Ræddu „endurkomu drottningarinnar“ og handboltaskóna sem fóru í ruslið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2021 14:01 Anna Úrsúla Guðmundsdóttir fagnar hér einum af mörgum sigrum á sínum ferli. Vísir/Daníel Þór Handboltagoðsögnin og margfaldi meistarinn Anna Úrsúla Guðmundsdóttir er hætt við að hætta í handbolta því hún var mætt á gólfið í leik Vals og ÍBV um helgina. Seinni bylgjan ræddi endurkomu Önnu sem hefur orðið sjö sinnum Íslandsmeistari á ferlinum. „Endurkoma drottningarinnar,“ sagði Svava Kristín Grétarsdóttir þegar hún hóf umfjöllunina um endurkomu Önnu Úrsúlu. „Ég ætla ekki að segja að hakan hafi endað niðri í gólfi,“ sagði Svava og Haraldur Þorvarðarson skaut þá inn í: „Hvernig ná þessir þjálfarar alltaf að koma þeim aftur inn á völlinn. Þetta er ótrúlegt,“ sagði Haraldur. Svava Kristín var búin að grafa upp viðtal við Önnu Úrsúlu síðan í apríl á síðasta ári þegar hún sagði að hún væri búin að henda síðustu handboltaskónum. Klippa: Seinni bylgjan: Endurkoma Önnu Úrsúlu „Þetta er bara svo ógeðslega gaman. Anna er búin að vera að æfa með Valsstelpunum síðan í desember. Ég hef sjálf verið niðri á Hlíðarenda að kíkja aðeins og fá að hlaupa með,“ sagði Íris Ásta Pétursdóttir sem hefur unnið nokkra titlana með Önnu. „Ég skildi svo Önnu þegar hún fékk spurninguna: Þú ert bara komin aftur. Ræktin er lokuð og ég er þriggja barna móðir. Ég þarf að komast út. Svona kannski byrjaði þetta en svo leiddi eitt af öðru,“ sagði Íris Ásta. Svava Kristín sýndi viðtal við Önnu Úrsúlu eftir fyrsta leikinn eftir endurkomuna þar sem hún talaði um að hún þurfti einhvern veginn að losna við Ágúst af bakinu. „Mér fannst auðveldara að koma og spila aðeins heldur en að vera heima og fá stanslaus símtöl,“ sagði Anna Úrsúla í viðtalinu. Anna sagði að Ágúst Jóhannsson væri svo andskoti góður sölumaður og hún ætlaði að prófa að taka einn leik. „Anna mín, hann er ekki að fara að leyfa þér að taka bara einn leik, trúðu mér,“ sagði Svava Kristín en hvað gefur Anna Valsliðinu á lokasprettinum. „Hún gefur þessu Valsliði rosalega mikið og sérstaklega af því að það vantar línumann,“ sagði Íris Ásta. „Hún kemur líka sterk inn fyrir leikmann eins og Mariam því Anna getur bara verið hennar mentor og maður sér það á æfingum. Anna er að stýra vörninni sem þristur en hún er líka að kenna Mariam hvernig er að vera þessi alvöru þristur og taka þau völd að stýra vörninni,“ sagði Íris Ásta sem sér að með þessu geti Mariam Eradze tekið skrefið enn lengra og orðið betri leikmaður. „Það er enginn að fara að skjóta yfir þessa vörn þegar Anna er komin í toppstand. Mariam og Anna saman eru rosalegur veggur,“ sagði Haraldur. Það má horfa á alla umfjölluna um endurkomu Önnu Úrsúlu hér fyrir ofan. Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Valur Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira
„Endurkoma drottningarinnar,“ sagði Svava Kristín Grétarsdóttir þegar hún hóf umfjöllunina um endurkomu Önnu Úrsúlu. „Ég ætla ekki að segja að hakan hafi endað niðri í gólfi,“ sagði Svava og Haraldur Þorvarðarson skaut þá inn í: „Hvernig ná þessir þjálfarar alltaf að koma þeim aftur inn á völlinn. Þetta er ótrúlegt,“ sagði Haraldur. Svava Kristín var búin að grafa upp viðtal við Önnu Úrsúlu síðan í apríl á síðasta ári þegar hún sagði að hún væri búin að henda síðustu handboltaskónum. Klippa: Seinni bylgjan: Endurkoma Önnu Úrsúlu „Þetta er bara svo ógeðslega gaman. Anna er búin að vera að æfa með Valsstelpunum síðan í desember. Ég hef sjálf verið niðri á Hlíðarenda að kíkja aðeins og fá að hlaupa með,“ sagði Íris Ásta Pétursdóttir sem hefur unnið nokkra titlana með Önnu. „Ég skildi svo Önnu þegar hún fékk spurninguna: Þú ert bara komin aftur. Ræktin er lokuð og ég er þriggja barna móðir. Ég þarf að komast út. Svona kannski byrjaði þetta en svo leiddi eitt af öðru,“ sagði Íris Ásta. Svava Kristín sýndi viðtal við Önnu Úrsúlu eftir fyrsta leikinn eftir endurkomuna þar sem hún talaði um að hún þurfti einhvern veginn að losna við Ágúst af bakinu. „Mér fannst auðveldara að koma og spila aðeins heldur en að vera heima og fá stanslaus símtöl,“ sagði Anna Úrsúla í viðtalinu. Anna sagði að Ágúst Jóhannsson væri svo andskoti góður sölumaður og hún ætlaði að prófa að taka einn leik. „Anna mín, hann er ekki að fara að leyfa þér að taka bara einn leik, trúðu mér,“ sagði Svava Kristín en hvað gefur Anna Valsliðinu á lokasprettinum. „Hún gefur þessu Valsliði rosalega mikið og sérstaklega af því að það vantar línumann,“ sagði Íris Ásta. „Hún kemur líka sterk inn fyrir leikmann eins og Mariam því Anna getur bara verið hennar mentor og maður sér það á æfingum. Anna er að stýra vörninni sem þristur en hún er líka að kenna Mariam hvernig er að vera þessi alvöru þristur og taka þau völd að stýra vörninni,“ sagði Íris Ásta sem sér að með þessu geti Mariam Eradze tekið skrefið enn lengra og orðið betri leikmaður. „Það er enginn að fara að skjóta yfir þessa vörn þegar Anna er komin í toppstand. Mariam og Anna saman eru rosalegur veggur,“ sagði Haraldur. Það má horfa á alla umfjölluna um endurkomu Önnu Úrsúlu hér fyrir ofan.
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Valur Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira