Hætta á að hraunstraumar gætu lokað Reykjanesbraut Vésteinn Örn Pétursson og Birgir Olgeirsson skrifa 27. febrúar 2021 10:51 Víðir segir að horft sé til þess að hraun gæti lokað Reykjanesbraut. Það muni þó ekki gerast á fáeinum mínútum. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum, segir að sú sviðsmynd sem dregin er upp í spá hóps á vegum Háskóla Íslands, um að ef gjósa tæki á Reykjanesskaga myndi hraun flæða um miðjan skagann, sé ein þeirra sviðsmynda sem horft sé til hjá Almannavörnum. „Já, þetta er einmitt ein af þeim sviðsmyndum, hvar sem gæti gosið norðanmegin á Reykjanesinu þá er alltaf hætta á því að hraunstraumur myndi renna og loka Reykjanesbrautinni. Það hefur alveg verið inni í okkar sviðsmyndum,“ segir Víðir í samtali við fréttastofu. Hann segir að fyrir nokkrum árum hafi verið gerðar tímamælingar hvað varða rýmingar á svæðinu. Þá sé Suðurstrandavegur einnig leið af Reykjanesskaga. „Þannig að það er ólíklegt að þær lokist báðar. Svo þarf að hafa í huga að það tekur svolítinn tíma fyrir hraun að renna þessa vegalengd. Þannig að þetta gerist ekki bara á einhverjum örfáum klukkutímum, en þetta er hluti af því sem við þurfum að vera vakandi fyrir,“ segir Víðir. Hann bætir við að hermilíkön líkt og það sem Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands gáfu út í gær séu afar hjálpleg. Með hjálp þeirra sé hægt að sjá hlutina í réttu ljósi og setja þá í samhengi. Jarðskjálftar aðalmálið en fylgjast þurfi með kviku Víðir segir þá að rýmingaráætlanir snúi að byggðum sem kynnu að lokast af. Hann minnir þó aftur á Suðurstrandaveginn og að fleiri en ein leið séu færar um Reykjanesskagann. „Og þetta er ekki atburður sem gerist á einhverjum mínútum. Við höfum alveg nægan tíma til að tryggja öryggi þeirra sem fara um Reykjanesbrautina.“ Hættustig Almannavarna er nú í gildi vegna jarðskjálfta sem hafa hrist Reykjanesskagann undanfarna daga. „Samkvæmt þeim upplýsingum sem lágu fyrir í morgun þá hefur ekkert breyst varðandi mat vísindamanna að þetta séu fyrst og fremst flekaskilajarðskjálftar en auðvitað erum við öll að horfa á þann möguleika hvort kvika fari af stað í svona atburðarás. Það þarf að fylgjast vel með því.“ Mikil skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesskaga á síðustu dögum. Upp úr klukkan átta í morgun varð til að mynda skjálfti, 5,2 að stærð, skammt frá Fagradalsfjalli. Á miðvikudag var þá skjálfti upp á 5,7 að stærð á svipuðum slóðum. Margir minni skjálftar, sem þó hafa fundist vel á Reykjanesskaga og sumir lengra frá, hafa orðið á svæðinu síðan þá. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Almannavarnir Tengdar fréttir Sviðsmyndirnar vegna skjálftanna margar og misalvarlegar Jarðeðlisfræðingur segir margar sviðsmyndir í stöðunni þegar horft er á framhaldið. Engar vísbendingar eru um kvikusöfnun en ef af gosi verður býst hann ekki við því að það verði stórt. 27. febrúar 2021 10:30 Jarðskjálfti 5,2 að stærð á Reykjanesskaga Nú klukkan 8:07 í morgun varð jarðskjálfti, í kring um 5 að stærð. Hann átti upptök sín á Reykjanesskaga, líkt og svo margir jarðskjálftar sem orðið hafa síðustu daga. 27. febrúar 2021 08:10 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Sjá meira
„Já, þetta er einmitt ein af þeim sviðsmyndum, hvar sem gæti gosið norðanmegin á Reykjanesinu þá er alltaf hætta á því að hraunstraumur myndi renna og loka Reykjanesbrautinni. Það hefur alveg verið inni í okkar sviðsmyndum,“ segir Víðir í samtali við fréttastofu. Hann segir að fyrir nokkrum árum hafi verið gerðar tímamælingar hvað varða rýmingar á svæðinu. Þá sé Suðurstrandavegur einnig leið af Reykjanesskaga. „Þannig að það er ólíklegt að þær lokist báðar. Svo þarf að hafa í huga að það tekur svolítinn tíma fyrir hraun að renna þessa vegalengd. Þannig að þetta gerist ekki bara á einhverjum örfáum klukkutímum, en þetta er hluti af því sem við þurfum að vera vakandi fyrir,“ segir Víðir. Hann bætir við að hermilíkön líkt og það sem Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands gáfu út í gær séu afar hjálpleg. Með hjálp þeirra sé hægt að sjá hlutina í réttu ljósi og setja þá í samhengi. Jarðskjálftar aðalmálið en fylgjast þurfi með kviku Víðir segir þá að rýmingaráætlanir snúi að byggðum sem kynnu að lokast af. Hann minnir þó aftur á Suðurstrandaveginn og að fleiri en ein leið séu færar um Reykjanesskagann. „Og þetta er ekki atburður sem gerist á einhverjum mínútum. Við höfum alveg nægan tíma til að tryggja öryggi þeirra sem fara um Reykjanesbrautina.“ Hættustig Almannavarna er nú í gildi vegna jarðskjálfta sem hafa hrist Reykjanesskagann undanfarna daga. „Samkvæmt þeim upplýsingum sem lágu fyrir í morgun þá hefur ekkert breyst varðandi mat vísindamanna að þetta séu fyrst og fremst flekaskilajarðskjálftar en auðvitað erum við öll að horfa á þann möguleika hvort kvika fari af stað í svona atburðarás. Það þarf að fylgjast vel með því.“ Mikil skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesskaga á síðustu dögum. Upp úr klukkan átta í morgun varð til að mynda skjálfti, 5,2 að stærð, skammt frá Fagradalsfjalli. Á miðvikudag var þá skjálfti upp á 5,7 að stærð á svipuðum slóðum. Margir minni skjálftar, sem þó hafa fundist vel á Reykjanesskaga og sumir lengra frá, hafa orðið á svæðinu síðan þá.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Almannavarnir Tengdar fréttir Sviðsmyndirnar vegna skjálftanna margar og misalvarlegar Jarðeðlisfræðingur segir margar sviðsmyndir í stöðunni þegar horft er á framhaldið. Engar vísbendingar eru um kvikusöfnun en ef af gosi verður býst hann ekki við því að það verði stórt. 27. febrúar 2021 10:30 Jarðskjálfti 5,2 að stærð á Reykjanesskaga Nú klukkan 8:07 í morgun varð jarðskjálfti, í kring um 5 að stærð. Hann átti upptök sín á Reykjanesskaga, líkt og svo margir jarðskjálftar sem orðið hafa síðustu daga. 27. febrúar 2021 08:10 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Sjá meira
Sviðsmyndirnar vegna skjálftanna margar og misalvarlegar Jarðeðlisfræðingur segir margar sviðsmyndir í stöðunni þegar horft er á framhaldið. Engar vísbendingar eru um kvikusöfnun en ef af gosi verður býst hann ekki við því að það verði stórt. 27. febrúar 2021 10:30
Jarðskjálfti 5,2 að stærð á Reykjanesskaga Nú klukkan 8:07 í morgun varð jarðskjálfti, í kring um 5 að stærð. Hann átti upptök sín á Reykjanesskaga, líkt og svo margir jarðskjálftar sem orðið hafa síðustu daga. 27. febrúar 2021 08:10