Margfalt fleiri skjálftar á viku en heilu ári Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. mars 2021 23:20 Skjálftavirkni á Reykjanesskaga er enn að mestu bundin við svæðið við Fagradalsfjall og Keili. Vísir/Vilhelm Enn mælist mikil skjálftavirkni á Reykjanesskaga. Nú síðdegis hefur fjöldi skjálfta á svæðinu mælst svipaður og síðustu daga en skjálftarnir verið heldur minni. Frá upphafi hrinunnar í síðustu viku hafa mælst rúmlega fjórfalt fleiri skjálftar á svæðinu en allt árið 2019. „Það er enginn skjálfti yfir þremur síðan í hádeginu, en samt sem áður yfir 2.000 skjálftar í kerfinu í dag. Virknin er áfram að mestu leyti bundin við svæðið við Fagradalsfjall og Keili,“ segir Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, í samtali við Vísi. Hann segir of snemmt að segja til um hvort skjálftahrinan sem gengið hefur yfir Reykjanesskagann sé að deyja út. Í hrinum sem þessari sjáist oft lotur með minni skjálftum en stórir skjálftar geti þó enn gert vart við sig. Enn séu líkur á jarðskjálftum að svipaðri stærð og hafa skekið suðvesturhorn landsins síðustu daga. „Ég myndi ekki lesa mikið í þessar breytingar á stærð skjálftanna seinni partinn í dag. Við erum enn með sama fjölda skjálfta og það sýnir að það er enn mikil virkni á svæðinu,“ segir Einar Bessi. Margfalt fleiri skjálftar á viku en allt 2019 Til marks um hversu óvenju mikil jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga hefur verið að undanförnu bendir Einar Bessi á að árið 2019 hafi um 3.200 jarðskjálftar mælst á Reykjanesskaga. Síðan núverandi hrina hófst í síðustu viku hafa þeir verið um fjórtán þúsund. „Þetta er margfalt meiri virkni en við erum að horfa á í venjulegu árferði.“ Einar Bessi segir að litlar breytingar sé að sjá á virkninni, þegar allt er tekið með í reikninginn. Á síðustu dögum hafa skjálftar yfir fjórum og upp í fimm að stærð riðið yfir. Helsta breytingin sé líklega sú sviðsmynd sem sett var fram í gær, eftir að svæðið var skoðað á gervihnattamyndum, um mögulegt kvikuinnskot. „Það mun ekkert breytast fyrr en það kemur ný gervitunglamynd og verður búið að vinna úr henni á fimmtudagsmorgun. Þá sjáum við hver þróunin er í aflögun,“ segir Einar Bessi. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Fleiri fréttir E. Agnes tekur við starfi Gríms Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Sjá meira
„Það er enginn skjálfti yfir þremur síðan í hádeginu, en samt sem áður yfir 2.000 skjálftar í kerfinu í dag. Virknin er áfram að mestu leyti bundin við svæðið við Fagradalsfjall og Keili,“ segir Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, í samtali við Vísi. Hann segir of snemmt að segja til um hvort skjálftahrinan sem gengið hefur yfir Reykjanesskagann sé að deyja út. Í hrinum sem þessari sjáist oft lotur með minni skjálftum en stórir skjálftar geti þó enn gert vart við sig. Enn séu líkur á jarðskjálftum að svipaðri stærð og hafa skekið suðvesturhorn landsins síðustu daga. „Ég myndi ekki lesa mikið í þessar breytingar á stærð skjálftanna seinni partinn í dag. Við erum enn með sama fjölda skjálfta og það sýnir að það er enn mikil virkni á svæðinu,“ segir Einar Bessi. Margfalt fleiri skjálftar á viku en allt 2019 Til marks um hversu óvenju mikil jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga hefur verið að undanförnu bendir Einar Bessi á að árið 2019 hafi um 3.200 jarðskjálftar mælst á Reykjanesskaga. Síðan núverandi hrina hófst í síðustu viku hafa þeir verið um fjórtán þúsund. „Þetta er margfalt meiri virkni en við erum að horfa á í venjulegu árferði.“ Einar Bessi segir að litlar breytingar sé að sjá á virkninni, þegar allt er tekið með í reikninginn. Á síðustu dögum hafa skjálftar yfir fjórum og upp í fimm að stærð riðið yfir. Helsta breytingin sé líklega sú sviðsmynd sem sett var fram í gær, eftir að svæðið var skoðað á gervihnattamyndum, um mögulegt kvikuinnskot. „Það mun ekkert breytast fyrr en það kemur ný gervitunglamynd og verður búið að vinna úr henni á fimmtudagsmorgun. Þá sjáum við hver þróunin er í aflögun,“ segir Einar Bessi.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Fleiri fréttir E. Agnes tekur við starfi Gríms Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Sjá meira