Áslaug segir aðfangadagssímtölin ekki hafa verið að beiðni Bjarna Kristín Ólafsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 2. mars 2021 12:44 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra segir tvö símtöl við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu um hið svo kallaða Ásmundarsalarmál á aðfangadag hafa verið algjörlega að eigin frumkvæði. Fjármálaráðherra, sem var í salnum á Þorláksmessukvöld, hafi ekki beðið hana um að grennslast fyrir um málið. Þetta sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra í samtali við fréttamann okkar að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Fram hefur komið að Áslaug Arna hringdi tvisvar í Höllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag vegna Ásmundarsalarmálsins. Áslaug kveðst hafa hringt í Höllu til að spyrja út í verklagsreglur um dagbókarfærslur lögreglu og persónuverndarsjónarmið. Innt eftir því fyrir utan Ráðherrabústaðinn í morgun hvort eðlilegt hefði verið að skrá símtöl við lögreglustjóra sagði Áslaug að ekki hefði verið krafa um slíkt. Hún ætti mörg símtöl „vegna upplýsinga“ og þess væri ekki krafist að hún skráði slík símtöl. Skoða mætti hvort rétt hefði verið að skrá símtölin eða hafa ráðuneytisstjóra viðstaddan. Þá kvaðst hún oft hringja í lögregluna til að fá ýmiss konar upplýsingar. Bað Bjarni [Benediktsson fjármálaráðherra] þig um að grennslast fyrir um þessi mál hjá lögreglunni? „Nei,“ svaraði Áslaug. Það var algjörlega að þínu frumkvæði? „Já, ég fékk spurningar frá fjölmiðlum sem ég þurfti að svara og ákvað síðan að svara ekki.“ Hátt í fimmtíu manns voru samankomnir í Ásmundarsal í Reykjavík á Þorláksmessu. Lögregla hafði afskipti af samkomunni og greindi frá því í dagbókarfærslu til fjölmiðla að morgni aðfangadags að „einn háttvirtur ráðherra í ríkisstjórn Íslands“ hefði verið á staðnum. Síðar staðfesti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra að hann hefði verið í salnum. Ráðherra í Ásmundarsal Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Lögreglan Tengdar fréttir Hefði verið heppilegra að sleppa símtölunum Dómsmálaráðherra var kölluð fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun vegna samskipta sinna við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu eftir Ásmundarsalarmálið. Þingmaður Pírata telur að samskiptin hefðu verið heppilegri í formlegri búning. 1. mars 2021 12:04 Segir ekkert óeðlilegt við samskipti sín og lögreglustjóra Dómsmálaráðherra segir ekkert hafa verið óeðlilegt við símtöl hennar við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu eftir að lögreglan upplýsti að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra var meðal gesta í Ásmundarsal þar sem sóttvarnareglur voru brotnar. 25. febrúar 2021 19:32 Hefur boðað Áslaugu á fund vegna samskipta hennar og lögreglustjóra Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, fór fram á það við Jón Þór Ólafsson, formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra komi fyrir nefndina sem fyrst til. 25. febrúar 2021 17:08 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Umhugað um málefni barna í borginni en framboð ekki á stefnuskránni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ Sjá meira
Þetta sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra í samtali við fréttamann okkar að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Fram hefur komið að Áslaug Arna hringdi tvisvar í Höllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag vegna Ásmundarsalarmálsins. Áslaug kveðst hafa hringt í Höllu til að spyrja út í verklagsreglur um dagbókarfærslur lögreglu og persónuverndarsjónarmið. Innt eftir því fyrir utan Ráðherrabústaðinn í morgun hvort eðlilegt hefði verið að skrá símtöl við lögreglustjóra sagði Áslaug að ekki hefði verið krafa um slíkt. Hún ætti mörg símtöl „vegna upplýsinga“ og þess væri ekki krafist að hún skráði slík símtöl. Skoða mætti hvort rétt hefði verið að skrá símtölin eða hafa ráðuneytisstjóra viðstaddan. Þá kvaðst hún oft hringja í lögregluna til að fá ýmiss konar upplýsingar. Bað Bjarni [Benediktsson fjármálaráðherra] þig um að grennslast fyrir um þessi mál hjá lögreglunni? „Nei,“ svaraði Áslaug. Það var algjörlega að þínu frumkvæði? „Já, ég fékk spurningar frá fjölmiðlum sem ég þurfti að svara og ákvað síðan að svara ekki.“ Hátt í fimmtíu manns voru samankomnir í Ásmundarsal í Reykjavík á Þorláksmessu. Lögregla hafði afskipti af samkomunni og greindi frá því í dagbókarfærslu til fjölmiðla að morgni aðfangadags að „einn háttvirtur ráðherra í ríkisstjórn Íslands“ hefði verið á staðnum. Síðar staðfesti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra að hann hefði verið í salnum.
Ráðherra í Ásmundarsal Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Lögreglan Tengdar fréttir Hefði verið heppilegra að sleppa símtölunum Dómsmálaráðherra var kölluð fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun vegna samskipta sinna við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu eftir Ásmundarsalarmálið. Þingmaður Pírata telur að samskiptin hefðu verið heppilegri í formlegri búning. 1. mars 2021 12:04 Segir ekkert óeðlilegt við samskipti sín og lögreglustjóra Dómsmálaráðherra segir ekkert hafa verið óeðlilegt við símtöl hennar við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu eftir að lögreglan upplýsti að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra var meðal gesta í Ásmundarsal þar sem sóttvarnareglur voru brotnar. 25. febrúar 2021 19:32 Hefur boðað Áslaugu á fund vegna samskipta hennar og lögreglustjóra Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, fór fram á það við Jón Þór Ólafsson, formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra komi fyrir nefndina sem fyrst til. 25. febrúar 2021 17:08 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Umhugað um málefni barna í borginni en framboð ekki á stefnuskránni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ Sjá meira
Hefði verið heppilegra að sleppa símtölunum Dómsmálaráðherra var kölluð fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun vegna samskipta sinna við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu eftir Ásmundarsalarmálið. Þingmaður Pírata telur að samskiptin hefðu verið heppilegri í formlegri búning. 1. mars 2021 12:04
Segir ekkert óeðlilegt við samskipti sín og lögreglustjóra Dómsmálaráðherra segir ekkert hafa verið óeðlilegt við símtöl hennar við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu eftir að lögreglan upplýsti að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra var meðal gesta í Ásmundarsal þar sem sóttvarnareglur voru brotnar. 25. febrúar 2021 19:32
Hefur boðað Áslaugu á fund vegna samskipta hennar og lögreglustjóra Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, fór fram á það við Jón Þór Ólafsson, formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra komi fyrir nefndina sem fyrst til. 25. febrúar 2021 17:08