Meðal þess sem Kristján Már sá úr þyrlunni voru sprungur sem fyrir voru á svæðinu, en einnig mátti glögglega sjá hvar nokkuð grjót hafði nýlega brotnað upp úr sprungunum og þær gliðnað í sundur.
„Það er einmitt líklegt að gosið komi upp úr einhverjum af þeim sprungum sem við sjáum við Keili,“ sagði Kristján Már, en innslagið í heild sinni má sjá í klippunni hér að neðan. Sjón er sögu ríkari.