Settu upp beint streymi af Keili ef það skyldi gjósa Vésteinn Örn Pétursson og skrifa 1. mars 2021 18:46 Úr streymi Víkurfrétta. Víkurfréttir/Skjáskot Staðarmiðillinn Víkurfréttir í Reykjanesbæ sendir nú út beint streymi af fjallinu Keili, eftir að fregnir bárust af því að líkurnar á eldgosi á Reykjanesskaga gætu verið að aukast. Streymið er tekið upp út um glugga á skrifstofuhúsnæði á fjórðu hæð, sem ritstjórinn segir hafa vaggað nánast stanslaust síðustu daga. Í samtali við Vísi segir Páll Hilmar Ketilsson, ritstjóri Víkurfrétta, að dagurinn í dag sé einfaldlega búinn að „vera bara á hreyfingu.“ Svo mikill sé óróinn og hræringarnar á svæðinu, sem magnast svo upp eftir því sem farið er upp fleiri hæðir í húsinu. Bein útsending frá Keili og vettvangi jarðskjálftaBein útsending frá Keili og vettvangi jarðskjálftaPosted by Víkurfréttir on Monday, 1 March 2021 „Við erum á fjórðu hæð í fimm hæða skrifstofuhúsi í miðjum Reykjanesbæ og dagurinn í dag er bara búinn að vera á hreyfingu. Það var það sama fyrir helgina, á miðvikudaginn. Maður var bara með netta sjóriðu eftir daginn, hafandi verið hér megnið af deginum. Þetta er hátt hús og hreyfist talsvert,“ segir Páll. Á miðvikudag hófst skjálftahrina á Reykjanesskaga og stærsti skjálftinn var 5,7 að stærð og fannst hann víða á Suðvesturhorninu. Er hann sá stærsti í hrinunni til þessa. Páll segir að húsið hreyfist í talsvert langan tíma eftir að stærri skjálftar hafi riðið yfir á svæðinu. Starfsmenn séu ekki hræddir, en mörgum þykir þó nóg komið. „Við erum ekki beint hræddir, erum allavega hér við vinnu. En maður myndi alveg vilja losna við þetta. Þetta er svolítið mikið finnst okkur, og búið að vera óvenju lengi í dag,“ segir Páll. Varðandi streymið segir Páll að þegar fréttir hafi borist af því að líkurnar á eldgosi kynnu að vera að aukast, þá hafi verið ákveðið að skella myndavélinni út í glugga og beina beint að Keili. „Við erum með útsýni ansi víða. Þetta er glerhýsi, háhýsi hérna í Reykjanesbæ. Við horfum bara á Keili alla daga,“ segir Páll, sem virðist hvergi banginn þrátt fyrir að vera orðinn eilítið þreyttur á skjálftahrinunni sem nú er á sjötta degi. Uppfært: Streyminu er nú lokið. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Reykjanesbær Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira
Í samtali við Vísi segir Páll Hilmar Ketilsson, ritstjóri Víkurfrétta, að dagurinn í dag sé einfaldlega búinn að „vera bara á hreyfingu.“ Svo mikill sé óróinn og hræringarnar á svæðinu, sem magnast svo upp eftir því sem farið er upp fleiri hæðir í húsinu. Bein útsending frá Keili og vettvangi jarðskjálftaBein útsending frá Keili og vettvangi jarðskjálftaPosted by Víkurfréttir on Monday, 1 March 2021 „Við erum á fjórðu hæð í fimm hæða skrifstofuhúsi í miðjum Reykjanesbæ og dagurinn í dag er bara búinn að vera á hreyfingu. Það var það sama fyrir helgina, á miðvikudaginn. Maður var bara með netta sjóriðu eftir daginn, hafandi verið hér megnið af deginum. Þetta er hátt hús og hreyfist talsvert,“ segir Páll. Á miðvikudag hófst skjálftahrina á Reykjanesskaga og stærsti skjálftinn var 5,7 að stærð og fannst hann víða á Suðvesturhorninu. Er hann sá stærsti í hrinunni til þessa. Páll segir að húsið hreyfist í talsvert langan tíma eftir að stærri skjálftar hafi riðið yfir á svæðinu. Starfsmenn séu ekki hræddir, en mörgum þykir þó nóg komið. „Við erum ekki beint hræddir, erum allavega hér við vinnu. En maður myndi alveg vilja losna við þetta. Þetta er svolítið mikið finnst okkur, og búið að vera óvenju lengi í dag,“ segir Páll. Varðandi streymið segir Páll að þegar fréttir hafi borist af því að líkurnar á eldgosi kynnu að vera að aukast, þá hafi verið ákveðið að skella myndavélinni út í glugga og beina beint að Keili. „Við erum með útsýni ansi víða. Þetta er glerhýsi, háhýsi hérna í Reykjanesbæ. Við horfum bara á Keili alla daga,“ segir Páll, sem virðist hvergi banginn þrátt fyrir að vera orðinn eilítið þreyttur á skjálftahrinunni sem nú er á sjötta degi. Uppfært: Streyminu er nú lokið.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Reykjanesbær Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira