Zlatan segir LeBron James að hætta að skipta sér af Sindri Sverrisson skrifar 26. febrúar 2021 10:31 LeBron James hefur lagt sín lóð á vogarskálarnar í réttindabaráttu svartra í Bandaríkjunum. Zlatan Ibrahimovic vill að hann hætti að skipta sér af pólitík. Samsett/Getty Zlatan Ibrahimovic segir að LeBron James eigi ekki að vera að blanda sér í pólitísk umræðuefni heldur halda sig við það sem hann sé góður í – að spila körfubolta. Þetta segir hinn sænski Zlatan í viðtali við Discovery+ í Svíþjóð sem vakið hefur mikla athygli. Zlatan Ibrahimovic uppskattar basketspelaren Lebron James men tycker inte att han ska lägga sig i politiken: "Lebron är fenomenal på det han gör, men jag gillar inte när folk med status lägger sig i politik" Lång intervju med Zlatan Ibrahimovic: https://t.co/oXm5gjmhKv pic.twitter.com/J3L82GWLD6— discovery+ sport (@dplus_sportSE) February 25, 2021 Zlatan er afar hrifinn af James sem körfuboltamanni og þegar Svíinn sjálfumglaði flutti til Los Angeles til að spila fótbolta sagði hann borgina eiga kóng í James. Bætti því svo við að nú ætti borgin líka guð. Zlatan er hins vegar minna hrifinn af afskiptum James af pólitík. James hefur til að mynda verið óhræddur við að gagnrýna Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og lýsti opinberlega yfir stuðningi við Joe Biden. James sagði að það yrði frábært að heimsækja Biden í Hvíta húsið til að halda upp á NBA-meistaratitil LA Lakers en Trump fékk aldrei NBA-meistara í heimsókn þau fjögur ár sem hann var forseti. Stóru mistökin sem fólk gerir þegar það verður frægt „LeBron er einstakur í því sem hann gerir en mér líkar það ekki þegar að fólk skapar sér ákveðinn sess en fer að skipta sér af pólitík á sama tíma. Gerðu það sem þú ert góður í. Vertu í þínu fagi. Ég spila fótbolta vegna þess að ég er bestur í fótbolta. Ég skipti mér ekki af pólitík. Ef að ég væri pólitískur þá myndi ég vera í stjórnmálum,“ sagði Zlatan. „Þetta eru stóru, fyrstu mistökin sem fólk gerir þegar það verður frægt og öðlast ákveðinn sess. Haldið ykkur utan við þetta. Gerið það sem þið eruð góð í því þetta kemur ekki vel út,“ sagði Zlatan. NBA Ítalski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Fleiri fréttir Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar Sjá meira
Þetta segir hinn sænski Zlatan í viðtali við Discovery+ í Svíþjóð sem vakið hefur mikla athygli. Zlatan Ibrahimovic uppskattar basketspelaren Lebron James men tycker inte att han ska lägga sig i politiken: "Lebron är fenomenal på det han gör, men jag gillar inte när folk med status lägger sig i politik" Lång intervju med Zlatan Ibrahimovic: https://t.co/oXm5gjmhKv pic.twitter.com/J3L82GWLD6— discovery+ sport (@dplus_sportSE) February 25, 2021 Zlatan er afar hrifinn af James sem körfuboltamanni og þegar Svíinn sjálfumglaði flutti til Los Angeles til að spila fótbolta sagði hann borgina eiga kóng í James. Bætti því svo við að nú ætti borgin líka guð. Zlatan er hins vegar minna hrifinn af afskiptum James af pólitík. James hefur til að mynda verið óhræddur við að gagnrýna Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og lýsti opinberlega yfir stuðningi við Joe Biden. James sagði að það yrði frábært að heimsækja Biden í Hvíta húsið til að halda upp á NBA-meistaratitil LA Lakers en Trump fékk aldrei NBA-meistara í heimsókn þau fjögur ár sem hann var forseti. Stóru mistökin sem fólk gerir þegar það verður frægt „LeBron er einstakur í því sem hann gerir en mér líkar það ekki þegar að fólk skapar sér ákveðinn sess en fer að skipta sér af pólitík á sama tíma. Gerðu það sem þú ert góður í. Vertu í þínu fagi. Ég spila fótbolta vegna þess að ég er bestur í fótbolta. Ég skipti mér ekki af pólitík. Ef að ég væri pólitískur þá myndi ég vera í stjórnmálum,“ sagði Zlatan. „Þetta eru stóru, fyrstu mistökin sem fólk gerir þegar það verður frægt og öðlast ákveðinn sess. Haldið ykkur utan við þetta. Gerið það sem þið eruð góð í því þetta kemur ekki vel út,“ sagði Zlatan.
NBA Ítalski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Fleiri fréttir Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar Sjá meira