Fyrsti skjálftinn var 3,5 að stærð og reið yfir klukkan 19:20. Upptök hans voru um 600 metrum suðvestur af Keili. Næsti skjálfti reið yfir þremur mínútum síðar, 3,1 að stærð, og voru upptök hans 3,8 kílómetra suðvestur af Fagradalsfjalli.
Sá þriðji stóri reið yfir klukkan 22:15 og var hann 3,5 að stærð. Átti hann upptök sín 3 kílómetra vestsuðvestur af Keili. Sá fjórði varð mínútu síðar og var hann 3,3 að stærð. Uppt0k hans voru 3,1 kílómetra austnorðaustur af Fagradalsfjalli.
Síðasta sólarhringinn hafa alls 1967 skjálftar riðið yfir á suðvesturhorninu samkvæmt gögnum á vefsíðu Veðurstofu Íslands. 113 þeirra hafa verið yfir 3 að stærð.