tvö til þrjú hundruð árin verði gos nokkuð tíð, kannski tíu tuttugu sinnum muni gjósa á því tímabili,“ sagði Páll í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Björgunarsveitarfólk skráði niður ferðir allra þeirra sem fóru um svæðið, en aðeins fjölmiðlum og vísindamönnum var heimilt að fara um svæðið og aðeins í fylgd með björgunarsveit.Vísir/Vilhelm Björgunarsveitarmenn sem leiðbeindu fréttamönnum og vísindamönnum um svæðið voru vopnaðir gasmælum á borð við þennan hér svo unnt væri að mæla mögulega gasmengun í lofti.Vísir/Egill Páll segir erfitt að segja til um hvað gerist næst. „Reynslan sýnir okkur að þetta gengur þokkalega vel, þó höfum við nú þurft að upplifa það nokkrum sinnum að náttúran hefur gert eitthvað sem að við hreinlega höfðum ekki ímyndunarafl til þess að láta okkur detta í hug. Það kann að vera núna líka, við erum að læra nýja hluti á hverjum einasta degi núna,“ segir Páll og vísar til allra þeirra nýju gagna sem safnað er á hverjum degi og greiningu þeirra. „Þetta eru mjög spennandi tímar í náttúruvísindunum að upplifa þetta og nú skiptir gríðarlega miklu máli núna að mæla sem allra best hvað er í gangi til þess að reyna að skilja það, því að framtíðin hún ræðst af því. Vísindamenn Verðurstofunnar að störfum skammt frá Keili.Vísir/Vilhelm Blaðamannafundur með sérfræðingum klukkan fjögur í dag.almannavarnir Kristján Már Unnarsson fréttamaður fór yfir svæðið á þyrlu ásamt Arnari Halldórssyni tökumanni.Vísir/Arnar Keilir var tignarlegur í dag þrátt fyrir leiðinda veður og lélegt skyggni á köflum í dag.Vísir/Vilhelm
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira