„Erfitt að breyta til á miðri leið“ Sindri Sverrisson skrifar 2. mars 2021 23:01 Bjarni Fritzson og Einar Andri Einarsson veltu vöngum yfir leikjaálaginu í Olís-deild karla, þar sem þeir hafa báðir þjálfað. stöð 2 sport „Það var farið af stað með þetta svona og ég held að það sé voðalega erfitt að breyta til á miðri leið,“ sagði Bjarni Fritzson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, í umræðum um álag á leikmönnum í Olís-deild karla í handbolta. Henry Birgir Gunnarsson fór yfir málið með Bjarna og Einari Andra Einarssyni í Lokaskotinu og er hægt að sjá innslagið hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Lokaskotið Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfoss, gagnrýndi HSÍ á mánudagskvöld fyrir þétta leikjadagskrá, eftir að Guðmundur Hólmar Helgason sleit hásin í upphitun fyrir leik við Stjörnuna. Í síðustu viku lagði Valþór Atli Guðrúnarson, fyrirliði Þórs, skóna á hilluna eftir þrálát axlarmeiðsli. Mikið hefur verið um meiðsli í herbúðum sumra liðanna í deildinni. Þórsarar lögðu til í desember að vegna langs hlés í Olís-deildinni vegna kórónuveirufaraldursins yrði leikin einföld umferð í stað þess að hvert lið spilaði 22 leiki með tilheyrandi leikjaálagi. Sú tillaga naut ekki nægilegs stuðnings frá öðrum félögum. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, sagði við Vísi í gær að leikjaálagið væri vissulega mikið og eitthvað sem að HSÍ hefði áhyggjur af. Þeim áhyggjum hefði sambandið deilt með aðildarfélögum en ekki fundist önnur lausn en að hafa mótið í fullri lengd. „Við erum að fara aftur af stað eftir Covid-pásu og það er ekki hægt að klára þetta mót nema með því að spila þétt, því miður. Það er örugglega ekkert frábært fyrir leikmenn, og við sjáum það í þessum meiðslum, en þetta er staðreyndin,“ sagði Einar Andri Einarsson í Seinni bylgjunni í gær. Menn byrjuðu allt of geyst „Það þurfti að funda um þetta áður en við fórum af stað aftur, hvernig við færum að þessu, og þetta var niðurstaðan. Ég veit svo sem ekki hvaða aðrar tillögur voru í boði. Það hefði verið hægt að spila bara eina umferð en mönnum hugnaðist það ekki. Ég veit ekki hver var með lausnina á því hvernig væri hægt að gera, þó að auðvitað væri betra að það væri lengri tími á milli leikja,“ sagði Einar. „Ég held að þetta sé tvíþætt varðandi meiðslin. Við erum ekki endilega að horfa upp á mikið af meiðslum í leikjunum núna… það eru oft meiðsli,“ sagði Bjarni. „En við erum líka að horfa upp á það að mörg lið eru með meiðsli í sínum herbúðum þegar þau mæta til leiks. Það er af því að það mátti ekki æfa og svo var allt í einu bara leikur eftir korter. Menn byrjuðu því allt of geyst. Þess vegna held ég að margir hafi meiðst í undirbúningnum, vegna álagsins sem var að fara að koma,“ sagði Bjarni, sem hefði viljað sjá félögin vinna betur saman: „Þetta er allt ákveðið fyrir fram og félögin hafa alveg sitt að segja um hlutina. Ég held að vandamálið sé að félögin hafi ekki unnið saman til að gera þetta eins vel og þau gætu.“ Vilja menn spila langt fram á sumar? Ein leið til að minnka leikjaálagið er að færa bikarkeppnina til eða sleppa henni að þessu sinni. Einnig væri hægt að draga mótið enn lengra fram á sumarið: „Vilja leikmenn það? Mótinu á að ljúka um miðjan júní. Ástæðan fyrir því að ekki var hægt að fara lengra var sú að U21-landsliðið var að fara á stórmót í sumar, sem nú er búið að blása af. Það er þá mögulega hægt að lengja mótið en vilja menn það? Flestir samningar renna út í maí eða júní svo þar er líka flækjustig,“ sagði Einar. Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Sjá meira
Henry Birgir Gunnarsson fór yfir málið með Bjarna og Einari Andra Einarssyni í Lokaskotinu og er hægt að sjá innslagið hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Lokaskotið Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfoss, gagnrýndi HSÍ á mánudagskvöld fyrir þétta leikjadagskrá, eftir að Guðmundur Hólmar Helgason sleit hásin í upphitun fyrir leik við Stjörnuna. Í síðustu viku lagði Valþór Atli Guðrúnarson, fyrirliði Þórs, skóna á hilluna eftir þrálát axlarmeiðsli. Mikið hefur verið um meiðsli í herbúðum sumra liðanna í deildinni. Þórsarar lögðu til í desember að vegna langs hlés í Olís-deildinni vegna kórónuveirufaraldursins yrði leikin einföld umferð í stað þess að hvert lið spilaði 22 leiki með tilheyrandi leikjaálagi. Sú tillaga naut ekki nægilegs stuðnings frá öðrum félögum. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, sagði við Vísi í gær að leikjaálagið væri vissulega mikið og eitthvað sem að HSÍ hefði áhyggjur af. Þeim áhyggjum hefði sambandið deilt með aðildarfélögum en ekki fundist önnur lausn en að hafa mótið í fullri lengd. „Við erum að fara aftur af stað eftir Covid-pásu og það er ekki hægt að klára þetta mót nema með því að spila þétt, því miður. Það er örugglega ekkert frábært fyrir leikmenn, og við sjáum það í þessum meiðslum, en þetta er staðreyndin,“ sagði Einar Andri Einarsson í Seinni bylgjunni í gær. Menn byrjuðu allt of geyst „Það þurfti að funda um þetta áður en við fórum af stað aftur, hvernig við færum að þessu, og þetta var niðurstaðan. Ég veit svo sem ekki hvaða aðrar tillögur voru í boði. Það hefði verið hægt að spila bara eina umferð en mönnum hugnaðist það ekki. Ég veit ekki hver var með lausnina á því hvernig væri hægt að gera, þó að auðvitað væri betra að það væri lengri tími á milli leikja,“ sagði Einar. „Ég held að þetta sé tvíþætt varðandi meiðslin. Við erum ekki endilega að horfa upp á mikið af meiðslum í leikjunum núna… það eru oft meiðsli,“ sagði Bjarni. „En við erum líka að horfa upp á það að mörg lið eru með meiðsli í sínum herbúðum þegar þau mæta til leiks. Það er af því að það mátti ekki æfa og svo var allt í einu bara leikur eftir korter. Menn byrjuðu því allt of geyst. Þess vegna held ég að margir hafi meiðst í undirbúningnum, vegna álagsins sem var að fara að koma,“ sagði Bjarni, sem hefði viljað sjá félögin vinna betur saman: „Þetta er allt ákveðið fyrir fram og félögin hafa alveg sitt að segja um hlutina. Ég held að vandamálið sé að félögin hafi ekki unnið saman til að gera þetta eins vel og þau gætu.“ Vilja menn spila langt fram á sumar? Ein leið til að minnka leikjaálagið er að færa bikarkeppnina til eða sleppa henni að þessu sinni. Einnig væri hægt að draga mótið enn lengra fram á sumarið: „Vilja leikmenn það? Mótinu á að ljúka um miðjan júní. Ástæðan fyrir því að ekki var hægt að fara lengra var sú að U21-landsliðið var að fara á stórmót í sumar, sem nú er búið að blása af. Það er þá mögulega hægt að lengja mótið en vilja menn það? Flestir samningar renna út í maí eða júní svo þar er líka flækjustig,“ sagði Einar.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Sjá meira