Tjónatilkynningar orðnar átján og margir að yfirfara tryggingar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. mars 2021 13:20 Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratrygginga Íslands. Vísir Náttúruhamfaratrygging Íslands hefur fengið 18 tilkynningar um tjón vegna skjálftana. Þá eru margir að yfirfara innbús-og heimilistryggingar sínar hjá tryggingafélögunum. Náttúruhamfaratrygging Íslands hefur fengið 18 tilkynningar um tjón af völdum jarðskjálftahrinunnar sem nú stendur yfir. Ein tilkynning er vegna innbús og 17 vegna húseigna. Hulda Ragnheiður Árnadóttir framkvæmdastjóri segir ekki um mikið tjón að ræða. „Tjónatilkynningar eru að berast víða að, frá Grindavík, frá Suðurnesjum og einnig héðan úr höfuðborginni,“ segir Hulda. Fólk verður að hafa innbús-og heimilistryggingu þar sem brunatrygging er innifalin til að fá tjón á innbúi bætt. Hulda segir marga vera að kanna sína stöðu hjá vátryggingarfélögunum. „Ég hef verið í sambandi við öll tryggingafélögin í morgun og það er mjög mikil hreyfing. Fólk er í fyrsta lagi að kanna hvort að það sé með tryggingu sem gildir í þessum aðstæðum. Það er líka að kanna hver vátryggingarfjárhæðin er. Það er mikilvægt að hún endurspegli þau verðmæti sem að fólk á. Það getur verið afar erfitt fyrir fólk ef tyggingarfjárhæðin endurspeglar engan veginn það tjón sem hefur orðið, “ segir Hulda. Aðspurð hvort að núverandi jarðskjálftahrina geti jafnvel haft áhrif á fráveitukerfi húsnæðis svarar Hulda. „Þessi hristingur sem er ekki að valda verulegu tjóni á innbúi er ekkert líklegri til að valda tjóni á fráveitukerfum. Við erum sem betur fer með svo góða staðla hér á landi að byggingar eiga að standa af sér jarðskjálfta, mikið vindálag og snjóþyngsli. Almennt eru byggingar það sterkar að þær þola þetta og það sama á við um fráveitulagnirnar,“ segir Hulda. Jarðhræringar á Reykjanesi Tryggingar Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Miklu meiri líkur á að þetta hætti áður en það komi gos“ Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir tölfræðina sýna að líklegra sé að jarðskjálftahrinunni á Reykjanesskaga ljúki án þess að það komi til eldgoss. 2. mars 2021 12:16 Skjálfti að stærð 4 fannst vel á suðvesturhorninu Jarðskjálfti að stærð 4 varð um 1,5 kílómetra suðvestur af Keili klukkan 10:12 í morgun. Skjálftinn fannst vel á suðvesturhorninu, að því er segir í tilkynningu frá Veðurstofunni. 2. mars 2021 10:28 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Náttúruhamfaratrygging Íslands hefur fengið 18 tilkynningar um tjón af völdum jarðskjálftahrinunnar sem nú stendur yfir. Ein tilkynning er vegna innbús og 17 vegna húseigna. Hulda Ragnheiður Árnadóttir framkvæmdastjóri segir ekki um mikið tjón að ræða. „Tjónatilkynningar eru að berast víða að, frá Grindavík, frá Suðurnesjum og einnig héðan úr höfuðborginni,“ segir Hulda. Fólk verður að hafa innbús-og heimilistryggingu þar sem brunatrygging er innifalin til að fá tjón á innbúi bætt. Hulda segir marga vera að kanna sína stöðu hjá vátryggingarfélögunum. „Ég hef verið í sambandi við öll tryggingafélögin í morgun og það er mjög mikil hreyfing. Fólk er í fyrsta lagi að kanna hvort að það sé með tryggingu sem gildir í þessum aðstæðum. Það er líka að kanna hver vátryggingarfjárhæðin er. Það er mikilvægt að hún endurspegli þau verðmæti sem að fólk á. Það getur verið afar erfitt fyrir fólk ef tyggingarfjárhæðin endurspeglar engan veginn það tjón sem hefur orðið, “ segir Hulda. Aðspurð hvort að núverandi jarðskjálftahrina geti jafnvel haft áhrif á fráveitukerfi húsnæðis svarar Hulda. „Þessi hristingur sem er ekki að valda verulegu tjóni á innbúi er ekkert líklegri til að valda tjóni á fráveitukerfum. Við erum sem betur fer með svo góða staðla hér á landi að byggingar eiga að standa af sér jarðskjálfta, mikið vindálag og snjóþyngsli. Almennt eru byggingar það sterkar að þær þola þetta og það sama á við um fráveitulagnirnar,“ segir Hulda.
Jarðhræringar á Reykjanesi Tryggingar Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Miklu meiri líkur á að þetta hætti áður en það komi gos“ Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir tölfræðina sýna að líklegra sé að jarðskjálftahrinunni á Reykjanesskaga ljúki án þess að það komi til eldgoss. 2. mars 2021 12:16 Skjálfti að stærð 4 fannst vel á suðvesturhorninu Jarðskjálfti að stærð 4 varð um 1,5 kílómetra suðvestur af Keili klukkan 10:12 í morgun. Skjálftinn fannst vel á suðvesturhorninu, að því er segir í tilkynningu frá Veðurstofunni. 2. mars 2021 10:28 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
„Miklu meiri líkur á að þetta hætti áður en það komi gos“ Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir tölfræðina sýna að líklegra sé að jarðskjálftahrinunni á Reykjanesskaga ljúki án þess að það komi til eldgoss. 2. mars 2021 12:16
Skjálfti að stærð 4 fannst vel á suðvesturhorninu Jarðskjálfti að stærð 4 varð um 1,5 kílómetra suðvestur af Keili klukkan 10:12 í morgun. Skjálftinn fannst vel á suðvesturhorninu, að því er segir í tilkynningu frá Veðurstofunni. 2. mars 2021 10:28