Sendiherra Mjanmar hjá SÞ rekinn fyrir að biðja um hjálp Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. febrúar 2021 17:28 Mótmælendur krefjast aðstoðar alþjóðasamfélagsins fyrir utan höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í Mjanmar. EPA-EFE/NYEIN CHAN NAING Herforingjastjórn Mjanmar, sem rændi völdum í byrjun febrúarmánaðar, hefur rekið Kyaw Moe Tun, sendiherra landsins hjá Sameinuðu þjóðunum, eftir að hann óskaði eftir aðstoð SÞ til þess að hrekja herforingjastjórnina frá völdum. Moe Tun flutti tilfinningaþrungna ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna á föstudag og sagði hann að enginn ætti að starfa með hernum fyrr en hann skilaði völdum aftur til lýðræðislega kjörinna fulltrúa landsins. Frá því að herinn framdi valdarán hafa hundruð þúsunda mótmælt valdaráninu, bæði innan landsins og utan þess. Mótmælendur hafa mætt mikilli mótstöðu hersins og hefur stjórnin gefið út tilskipun um að allir þekktir mótmælendur skuli handteknir tafarlaust. Þá gaf herforingjastjórnin út tilskipun þess efnis að herinn þyrfti ekki samþykki dómstóla, eins og áður, til þess að framkvæma leit á heimilum og öðrum einkaeignum fólks. Í gær fóru fram fjölmenn mótmæli í landinu sem herinn svaraði af fullu afli. Fjölmiðlar í Mjanmar segja að tugir mótmælenda hafi verið handteknir og að kona hafi orðið fyrir byssuskoti í borginni Monwya. Ekki hafa fengist nánari upplýsingar um ástand og líðan hennar. Í kjölfar valdaránsins 1. febrúar síðastliðinn voru allir meðlimir ríkisstjórnarinnar, og fleiri háttsettir einstaklingar innan opinbera kerfisins, handteknir. Þar á meðal er Aung San Suu Kyi, leiðtogi landsins. Moe Tun hvatti alþjóðasamfélagið í ræðu sinni í gær til þess að beita öllum mögulegum leiðum til þess að koma hernum frá valdastóli og koma lýðræðinu aftur á fót. Moe Tun sagðist einnig fulltrúi ríkisstjórnar Suu Kyi, sem hefur að öllum líkindum ekki fallið í kramið hjá herforingjastjórninni. Til þess að ítreka andstöðu sína við herforingjastjórnina lyfti Moe Tun upp þremur fingrum, merki sem andstæðingar herforingjastjórnarinnar hafa tileinkað sér og er merki um andstöðu gegn alræðisvaldi. Tilkynnt var um það að Moe Tun hafi verið rekinn frá störfum í ríkissjónvarpi Mjanmar í morgun. Þar kom fram að hann hafi „svikið landið og talað máli óopinberrar hreyfingar sem er ekki í forsvari fyrir landið“ og að hann hafi „misnotað vald sitt og skyldur sínar sem sendiherra.“ Mjanmar Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Fjölmenn mótmæli í skugga skothríðar Þúsundir mótmælenda gengu um götur borga Mjanmar í morgun, þrátt fyrir að hermenn hafi skotið minnst tvo mótmælendur til bana í gær og sært marga aðra. 21. febrúar 2021 10:54 Blóðugur dagur í Mjanmar Minnst tveir eru látnir eftir að hermenn hófu skothríð á mótmælendur sem voru að mótmæla valdaráni hers Mjanmar. Fregnir herma að tugir hafi særst í skothríðinni sem hófst nærri hafnarsvæði Mandalay, næst stærstu borg ríkisins. 20. febrúar 2021 15:25 Látin eftir að hafa verið skotin í höfuðið í mótmælum Tvítug kona sem særðist alvarlega þegar hún var skotin af lögreglu í Mjanmar á dögunum er látin af völdum áverkans. 19. febrúar 2021 07:24 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira
Moe Tun flutti tilfinningaþrungna ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna á föstudag og sagði hann að enginn ætti að starfa með hernum fyrr en hann skilaði völdum aftur til lýðræðislega kjörinna fulltrúa landsins. Frá því að herinn framdi valdarán hafa hundruð þúsunda mótmælt valdaráninu, bæði innan landsins og utan þess. Mótmælendur hafa mætt mikilli mótstöðu hersins og hefur stjórnin gefið út tilskipun um að allir þekktir mótmælendur skuli handteknir tafarlaust. Þá gaf herforingjastjórnin út tilskipun þess efnis að herinn þyrfti ekki samþykki dómstóla, eins og áður, til þess að framkvæma leit á heimilum og öðrum einkaeignum fólks. Í gær fóru fram fjölmenn mótmæli í landinu sem herinn svaraði af fullu afli. Fjölmiðlar í Mjanmar segja að tugir mótmælenda hafi verið handteknir og að kona hafi orðið fyrir byssuskoti í borginni Monwya. Ekki hafa fengist nánari upplýsingar um ástand og líðan hennar. Í kjölfar valdaránsins 1. febrúar síðastliðinn voru allir meðlimir ríkisstjórnarinnar, og fleiri háttsettir einstaklingar innan opinbera kerfisins, handteknir. Þar á meðal er Aung San Suu Kyi, leiðtogi landsins. Moe Tun hvatti alþjóðasamfélagið í ræðu sinni í gær til þess að beita öllum mögulegum leiðum til þess að koma hernum frá valdastóli og koma lýðræðinu aftur á fót. Moe Tun sagðist einnig fulltrúi ríkisstjórnar Suu Kyi, sem hefur að öllum líkindum ekki fallið í kramið hjá herforingjastjórninni. Til þess að ítreka andstöðu sína við herforingjastjórnina lyfti Moe Tun upp þremur fingrum, merki sem andstæðingar herforingjastjórnarinnar hafa tileinkað sér og er merki um andstöðu gegn alræðisvaldi. Tilkynnt var um það að Moe Tun hafi verið rekinn frá störfum í ríkissjónvarpi Mjanmar í morgun. Þar kom fram að hann hafi „svikið landið og talað máli óopinberrar hreyfingar sem er ekki í forsvari fyrir landið“ og að hann hafi „misnotað vald sitt og skyldur sínar sem sendiherra.“
Mjanmar Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Fjölmenn mótmæli í skugga skothríðar Þúsundir mótmælenda gengu um götur borga Mjanmar í morgun, þrátt fyrir að hermenn hafi skotið minnst tvo mótmælendur til bana í gær og sært marga aðra. 21. febrúar 2021 10:54 Blóðugur dagur í Mjanmar Minnst tveir eru látnir eftir að hermenn hófu skothríð á mótmælendur sem voru að mótmæla valdaráni hers Mjanmar. Fregnir herma að tugir hafi særst í skothríðinni sem hófst nærri hafnarsvæði Mandalay, næst stærstu borg ríkisins. 20. febrúar 2021 15:25 Látin eftir að hafa verið skotin í höfuðið í mótmælum Tvítug kona sem særðist alvarlega þegar hún var skotin af lögreglu í Mjanmar á dögunum er látin af völdum áverkans. 19. febrúar 2021 07:24 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira
Fjölmenn mótmæli í skugga skothríðar Þúsundir mótmælenda gengu um götur borga Mjanmar í morgun, þrátt fyrir að hermenn hafi skotið minnst tvo mótmælendur til bana í gær og sært marga aðra. 21. febrúar 2021 10:54
Blóðugur dagur í Mjanmar Minnst tveir eru látnir eftir að hermenn hófu skothríð á mótmælendur sem voru að mótmæla valdaráni hers Mjanmar. Fregnir herma að tugir hafi særst í skothríðinni sem hófst nærri hafnarsvæði Mandalay, næst stærstu borg ríkisins. 20. febrúar 2021 15:25
Látin eftir að hafa verið skotin í höfuðið í mótmælum Tvítug kona sem særðist alvarlega þegar hún var skotin af lögreglu í Mjanmar á dögunum er látin af völdum áverkans. 19. febrúar 2021 07:24