Skoða leiðir til að verja Suðurnesjalínu fyrir mögulegu eldgosi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. mars 2021 14:53 Upplýsingafulltrúi Landsnets segir að virkjanirnar á svæðinu gætu séð svæðinu fyrir rafmagni ef Suðurnesjalínan myndi fara út fyrirvararlaust. Vísir/Vilhelm Landsnet býr nú starfsemi sína undir nokkrar sviðsmyndir ef til eldgoss kæmi á Reykjanesskaga. Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, segir að nokkrir möguleikar séu í stöðunni til að verja Suðurnesjalínu 1, sem er eina línan sem flytur raforku til og frá Suðurnesjum í dag. Suðurnesjalína 1 er undir smásjá Landsnets þessa dagana með tilliti til viðbragðsáætlana ef til eldgoss kæmi á Reykjanesi. Suðurnesjalínan liggur sunnan megin við Reykjanesbrautina frá Hafnarfirði og að Fitjum í Reykjanesbæ. „Nú erum við að skoða þessar sviðsmyndir með almannavörnum, Veðurstofunni og orkufyrirtækjum á svæðinu. Ef til þess kæmi að hraun myndi renna í átt að Suðurnesjalínu 1 þá höfum við ýmsa möguleika til að bregðast við. Það myndi eflaust taka einhvern tíma; einhverja daga fyrir hraunið að komast að línufarveginum og við erum bara að skoða hvaða möguleika við höfum í dag til að bregðast við ef svo yrði.“ Hvaða möguleikar eru í stöðunni? „Við erum að skoða til dæmis möguleikann á að verja undirstöðurnar á möstrunum; að styrkja þær með einhverjum hætti og svo er líka alveg í myndinni að kæla hraunið og beina þá hraunrennslinu frá línunni.“ Þá er einnig sá möguleiki fyrir hendi að beita varaafli. „Ef það myndi gerast að Suðurnesjalínan myndi fara út fyrirvaralaust þá höfum við þann möguleika á að geta rekið kerfið í eyjarekstri sem þýðir að virkjanirnar á svæðinu; Reykjanesvirkjun og Svartsengi gætu séð svæðinu fyrir rafmagni. Síðan erum við líka að færa til færanlegt varaafl annars staðar af landinu. Við erum að færa það nær Reykjanesinu svo við gætum brugðist við ef til rafmagnsleysis kæmi.“ Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Orkumál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, segir að nokkrir möguleikar séu í stöðunni til að verja Suðurnesjalínu 1, sem er eina línan sem flytur raforku til og frá Suðurnesjum í dag. Suðurnesjalína 1 er undir smásjá Landsnets þessa dagana með tilliti til viðbragðsáætlana ef til eldgoss kæmi á Reykjanesi. Suðurnesjalínan liggur sunnan megin við Reykjanesbrautina frá Hafnarfirði og að Fitjum í Reykjanesbæ. „Nú erum við að skoða þessar sviðsmyndir með almannavörnum, Veðurstofunni og orkufyrirtækjum á svæðinu. Ef til þess kæmi að hraun myndi renna í átt að Suðurnesjalínu 1 þá höfum við ýmsa möguleika til að bregðast við. Það myndi eflaust taka einhvern tíma; einhverja daga fyrir hraunið að komast að línufarveginum og við erum bara að skoða hvaða möguleika við höfum í dag til að bregðast við ef svo yrði.“ Hvaða möguleikar eru í stöðunni? „Við erum að skoða til dæmis möguleikann á að verja undirstöðurnar á möstrunum; að styrkja þær með einhverjum hætti og svo er líka alveg í myndinni að kæla hraunið og beina þá hraunrennslinu frá línunni.“ Þá er einnig sá möguleiki fyrir hendi að beita varaafli. „Ef það myndi gerast að Suðurnesjalínan myndi fara út fyrirvaralaust þá höfum við þann möguleika á að geta rekið kerfið í eyjarekstri sem þýðir að virkjanirnar á svæðinu; Reykjanesvirkjun og Svartsengi gætu séð svæðinu fyrir rafmagni. Síðan erum við líka að færa til færanlegt varaafl annars staðar af landinu. Við erum að færa það nær Reykjanesinu svo við gætum brugðist við ef til rafmagnsleysis kæmi.“
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Orkumál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira