Skoða nýjar staðsetningar þar sem eldgos gæti komið upp Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. mars 2021 20:05 Kort sem unnið var af eldfjallafræði- pg náttúruvárhópi Háskóla Íslands sýnir líklegar leiðir hrauns ef til goss kæmi. Háskóli Íslands Gangi spár Veðurstofunnar eftir yrði um hættulítið eldgos að ræða sökum fjarlægðar frá þéttbýli en gasmengun gæti haft sitt að segja þar sem mengun fari upp fyrir heilsuverndarmörk í klukkustund. Sérfræðingar Veðurstofunnar, Háskóla Íslands og almannavarna reyna að greina þá atburðarás sem er í gangi og teikna upp þær sviðsmyndir sem mögulega gætu orðið og farið var yfir atburðina í Pallborðinu á Vísi í dag. Tuttugu og þrír jarðskjálftar af stærðinni þrír og meira mældust á sjálfvirka jarðskjálftamælakerfi Veðurstofu Íslands frá miðnætti og þar til síðdegis í dag, þar af voru fimm stærri en fjórir. Í heildina hafa 1600 jarðskjálftar mælst frá miðnætti. Bæði Veðurstofan og Háskóli Íslands hafa gefið út hraunhermilíkan sem sýna hvert hraun leitar komi til eldgoss. „Forsendurnar hér er að það sé í raun ein sprunga sem opnist. Og við setjum þessa sprungu þá, upptök hennar, þar sem jarðskjálftavirknin hefur verið og líka þar sem við höldum að þessi kvikugangur sé að myndast,“ segir Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands. Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands.Vísir/Vilhelm Kort Háskólans sýnir nýja staðsetningu Nýtt eldsuppkomukort frá Háskóla Íslands sýnir nýja staðsetningu þar sem eldgos gæti komið upp sem mundi leiða til þess að hraun færi nýja leið og á nýja staði. Við gerð hraunlíkindakortsins er látið gjósa á fimm hundruð metra millibili innan rauðu reitanna, hvert gos endurtekur sig 1500 sinnum og þannig sjáum við hvert hraunin munu helst fara gjósi innan eldsupptakastaða. Þeim mun dekkri sem liturinn er er líklegra hvert hraun fari en það sem liturinn er ljósari minnka líkurnar. Komi til eldgoss er upptakasvæðið þekkt og þá einfaldast útreikningar á helstu hraunaleiðum. Þær sviðsmyndir sem almannavarnir horfa á í dag innihalda ekki að farið yrði í umfangsmikla rýmingu komi til eldgoss. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum.Vísir/Vilhelm „Það er mjög mikilvægt að halda til haga að það er ekkert í sviðsmyndunum núna sem kallar á það að við förum í rýmingar. Ekki neitt. Menn hafa aðeins verið að spyrja um það varðandi gasmengun, hvort það verði ekki farið í rýmingar. Það er alls ekki gott. það besta sem við gerum ef það er gasmengun er það að fólk haldi sig innandyra,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs ríkislögreglustjóra. Enn þá má gera ráð fyrir jarðskjálfta af stærðinni 6. Já ég held að við verðum að halda þeirri sviðsmynd inni að það geti orðið skjálftar þarna allt að stærð 5,9 eða 6,“ segir Kristín Jónsdóttir hjá Veðurstofu Íslands. Hér að neðan má sjá Pallborðið, þar sem Kristín og Víðir, ásamt Þorvaldi Þórðarsyni, ræddu skjálftavirknina. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Sérfræðingar Veðurstofunnar, Háskóla Íslands og almannavarna reyna að greina þá atburðarás sem er í gangi og teikna upp þær sviðsmyndir sem mögulega gætu orðið og farið var yfir atburðina í Pallborðinu á Vísi í dag. Tuttugu og þrír jarðskjálftar af stærðinni þrír og meira mældust á sjálfvirka jarðskjálftamælakerfi Veðurstofu Íslands frá miðnætti og þar til síðdegis í dag, þar af voru fimm stærri en fjórir. Í heildina hafa 1600 jarðskjálftar mælst frá miðnætti. Bæði Veðurstofan og Háskóli Íslands hafa gefið út hraunhermilíkan sem sýna hvert hraun leitar komi til eldgoss. „Forsendurnar hér er að það sé í raun ein sprunga sem opnist. Og við setjum þessa sprungu þá, upptök hennar, þar sem jarðskjálftavirknin hefur verið og líka þar sem við höldum að þessi kvikugangur sé að myndast,“ segir Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands. Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands.Vísir/Vilhelm Kort Háskólans sýnir nýja staðsetningu Nýtt eldsuppkomukort frá Háskóla Íslands sýnir nýja staðsetningu þar sem eldgos gæti komið upp sem mundi leiða til þess að hraun færi nýja leið og á nýja staði. Við gerð hraunlíkindakortsins er látið gjósa á fimm hundruð metra millibili innan rauðu reitanna, hvert gos endurtekur sig 1500 sinnum og þannig sjáum við hvert hraunin munu helst fara gjósi innan eldsupptakastaða. Þeim mun dekkri sem liturinn er er líklegra hvert hraun fari en það sem liturinn er ljósari minnka líkurnar. Komi til eldgoss er upptakasvæðið þekkt og þá einfaldast útreikningar á helstu hraunaleiðum. Þær sviðsmyndir sem almannavarnir horfa á í dag innihalda ekki að farið yrði í umfangsmikla rýmingu komi til eldgoss. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum.Vísir/Vilhelm „Það er mjög mikilvægt að halda til haga að það er ekkert í sviðsmyndunum núna sem kallar á það að við förum í rýmingar. Ekki neitt. Menn hafa aðeins verið að spyrja um það varðandi gasmengun, hvort það verði ekki farið í rýmingar. Það er alls ekki gott. það besta sem við gerum ef það er gasmengun er það að fólk haldi sig innandyra,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs ríkislögreglustjóra. Enn þá má gera ráð fyrir jarðskjálfta af stærðinni 6. Já ég held að við verðum að halda þeirri sviðsmynd inni að það geti orðið skjálftar þarna allt að stærð 5,9 eða 6,“ segir Kristín Jónsdóttir hjá Veðurstofu Íslands. Hér að neðan má sjá Pallborðið, þar sem Kristín og Víðir, ásamt Þorvaldi Þórðarsyni, ræddu skjálftavirknina.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira