Pep tjáði sig um Bartomeu: Saklaus þar til dómstólarnir sanna annað Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. mars 2021 13:30 Barcelona verður alltaf félagið hans Pep Guardiola en hann spilaði þar í meira en áratug og hóf síðan stjóraferil sinn þar með frábærum árangri. Getty/Manchester City FC Pep Guardiola, fyrrverandi knattspyrnustjóri Barcelona og núverandi stjóri Manchester City, segist fylgjast með því sem er að gerast hjá Barcelona. Josep Maria Bartomeu, fyrrum forseti Barcelona, var handtekinn í byrjun vikunnar og þurfti að dúsa eina nótt í fangelsi. Á sama tíma var gerð húsleit hjá Barcelona. Ofan á þessi læti þá eru síðan forsetakosningar hjá Barcelona á sunnudaginn kemur. Josep Maria Bartomeu hætti skyndilega sem forseti Barcelona í október en hann er sakaður um að standa fyrir rógsherferð á netinu gagnvart fyrrverandi og núverandi leikmönnum Barca sem höfðu gagnrýnt hann fyrir óstjórnina á félaginu síðustu ár. Pep Guardiola: Bartomeu s arrest is an uncomfortable situation, but I hope it ends well. He s innocent until proven guilty. My only concern is the election... I hope many people vote to elect a president who can lead, for me, the best club in the world. pic.twitter.com/USflAq7Euy— TalkFCB © (@talkfcb_) March 3, 2021 Sá sem tekur við sem forseti Barcelona hefur mikið og erfitt starf fyrir höndum þar sem fjárhagsstaðan er mjög slæm, liðið lítur ekki vel út og framtíð Lionel Messi í algjörri óvissu. „Þetta er óþægilegt fyrir Bartomeu en ég vona að þetta endi vel,“ sagði Pep Guardiola á blaðamannafundi eftir 4-1 sigur á Úlfunum í gær. „Hann er saklaus þar til dómstólarnir sanna annað,“ sagði Guardiola. „Það eina sem ég hef áhyggjur af er að við verðum komin með nýjan forseta eftir eina viku. Þetta er mjög erfið staða hjá félaginu og nýr maður þarf að sýna hugrekki við að leiða félagið á næstu árum,“ sagði Guardiola. „Ég vona að sem flestir munu kjósa og leiða besta félagið í heimi. Ég er nokkuð viss um að þau komi sterkari til baka,“ sagði Guardiola. Pep Guardiola lék 263 leiki með Barcelona frá 1990 til 2001 og var síðan stjóri félagins í fjögur ár frá 2008 til 2012. Undir stjórn Barcelona þá vann félagið fjórtán titla af nítján mögulegum á fjórum leiktíðum sem er félagsmet. Enski boltinn Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Hádramatík í lokin á Villa Park Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Hislop með krabbamein Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Sjá meira
Josep Maria Bartomeu, fyrrum forseti Barcelona, var handtekinn í byrjun vikunnar og þurfti að dúsa eina nótt í fangelsi. Á sama tíma var gerð húsleit hjá Barcelona. Ofan á þessi læti þá eru síðan forsetakosningar hjá Barcelona á sunnudaginn kemur. Josep Maria Bartomeu hætti skyndilega sem forseti Barcelona í október en hann er sakaður um að standa fyrir rógsherferð á netinu gagnvart fyrrverandi og núverandi leikmönnum Barca sem höfðu gagnrýnt hann fyrir óstjórnina á félaginu síðustu ár. Pep Guardiola: Bartomeu s arrest is an uncomfortable situation, but I hope it ends well. He s innocent until proven guilty. My only concern is the election... I hope many people vote to elect a president who can lead, for me, the best club in the world. pic.twitter.com/USflAq7Euy— TalkFCB © (@talkfcb_) March 3, 2021 Sá sem tekur við sem forseti Barcelona hefur mikið og erfitt starf fyrir höndum þar sem fjárhagsstaðan er mjög slæm, liðið lítur ekki vel út og framtíð Lionel Messi í algjörri óvissu. „Þetta er óþægilegt fyrir Bartomeu en ég vona að þetta endi vel,“ sagði Pep Guardiola á blaðamannafundi eftir 4-1 sigur á Úlfunum í gær. „Hann er saklaus þar til dómstólarnir sanna annað,“ sagði Guardiola. „Það eina sem ég hef áhyggjur af er að við verðum komin með nýjan forseta eftir eina viku. Þetta er mjög erfið staða hjá félaginu og nýr maður þarf að sýna hugrekki við að leiða félagið á næstu árum,“ sagði Guardiola. „Ég vona að sem flestir munu kjósa og leiða besta félagið í heimi. Ég er nokkuð viss um að þau komi sterkari til baka,“ sagði Guardiola. Pep Guardiola lék 263 leiki með Barcelona frá 1990 til 2001 og var síðan stjóri félagins í fjögur ár frá 2008 til 2012. Undir stjórn Barcelona þá vann félagið fjórtán titla af nítján mögulegum á fjórum leiktíðum sem er félagsmet.
Enski boltinn Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Hádramatík í lokin á Villa Park Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Hislop með krabbamein Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Sjá meira