„Greinilega áframhaldandi virkni“ og möguleiki á tilfærslum sléttri viku eftir stóra skjálftann Jóhann K. Jóhannsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 3. mars 2021 11:49 Kristín Jónsdóttir, jarðskjálftafræðingur. Vísir/Vilhelm Jarðskjálftavirkni á Reykjanesi hefur haldið áfram nú á áttunda degi jarðskjálftahrinunnar en vika er síðan fyrsti snarpi jarðskjálftinn upp á 5,7 gerði íbúum á Suðvesturhorninu hverft við. Jarðskjálftafræðingur segir ekki ósennilegt að jarðskjálftavirknin færist. Framan af í gærkvöldi og inn í nóttina mældist enginn jarðskjálfti yfir þremur að stærð á svæðinu en klukkan rúmlega tvö kom skjálfti af stærðinni 4,1 sem fannst víða á Suðvesturhorninu og skömmu eftir klukkan 11 varð skjálfti að stærð 3,8. „Það dró einmitt úr þessari virkni. Það voru nú einhverjr sem vöknuðu í nótt við skjálfta af stærðinni 4,1 sem varð rétt eftir tvö og svo var svona áframhaldandi eftirskjálftavirkni, minni skjálftar eftir það,“ segir Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvárhóps Veðurstofu Íslands í samtali við fréttastofu, og bætir við að virknin mælist á sama stað og síðustu daga. „Það er greinilega áframhaldandi virkni og mjög líklegt að það séu þá áframhaldandi færslur og miðað við það að það sé kvikuinnskot í gangi getum við gert ráð fyrir því að það sé enn að hreiðra um sig ofan í jarðskorpunni.“ Nýjar gervitunglamyndir í kvöld Getur jarðskjálftavirknin færst til á sprungum þarna á Reykjanesinu miðað við þar sem þær eru staðsettar núna? „Já og í rauninni er ekkert ósennilegt að það verði einhver svæði sem bregðist við þessari virkni. Þetta eru það miklar færslur að það er ekkert ósennilegt að það safnist upp spenna og jarðskjálftasprungur annars staðar í þessu nágrenni, hreinlega hrökkvi í gang bara við það að fá þessa auknu spennu,“ segir Kristín. „Við fáum nýjar gervitunglamyndir í kvöld og það verður fundur með almannavörnum á morgun eftir hádegi þar sem við getum vonandi sagt eitthvað meira um þessar færslur sem við erum að mæla.“ Kortið sem unnið var af eldfjallafræði- og náttúruvárhópi Háskóla Íslands.Háskóli Íslands Vísindamenn Háskóla Íslands birtu í gær nýtt eldsupptakakort, sem sýndi nýja staðsetningu þar sem eldgos gæti komið upp. Kortið má sjá hér fyrir ofan. Hraun myndi samkvæmt því fara nýja leið og á nýja staði. Innt eftir því hvort hún sé sammála spám Háskóla Íslands kveðst Kristín ekki vilja svara fyrir þá vinnu en bendir á að líkön Veðurstofunnar byggi á öðruvísi forsendum. „Við erum með aðeins öðruvísi líkön á Veðurstofunni. Við erum að setja fram líkön bara fyrir eina sprungu, að það opnist bara ein sprunga. Það er það sem við vorum að kynna í gær í Kastljósi. Ég vil helst ekki vera að svara fyrir það sem kemur frá Háskólanum, þeir tala um það sjálfir, en það eru aðeins öðruvísi forsendur í því. Því þar er verið að gera ráð fyrir að opnist fleiri sprungur í einu sem er kannski ólíklegt.“ Enn hætta á stærri skjálftum Ríkisstjórnin ákvað í gær að veita Veðurstofunni aukalega 60 milljónum til þess að efla tækjabúnað og auka við mannskap vegna atburðarins. Kristín segir fjármunina fyrst og fremst verða nýtta til að efla vöktun á svæðinu. Vísindaráð almannavarna kemur saman í dag til þess að meta atburðinn. Veðurstofan ítrekar að fólk fari varlega á því svæði þar sem skjálftavirknin er mest. „Meðan þessir sterku skjálftar eru þá er auðvitað varasamt, eins og við höfum svo sem sagt, að stunda útivist í fjallendi. Það er enn þá hætta á því að það komi þarna stærri skjálftar og fólk verður að taka skynsamlegar ákvarðanir varðandi það,“ segir Kristín. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Stór skjálfti fannst á suðvesturhorninu Kraftmikill jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar á suðvesturhorninu um klukkan 11:05 í dag. 3. mars 2021 11:06 Sprungugos á Reykjanesskaga vart staðið lengur en í viku Algengt hraunmagn í sprungugosum sem orðið hafa á Reykjanesskaga er í kringum 0,1 rúmkílómetri í hverju einstöku gosi. Þá hefur hvert gos vart staðið lengur en í viku eða svo þótt þau hafi stundum varað lengur en þá með lítilli framleiðslu og hægri framrás helluhrauna. 3. mars 2021 10:34 „Ekkert óeðlilegt í svona hrinum að virknin minnki og taki sig upp aftur“ Of snemmt er að lesa nokkuð í þá stöðu að færri stórir skjálftar hafa orðið á Reykjanesskaga síðasta tæpa sólarhringinn eða svo heldur en dagana á undan. 3. mars 2021 08:10 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Sjá meira
Framan af í gærkvöldi og inn í nóttina mældist enginn jarðskjálfti yfir þremur að stærð á svæðinu en klukkan rúmlega tvö kom skjálfti af stærðinni 4,1 sem fannst víða á Suðvesturhorninu og skömmu eftir klukkan 11 varð skjálfti að stærð 3,8. „Það dró einmitt úr þessari virkni. Það voru nú einhverjr sem vöknuðu í nótt við skjálfta af stærðinni 4,1 sem varð rétt eftir tvö og svo var svona áframhaldandi eftirskjálftavirkni, minni skjálftar eftir það,“ segir Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvárhóps Veðurstofu Íslands í samtali við fréttastofu, og bætir við að virknin mælist á sama stað og síðustu daga. „Það er greinilega áframhaldandi virkni og mjög líklegt að það séu þá áframhaldandi færslur og miðað við það að það sé kvikuinnskot í gangi getum við gert ráð fyrir því að það sé enn að hreiðra um sig ofan í jarðskorpunni.“ Nýjar gervitunglamyndir í kvöld Getur jarðskjálftavirknin færst til á sprungum þarna á Reykjanesinu miðað við þar sem þær eru staðsettar núna? „Já og í rauninni er ekkert ósennilegt að það verði einhver svæði sem bregðist við þessari virkni. Þetta eru það miklar færslur að það er ekkert ósennilegt að það safnist upp spenna og jarðskjálftasprungur annars staðar í þessu nágrenni, hreinlega hrökkvi í gang bara við það að fá þessa auknu spennu,“ segir Kristín. „Við fáum nýjar gervitunglamyndir í kvöld og það verður fundur með almannavörnum á morgun eftir hádegi þar sem við getum vonandi sagt eitthvað meira um þessar færslur sem við erum að mæla.“ Kortið sem unnið var af eldfjallafræði- og náttúruvárhópi Háskóla Íslands.Háskóli Íslands Vísindamenn Háskóla Íslands birtu í gær nýtt eldsupptakakort, sem sýndi nýja staðsetningu þar sem eldgos gæti komið upp. Kortið má sjá hér fyrir ofan. Hraun myndi samkvæmt því fara nýja leið og á nýja staði. Innt eftir því hvort hún sé sammála spám Háskóla Íslands kveðst Kristín ekki vilja svara fyrir þá vinnu en bendir á að líkön Veðurstofunnar byggi á öðruvísi forsendum. „Við erum með aðeins öðruvísi líkön á Veðurstofunni. Við erum að setja fram líkön bara fyrir eina sprungu, að það opnist bara ein sprunga. Það er það sem við vorum að kynna í gær í Kastljósi. Ég vil helst ekki vera að svara fyrir það sem kemur frá Háskólanum, þeir tala um það sjálfir, en það eru aðeins öðruvísi forsendur í því. Því þar er verið að gera ráð fyrir að opnist fleiri sprungur í einu sem er kannski ólíklegt.“ Enn hætta á stærri skjálftum Ríkisstjórnin ákvað í gær að veita Veðurstofunni aukalega 60 milljónum til þess að efla tækjabúnað og auka við mannskap vegna atburðarins. Kristín segir fjármunina fyrst og fremst verða nýtta til að efla vöktun á svæðinu. Vísindaráð almannavarna kemur saman í dag til þess að meta atburðinn. Veðurstofan ítrekar að fólk fari varlega á því svæði þar sem skjálftavirknin er mest. „Meðan þessir sterku skjálftar eru þá er auðvitað varasamt, eins og við höfum svo sem sagt, að stunda útivist í fjallendi. Það er enn þá hætta á því að það komi þarna stærri skjálftar og fólk verður að taka skynsamlegar ákvarðanir varðandi það,“ segir Kristín.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Stór skjálfti fannst á suðvesturhorninu Kraftmikill jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar á suðvesturhorninu um klukkan 11:05 í dag. 3. mars 2021 11:06 Sprungugos á Reykjanesskaga vart staðið lengur en í viku Algengt hraunmagn í sprungugosum sem orðið hafa á Reykjanesskaga er í kringum 0,1 rúmkílómetri í hverju einstöku gosi. Þá hefur hvert gos vart staðið lengur en í viku eða svo þótt þau hafi stundum varað lengur en þá með lítilli framleiðslu og hægri framrás helluhrauna. 3. mars 2021 10:34 „Ekkert óeðlilegt í svona hrinum að virknin minnki og taki sig upp aftur“ Of snemmt er að lesa nokkuð í þá stöðu að færri stórir skjálftar hafa orðið á Reykjanesskaga síðasta tæpa sólarhringinn eða svo heldur en dagana á undan. 3. mars 2021 08:10 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Sjá meira
Stór skjálfti fannst á suðvesturhorninu Kraftmikill jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar á suðvesturhorninu um klukkan 11:05 í dag. 3. mars 2021 11:06
Sprungugos á Reykjanesskaga vart staðið lengur en í viku Algengt hraunmagn í sprungugosum sem orðið hafa á Reykjanesskaga er í kringum 0,1 rúmkílómetri í hverju einstöku gosi. Þá hefur hvert gos vart staðið lengur en í viku eða svo þótt þau hafi stundum varað lengur en þá með lítilli framleiðslu og hægri framrás helluhrauna. 3. mars 2021 10:34
„Ekkert óeðlilegt í svona hrinum að virknin minnki og taki sig upp aftur“ Of snemmt er að lesa nokkuð í þá stöðu að færri stórir skjálftar hafa orðið á Reykjanesskaga síðasta tæpa sólarhringinn eða svo heldur en dagana á undan. 3. mars 2021 08:10