Yfir þúsund jarðskjálftar hafa mælst frá því um miðnætti, þar af eru um 20 yfir 3 að stærð og fjórir yfir 4 að stærð. Stærsti skjálftinn var klukkan 3:05 í nótt, 4,6 að stærð.
Skjálfti að stærð 4 fannst vel á suðvesturhorninu

Jarðskjálfti að stærð 4 varð um 1,5 kílómetra suðvestur af Keili klukkan 10:12 í morgun. Skjálftinn fannst vel á suðvesturhorninu, að því er segir í tilkynningu frá Veðurstofunni.