Tvær konur saka ríkisstjóra New York um kynferðislega áreitni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. mars 2021 22:56 Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, hefur verið ásakaður af tveimur fyrrverandi starfsmönnum sínum um kynferðislegt áreiti. AP Photo/Seth Wenig Ríkisstjóri New York ríkis í Bandaríkjunum hefur verið ásakaður af tveimur fyrrverandi aðstoðarkonum sínum um kynferðislega áreitni. Hann hefur beðist afsökunar á gjörðum sínum en önnur kvennanna segir hann hafa gert lítið úr áreitinu í afsökunarbeiðninni. Charlotte Bennett, 25 ára heilbrigðisstefnuráðgjafi Demókrata í New York þar til í nóvember, steig fram á laugardag og greindi frá því í viðtali við The New York Times að ríkisstjórinn, Andrew Cuomo, hafi ítrekað spurt hana út í kynlíf hennar, þar á meðal hvort hún hafi nokkurn tíma stundað kynlíf með eldri karlmönnum. Cuomo, sem er sjálfur á sjötugsaldri, sagði í yfirlýsingu á laugardag að hann hafi aldrei reynt við Bennett og hafi aldrei ætlað sér að vera óviðeigandi í garð hennar. Hann viðurkenndi þó í gær að hegðun hans gagnvart aðstoðarkonunum „gæti hafa verið óviðeigandi eða of persónuleg.“ Hann hefur einnig samþykkt að vera samvinnuþýður við ríkissaksóknara fylkisins sem hefur hafið rannsókn á málinu. Ríkissaksóknarinn hefur fengið heimild til þess að standa að rannsókn á málinu og hefur hann heimild til þess að ráða sjálfstæða lögfræðistofu til þess að annast rannsóknina. Eðli málsins samkvæmt yrði töluverður hagsmunaárekstur framkvæmdi skrifstofa ríkissaksóknara rannsóknina enda ríkissaksóknari undirmaður ríkisstjóra. Þegar niðurstöður rannsóknarinnar liggja fyrir munu þær verða kynntar opinberlega. Cuomo heldur því þó fram að hann hafi aldrei snert neinn á óviðeigandi hátt eða boðið nokkrum neitt óviðeigandi. Hann sagði í gær að hann hafi strítt starfsmönnum sínum vegna hluta sem voru í gangi í þeirra einkalífi til að reyna að vera „skemmtilegur“ eða „playful“ eins og hann orðaði það. Segir Cuomo hafa kysst sig óumbeðinn Bennett gagnrýndi afsökun hans harðlega í dag og sagði afsökunarbeiðnina illa út hugsaða og tilraun til þess að gera lítið úr málinu. Hún sagði hann „neita að viðurkenna eða taka ábyrgð á kynferðislega ógnandi hegðun sinni.“ „Það tók ríkisstjórann sólarhring og mikla gagnrýni til að heimila sjálfstæða rannsókn á málinu. Þetta eru ekki viðbrögð einhvers sem finnst hann bara misskilinn; þetta eru viðbrögð einstaklings sem hefur völd til að forðast réttlætið,“ sagði Bennett í dag. Bennett er, eins og áður segir, ekki eina konan sem hefur sakað Cuomo um kynferðislega áreitni. Lindsey Boylan, sem einnig starfaði fyrir ríkissaksóknara, sakaði Cuomo um að hafa látið óviðeigandi ummæli um útlit hennar falla og segir hann hafa kysst sig einu sinni að loknum fundi. Cuomo hefur harðneitað ásökunum Boylan en sagði á laugardag að Bennett hafi verið lykilstarfsmaður á tímum Covid og að hún hafi allan rétt á því að tala um reynslu sína. Bandaríkin Kynferðisleg áreitni valdamanna Kynferðisofbeldi Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Charlotte Bennett, 25 ára heilbrigðisstefnuráðgjafi Demókrata í New York þar til í nóvember, steig fram á laugardag og greindi frá því í viðtali við The New York Times að ríkisstjórinn, Andrew Cuomo, hafi ítrekað spurt hana út í kynlíf hennar, þar á meðal hvort hún hafi nokkurn tíma stundað kynlíf með eldri karlmönnum. Cuomo, sem er sjálfur á sjötugsaldri, sagði í yfirlýsingu á laugardag að hann hafi aldrei reynt við Bennett og hafi aldrei ætlað sér að vera óviðeigandi í garð hennar. Hann viðurkenndi þó í gær að hegðun hans gagnvart aðstoðarkonunum „gæti hafa verið óviðeigandi eða of persónuleg.“ Hann hefur einnig samþykkt að vera samvinnuþýður við ríkissaksóknara fylkisins sem hefur hafið rannsókn á málinu. Ríkissaksóknarinn hefur fengið heimild til þess að standa að rannsókn á málinu og hefur hann heimild til þess að ráða sjálfstæða lögfræðistofu til þess að annast rannsóknina. Eðli málsins samkvæmt yrði töluverður hagsmunaárekstur framkvæmdi skrifstofa ríkissaksóknara rannsóknina enda ríkissaksóknari undirmaður ríkisstjóra. Þegar niðurstöður rannsóknarinnar liggja fyrir munu þær verða kynntar opinberlega. Cuomo heldur því þó fram að hann hafi aldrei snert neinn á óviðeigandi hátt eða boðið nokkrum neitt óviðeigandi. Hann sagði í gær að hann hafi strítt starfsmönnum sínum vegna hluta sem voru í gangi í þeirra einkalífi til að reyna að vera „skemmtilegur“ eða „playful“ eins og hann orðaði það. Segir Cuomo hafa kysst sig óumbeðinn Bennett gagnrýndi afsökun hans harðlega í dag og sagði afsökunarbeiðnina illa út hugsaða og tilraun til þess að gera lítið úr málinu. Hún sagði hann „neita að viðurkenna eða taka ábyrgð á kynferðislega ógnandi hegðun sinni.“ „Það tók ríkisstjórann sólarhring og mikla gagnrýni til að heimila sjálfstæða rannsókn á málinu. Þetta eru ekki viðbrögð einhvers sem finnst hann bara misskilinn; þetta eru viðbrögð einstaklings sem hefur völd til að forðast réttlætið,“ sagði Bennett í dag. Bennett er, eins og áður segir, ekki eina konan sem hefur sakað Cuomo um kynferðislega áreitni. Lindsey Boylan, sem einnig starfaði fyrir ríkissaksóknara, sakaði Cuomo um að hafa látið óviðeigandi ummæli um útlit hennar falla og segir hann hafa kysst sig einu sinni að loknum fundi. Cuomo hefur harðneitað ásökunum Boylan en sagði á laugardag að Bennett hafi verið lykilstarfsmaður á tímum Covid og að hún hafi allan rétt á því að tala um reynslu sína.
Bandaríkin Kynferðisleg áreitni valdamanna Kynferðisofbeldi Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira