Þá sagði Víðir að mjög blautt væri á svæðinu og fólk gæti lent í vandræðum, fest bíla sína, ef það færi út fyrir vegi og legði út í kant.
Bað Víðir alla um að slaka á, ekkert væri að sjá og engar hamfarir að gerast.
Lögregla stendur nú vaktina á Reykjanesbrautinni við afleggjarann að fjallinu Keili. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði á upplýsingafundinum í dag að vísindafólk og almannavarnir þyrftu vinnufrið á svæðinu. Ekkert væri að sjá í augnablikinu, gos væri ekki hafið.
Þá sagði Víðir að mjög blautt væri á svæðinu og fólk gæti lent í vandræðum, fest bíla sína, ef það færi út fyrir vegi og legði út í kant.
Bað Víðir alla um að slaka á, ekkert væri að sjá og engar hamfarir að gerast.