Leikurinn endaði 26-27 en KA/Þór skoraði aðeins 26 mörk. Mistök voru gerð á ritaraborðinu í fyrri hálfleik þar sem skráð voru átján mörk en ekki sautján á KA/Þór.
Stjarnan kærði framkvæmd leiksins og fór fram á að úrslitum hans yrði breytt í jafntefli, 26-26.
Dómstóll HSÍ hafnaði þeirri kröfu Stjörnunnar sem og því að leikurinn yrði endurtekinn.
Dóminn má lesa með því að smella hér.
Dómurinn er í takt við dóm HSÍ frá 2008 þar sem Haukar kærðu úrslit leiks gegn Fram í deildabikar karla og vildu að þau yrðu gerð ógild og leikurinn spilaður aftur. Kröfum Hauka var hafnað á þeim forsendum að mistök sem þessi væru hluti af leiknum og aldrei hægt að komast hjá þeim.
Í dómnum sem var birtur á heimasíðu HSÍ í dag segir að dómarar hafi ekki beitt reglum með röngum hætti.
„Samkvæmt framansögðu verður talið að í þessu tilviki, líkt og í kærumáli 1/2008, hafi dómarar ekki beitt reglum með röngum hætti. Þannig hafi dómarar ekki farið út fyrir valdsvið sitt. Dómstóllinn fellst á að dómarar hafi eftir bestu samvisku lokið leiknum samkvæmt þeim upplýsingum sem þeir höfðu. Þannig hafi dómarar ekki tekið ranga ákvörðun sem dómstóll HSÍ hafi endurskoðunarheimild á. Þó fallast megi á að um mistök sé að ræða eru mistök alltaf eðlilegur hluti leiksins og hafa sem slíka áhrif á úrslit leikja.“

Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.