Tvær konur saka ríkisstjóra New York um kynferðislega áreitni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. mars 2021 22:56 Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, hefur verið ásakaður af tveimur fyrrverandi starfsmönnum sínum um kynferðislegt áreiti. AP Photo/Seth Wenig Ríkisstjóri New York ríkis í Bandaríkjunum hefur verið ásakaður af tveimur fyrrverandi aðstoðarkonum sínum um kynferðislega áreitni. Hann hefur beðist afsökunar á gjörðum sínum en önnur kvennanna segir hann hafa gert lítið úr áreitinu í afsökunarbeiðninni. Charlotte Bennett, 25 ára heilbrigðisstefnuráðgjafi Demókrata í New York þar til í nóvember, steig fram á laugardag og greindi frá því í viðtali við The New York Times að ríkisstjórinn, Andrew Cuomo, hafi ítrekað spurt hana út í kynlíf hennar, þar á meðal hvort hún hafi nokkurn tíma stundað kynlíf með eldri karlmönnum. Cuomo, sem er sjálfur á sjötugsaldri, sagði í yfirlýsingu á laugardag að hann hafi aldrei reynt við Bennett og hafi aldrei ætlað sér að vera óviðeigandi í garð hennar. Hann viðurkenndi þó í gær að hegðun hans gagnvart aðstoðarkonunum „gæti hafa verið óviðeigandi eða of persónuleg.“ Hann hefur einnig samþykkt að vera samvinnuþýður við ríkissaksóknara fylkisins sem hefur hafið rannsókn á málinu. Ríkissaksóknarinn hefur fengið heimild til þess að standa að rannsókn á málinu og hefur hann heimild til þess að ráða sjálfstæða lögfræðistofu til þess að annast rannsóknina. Eðli málsins samkvæmt yrði töluverður hagsmunaárekstur framkvæmdi skrifstofa ríkissaksóknara rannsóknina enda ríkissaksóknari undirmaður ríkisstjóra. Þegar niðurstöður rannsóknarinnar liggja fyrir munu þær verða kynntar opinberlega. Cuomo heldur því þó fram að hann hafi aldrei snert neinn á óviðeigandi hátt eða boðið nokkrum neitt óviðeigandi. Hann sagði í gær að hann hafi strítt starfsmönnum sínum vegna hluta sem voru í gangi í þeirra einkalífi til að reyna að vera „skemmtilegur“ eða „playful“ eins og hann orðaði það. Segir Cuomo hafa kysst sig óumbeðinn Bennett gagnrýndi afsökun hans harðlega í dag og sagði afsökunarbeiðnina illa út hugsaða og tilraun til þess að gera lítið úr málinu. Hún sagði hann „neita að viðurkenna eða taka ábyrgð á kynferðislega ógnandi hegðun sinni.“ „Það tók ríkisstjórann sólarhring og mikla gagnrýni til að heimila sjálfstæða rannsókn á málinu. Þetta eru ekki viðbrögð einhvers sem finnst hann bara misskilinn; þetta eru viðbrögð einstaklings sem hefur völd til að forðast réttlætið,“ sagði Bennett í dag. Bennett er, eins og áður segir, ekki eina konan sem hefur sakað Cuomo um kynferðislega áreitni. Lindsey Boylan, sem einnig starfaði fyrir ríkissaksóknara, sakaði Cuomo um að hafa látið óviðeigandi ummæli um útlit hennar falla og segir hann hafa kysst sig einu sinni að loknum fundi. Cuomo hefur harðneitað ásökunum Boylan en sagði á laugardag að Bennett hafi verið lykilstarfsmaður á tímum Covid og að hún hafi allan rétt á því að tala um reynslu sína. Bandaríkin Kynferðisleg áreitni valdamanna Kynferðisofbeldi Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Fleiri fréttir Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Sjá meira
Charlotte Bennett, 25 ára heilbrigðisstefnuráðgjafi Demókrata í New York þar til í nóvember, steig fram á laugardag og greindi frá því í viðtali við The New York Times að ríkisstjórinn, Andrew Cuomo, hafi ítrekað spurt hana út í kynlíf hennar, þar á meðal hvort hún hafi nokkurn tíma stundað kynlíf með eldri karlmönnum. Cuomo, sem er sjálfur á sjötugsaldri, sagði í yfirlýsingu á laugardag að hann hafi aldrei reynt við Bennett og hafi aldrei ætlað sér að vera óviðeigandi í garð hennar. Hann viðurkenndi þó í gær að hegðun hans gagnvart aðstoðarkonunum „gæti hafa verið óviðeigandi eða of persónuleg.“ Hann hefur einnig samþykkt að vera samvinnuþýður við ríkissaksóknara fylkisins sem hefur hafið rannsókn á málinu. Ríkissaksóknarinn hefur fengið heimild til þess að standa að rannsókn á málinu og hefur hann heimild til þess að ráða sjálfstæða lögfræðistofu til þess að annast rannsóknina. Eðli málsins samkvæmt yrði töluverður hagsmunaárekstur framkvæmdi skrifstofa ríkissaksóknara rannsóknina enda ríkissaksóknari undirmaður ríkisstjóra. Þegar niðurstöður rannsóknarinnar liggja fyrir munu þær verða kynntar opinberlega. Cuomo heldur því þó fram að hann hafi aldrei snert neinn á óviðeigandi hátt eða boðið nokkrum neitt óviðeigandi. Hann sagði í gær að hann hafi strítt starfsmönnum sínum vegna hluta sem voru í gangi í þeirra einkalífi til að reyna að vera „skemmtilegur“ eða „playful“ eins og hann orðaði það. Segir Cuomo hafa kysst sig óumbeðinn Bennett gagnrýndi afsökun hans harðlega í dag og sagði afsökunarbeiðnina illa út hugsaða og tilraun til þess að gera lítið úr málinu. Hún sagði hann „neita að viðurkenna eða taka ábyrgð á kynferðislega ógnandi hegðun sinni.“ „Það tók ríkisstjórann sólarhring og mikla gagnrýni til að heimila sjálfstæða rannsókn á málinu. Þetta eru ekki viðbrögð einhvers sem finnst hann bara misskilinn; þetta eru viðbrögð einstaklings sem hefur völd til að forðast réttlætið,“ sagði Bennett í dag. Bennett er, eins og áður segir, ekki eina konan sem hefur sakað Cuomo um kynferðislega áreitni. Lindsey Boylan, sem einnig starfaði fyrir ríkissaksóknara, sakaði Cuomo um að hafa látið óviðeigandi ummæli um útlit hennar falla og segir hann hafa kysst sig einu sinni að loknum fundi. Cuomo hefur harðneitað ásökunum Boylan en sagði á laugardag að Bennett hafi verið lykilstarfsmaður á tímum Covid og að hún hafi allan rétt á því að tala um reynslu sína.
Bandaríkin Kynferðisleg áreitni valdamanna Kynferðisofbeldi Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Fleiri fréttir Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Sjá meira