Sjö herbergjum lokað á Kirkjuhvoli á Hvolsvelli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. febrúar 2021 19:46 Ólöf Guðbjörg Eggertsdóttir, hjúkrunarforstjóri á Kirkjuhvoli, sem vonast til að ekki þurfi að loka sjö hjúkrunarrýmum á heimilinu á næstunni eins og allt útlit er reyndar fyrir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það blæs ekki byrlega fyrir hjúkrunarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli því þar stendur til að loka sjö hjúkrunarrýmum í nýrri álmu heimilisins. Ástæðan er sú að ekki fæst rekstrarfé frá ríkinu fyrir rýmin sjö. „Já, við erum að missa sjö rými á þessu ári ef ekkert breytist. Þetta er mjög fúlt. Mér finnst þetta svo mikil sóun á fjármunum, sem búið er að leggja í ef það er ekki hægt að fá rekstrarfé til að halda áfram. Jú, þjóðin er að eldast, ég held að það sé full þörf fyrir hjúkrunarrými hér á svæðinu,“ segir Ólöf Guðbjörg Eggertsdóttir, hjúkrunarforstjóri á Kirkjuhvoli, aðspurð hvort það væri rétt að það ætti að loka þessum rýmum. Kirkjuhvoll hefur 33 hjúkrunarrými í dag, allt einbýli, en þau verða ekki nema 26 eftir ef þessi sjö hverfa. Fimm rýmanna hafa verið tímabundin og tvö komu til vegna Covid. Heimilið er allt hið glæsilegasta með nýrri álmu en herbergjum þar verður m.a. lokað. Þá þarf líka að fækka starfsfólki. Ólöf segist ekki trúa öðru en að ríkisvaldið gefi eftir og útvegi meira fjármagn til heimilisins svo fólkið verði ekki sett út á guð og gaddinn. „Ég trú því að engin verði sendur út og ég á eftir að fá hvernig útfærslan verður á þessu nákvæmlega því hér er engin á flutningsmati nema einn einstaklingur sem er í þessu Covid rými, en aðrir eru með varanlega búsetu hér. Það er ekki verið að fara að henda nokkrum manni út, ég trúi því nú ekki," segir Ólöf Guðbjörg. Kirkjuhvoll getur haft 33 hjúkrunarrými eins og staðan er í dag, en ef heimilið missir þessi 7 rými verða 26 hjúkrunarrými eftir í árslok .Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Eldri borgarar Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira
„Já, við erum að missa sjö rými á þessu ári ef ekkert breytist. Þetta er mjög fúlt. Mér finnst þetta svo mikil sóun á fjármunum, sem búið er að leggja í ef það er ekki hægt að fá rekstrarfé til að halda áfram. Jú, þjóðin er að eldast, ég held að það sé full þörf fyrir hjúkrunarrými hér á svæðinu,“ segir Ólöf Guðbjörg Eggertsdóttir, hjúkrunarforstjóri á Kirkjuhvoli, aðspurð hvort það væri rétt að það ætti að loka þessum rýmum. Kirkjuhvoll hefur 33 hjúkrunarrými í dag, allt einbýli, en þau verða ekki nema 26 eftir ef þessi sjö hverfa. Fimm rýmanna hafa verið tímabundin og tvö komu til vegna Covid. Heimilið er allt hið glæsilegasta með nýrri álmu en herbergjum þar verður m.a. lokað. Þá þarf líka að fækka starfsfólki. Ólöf segist ekki trúa öðru en að ríkisvaldið gefi eftir og útvegi meira fjármagn til heimilisins svo fólkið verði ekki sett út á guð og gaddinn. „Ég trú því að engin verði sendur út og ég á eftir að fá hvernig útfærslan verður á þessu nákvæmlega því hér er engin á flutningsmati nema einn einstaklingur sem er í þessu Covid rými, en aðrir eru með varanlega búsetu hér. Það er ekki verið að fara að henda nokkrum manni út, ég trúi því nú ekki," segir Ólöf Guðbjörg. Kirkjuhvoll getur haft 33 hjúkrunarrými eins og staðan er í dag, en ef heimilið missir þessi 7 rými verða 26 hjúkrunarrými eftir í árslok .Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Eldri borgarar Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira