Stöðug skjálftavirkni og óróamerki áfram Kristín Ólafsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 3. mars 2021 14:52 Skjálftahrinan á Reykjanesi hefur varað í rúma viku. Nú bendir ýmislegt til þess að eldgos sé í þann mund að hefjast. Vísir/Vilhelm Óróapúls, sem Veðurstofan kallar litla vaxandi skjálfta með stuttu millibili, hófst klukkan 14:20 suður af Keili við Litla-Hrút og mælist á flestum jarðskjálftamælum. Slík merki mælast í aðdraganda eldgosa en ekki hefur verið staðfest að eldgos sé hafið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir í samtali við Vísi að þetta bendi sterklega til þess að kvika sé á hreyfingu. Hvort hún sé hins vegar á leið upp í yfirborð eða stöðvist á leiðinni sé erfitt að segja til um á þessari stundu. Upp úr miðnætti var staðan enn að mestu óbreytt frá því síðasta tilkynning barst frá Veðurstofunni klukkan hálf níu. Merki um óróa eru enn greinanleg á jarðskjálftastöðvum á Reykjanesskaga suður af Keili þótt heldur hafi dregið úr frá því síðdegis. Áfram er mikil jarðskjálftavirkni á svæðinu. Um sautján hundruð jarðskjálftar hafa mælst síðan á miðnætti. Stærsti skjálftinn var að stærðinni 4,1 upp úr klukkan tvö síðustu nótt en klukkan 20:17 í kvöld mældist einnig skjálfti að stærðinni 3,8. „Það eru ekki miklar breytingar síðan áðan. Það er bara stöðug skjálftavirkni og óróavirkni áfram þarna og flestir skjálftar eru svona upp í kannski 3,2 til 3,7 að stærð,“ segir Bjarki Kaldalóns Friis, vakthafandi náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „En engar tilkynningar um neitt annað sem er í gangi,“ sagði Bjarki í samtali við Vísi upp úr miðnætti í kvöld. Vísir/Hjalti „Þetta getur þróast á hvorn veginn sem er, gæti stoppað áður en það kemur til yfirborðs en gæti líka náð til yfirborðs. Og ef það nær því vitum við hvað gerist,“ segir Þorvaldur. Þá verði eldgos. Nú þurfi að bíða og sjá hvernig málin þróast. Það ætti að skýrast á næstu klukkustundum. Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að óróapúlsinn stæði enn yfir en að aðeins hefði dregið úr krafti hans. Enn væri öflug skjálftahrina í gangi. Ómögulegt væri að segja til um hversu stórt mögulegt eldgos gæti orðið. Flaug yfir óróasvæðið í þyrlu Kristján Már Unnarsson og Arnar Halldórsson, fulltrúar fréttastofu, flugu yfir óróasvæðið í þyrlu síðdegis. Að neðan má sjá upptöku af flugi þeirra félaga. Nýjustu upplýsingar má nálgast í eldgosavaktinni hér fyrir neðan.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir í samtali við Vísi að þetta bendi sterklega til þess að kvika sé á hreyfingu. Hvort hún sé hins vegar á leið upp í yfirborð eða stöðvist á leiðinni sé erfitt að segja til um á þessari stundu. Upp úr miðnætti var staðan enn að mestu óbreytt frá því síðasta tilkynning barst frá Veðurstofunni klukkan hálf níu. Merki um óróa eru enn greinanleg á jarðskjálftastöðvum á Reykjanesskaga suður af Keili þótt heldur hafi dregið úr frá því síðdegis. Áfram er mikil jarðskjálftavirkni á svæðinu. Um sautján hundruð jarðskjálftar hafa mælst síðan á miðnætti. Stærsti skjálftinn var að stærðinni 4,1 upp úr klukkan tvö síðustu nótt en klukkan 20:17 í kvöld mældist einnig skjálfti að stærðinni 3,8. „Það eru ekki miklar breytingar síðan áðan. Það er bara stöðug skjálftavirkni og óróavirkni áfram þarna og flestir skjálftar eru svona upp í kannski 3,2 til 3,7 að stærð,“ segir Bjarki Kaldalóns Friis, vakthafandi náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „En engar tilkynningar um neitt annað sem er í gangi,“ sagði Bjarki í samtali við Vísi upp úr miðnætti í kvöld. Vísir/Hjalti „Þetta getur þróast á hvorn veginn sem er, gæti stoppað áður en það kemur til yfirborðs en gæti líka náð til yfirborðs. Og ef það nær því vitum við hvað gerist,“ segir Þorvaldur. Þá verði eldgos. Nú þurfi að bíða og sjá hvernig málin þróast. Það ætti að skýrast á næstu klukkustundum. Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að óróapúlsinn stæði enn yfir en að aðeins hefði dregið úr krafti hans. Enn væri öflug skjálftahrina í gangi. Ómögulegt væri að segja til um hversu stórt mögulegt eldgos gæti orðið. Flaug yfir óróasvæðið í þyrlu Kristján Már Unnarsson og Arnar Halldórsson, fulltrúar fréttastofu, flugu yfir óróasvæðið í þyrlu síðdegis. Að neðan má sjá upptöku af flugi þeirra félaga. Nýjustu upplýsingar má nálgast í eldgosavaktinni hér fyrir neðan.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Sjá meira